Líklegt verður að teljast að reikningunum sé ekki haldið úti af systrunum sjálfum. Mun sennilegra er að einhver mennskur grínisti, einn eða fleiri, hafi ákveðið að stofna Twitter-reikningana tvo, í nafni gríns og gamans.
Meðal þess sem mjaldradömurnar tvær gera að umfjöllunarefni sínu á Twitter er ferðin frá Kína til Íslands. Litla Grá segist til að mynda hafa horft á kvikmyndina „Paul Blart: Mjald Cop“ í vélinni á leið hingað og segist hafa orðið fyrir vonbrigðum. Systir hennar leggur þá orð í belg og spyr hvort hún geti ekki slakað á og haft gaman af mynd, svona einu sinni.
Getur þú ekki bara einu fokking sinni slakað á og haft gaman af mynd?
— Litla Hvít (@HvitLitla) June 20, 2019
Þá birtir Litla Grá mynd af poka úr fríhöfninni og skrifar með „Nýta tollinn,“ enda ekki á hverjum degi sem mjaldrar gera sér ferðir á milli landa, í það minnsta ekki flugleiðis.
Nýta tollinn #tollinn#MjaldreiFórÉgSuðurpic.twitter.com/AsCdHqRUSn
— Litla Grá (@GraLitla) June 20, 2019
Hér má sjá Twitter reikning Litlu Grárrar og hér má finna reikning systur hennar, Litlu Hvítrar.
Systrunum hefur nú verið komið fyrir í þar til gerðri landlaug og dveljast þær þar í góðu yfirlæti. Er þeim séð fyrir nægum mat, enda þurfa þær að borða um 30 kíló af mat á dag hvor, en fæða þeirra samanstendur af loðnu og síld.