Vaxtahækkunin niðurlægjandi fyrir verkalýðshreyfinguna Stefán Ó. Jónsson skrifar 21. júní 2019 08:45 Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, sést hér við undirritun kjarasamninga þann 3. apríl síðastliðinn. Eitt af meginmarkmiðum samninganna var að skapa svigrúm fyrir vaxtalækkanir. vísir/vilhelm Rök stjórnarmanna í Lífeyrissjóði verzlunarmanna (LV) fyrir vaxtahækkun halda hvorki vatni né vindum að sögn formanns VR. Hann hvetur Fjármálaeftirlitið til að kanna forsendur hækkunarinnar sem hann telur hafa byggst á geðþótta og óljósri tilfinningu stjórnarmannanna. Hækkunin hafi verið niðurlægjandi fyrir verkalýðshreyfinguna, sem hafi lagt allt kapp á að lækka vexti í landinu.Fulltrúaráð VR samþykkti á fundi sínum í gærkvöld að afturkalla umboð stjórnarmanna félagsins í stjórn LV. Ástæða er óánægja stjórnar VR með boðaða hækkun á breytilegum vöxtum verðtryggðra sjóðfélagalána úr 2,06% í 2,26%. Meðal þeirra sem misstu umboð sitt er Ólafur Reimar Gunnarsson, sem var stjórnarformaður LV, en hann sagði jafnframt af sér sem stjórnarmaður í VR. Hann sendi frá sér yfirlýsingu í gærkvöldi þar sem hann segir illa vegið að sér og öðrum stjórnarmönnum LV með ákvörðun fulltrúaráðs VR. Vinnubrögð Ragnars Þórs hafi verið forkastanleg að mati Ólafs. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segist þó í samtali við Bítið lítið kippa sér upp við slíkar yfirlýsingar, lífeyrissjóðirnir hafi til þessa verið reknir á forsendum atvinnulífsins og fjármálakerfisins. Þannig sé eðlilegt að almenningur spyrji sig hvort það sé yfirhöfuð eðlilegt að atvinnurekendur séu með sína fulltrúa í stjórnum lífeyrissjóða.Ólafur Reimar Gunnarsson sagði skilið við VR í gærkvöldi.Ragnar segir grundvallaratriðið í ákvörðun VR í gærkvöldi lúta að vaxtastiginu, enda hafi verið lögð rík áhersla á það við undirritun Lífskjarasamninganna svonefndu að ná niður vaxtastiginu í landinu. Þannig hafi verkalýðshreyfingin gefið eftir launahækkanir til að búa til svigrúm fyrir stýrivaxtalækkun, sem svo gæti skilað sér í lægri markaðsvöxtum. „Það sem gerist svo í kjölfarið, stuttu eftir stýrivaxtalækkun Seðlabankans upp á 50 punkta, þá kemur stjórnin [LV] saman og ákveður að hækka vexti á breytilegum vöxtum á verðtryggðum lánum. Fyrir mér var þetta ekki aðeins blaut tauska í andlitið á stjórn VR heldur verkalýðshreyfingunni allri og þetta var niðurlægjandi fyrir það sem við vorum að gera,“ segir Ragnar Þór. Vísar hann til þess að hækkunin hafi verið ákvörðuð af fólki sem VR skipaði í stjórn LV. Hækkunin sé þar að auki á skjön við þá almennu lækkun vaxta sem greina má á undanförnum fjórum árum. Rök lífeyrissjóðsins haldi því ekki vatni að sögn Ragnars, sem meðal annars er drepið á í fyrrnefndri yfirlýsingu ÓlafsReimars.Hagsmunir fólgnir í lægra vaxtastigi Ragnar Þór skorar á Fjármálaeftirlitið að kanna hækkunarákvörðun LV og hvaða útreikningar búa þar að baki. Hann lætur í veðri vaka að ákvörðunin hafi markast af óljósri tilfinningu stjórnarmanna fyrir því að vextir kynnu að hækka. Þar að auki hvetur hann einstaklinga sem eru með umrædd lán til að kanna réttarstöðu sína. Í yfirlýsingu Ólafs Reimars segir að það sé hlutverk stjórnar LV að standa vörð um hagsmuni allra sjóðsfélaga. Ragnar Þór tekur í sama streng en segir að hagsmunir sjóðsfélaga séu ekki síst fólgnir í því að halda vaxtastiginu lágu, það lækki afborganir af lánum sem svo leiðir til annarra verðlækkana. Spjall Ragnars Þórs við þáttastjórnendur Bítisins má heyra hér að neðan. Kjaramál Lífeyrissjóðir Tengdar fréttir Fráfarandi stjórnarformaður LV telur illa að sér og öðrum stjórnarmönnum vegið Ólafur Reimar Gunnarsson, fráfarandi stjórnarmaður í VR og fráfarandi stjórnarformaður í Lífeyrissjóði verzlunarmanna hefur sagt af sér sem stjórnarmaður í VR eftir að fulltrúaráð VR ákvað að afturkalla umboð stjórnarmanna félagsins í stjórn LV. Hann telur illa vegið sér og öðrum stjórnarmönnum LV með ákvörðun fulltrúaráðs VR. 20. júní 2019 21:49 VR afturkallar umboð stjórnarmanna félagsins í Lífeyrissjóði verzlunarmanna Fulltrúaráð VR samþykkti í kvöld að afturkalla umboð stjórnarmanna VR í stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna. Tillaga um nýja stjórnarmenn til bráðabirgða var samþykkt. 20. júní 2019 21:15 Svara Ragnari Þór og VR fullum hálsi Stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna vísar fullyrðingum um annarlegan tilgang vaxtabreytinga sjóðsins til föðurhúsanna. 19. júní 2019 17:02 Mest lesið Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Barn á öðru aldursári lést Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Fleiri fréttir Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Sjá meira
Rök stjórnarmanna í Lífeyrissjóði verzlunarmanna (LV) fyrir vaxtahækkun halda hvorki vatni né vindum að sögn formanns VR. Hann hvetur Fjármálaeftirlitið til að kanna forsendur hækkunarinnar sem hann telur hafa byggst á geðþótta og óljósri tilfinningu stjórnarmannanna. Hækkunin hafi verið niðurlægjandi fyrir verkalýðshreyfinguna, sem hafi lagt allt kapp á að lækka vexti í landinu.Fulltrúaráð VR samþykkti á fundi sínum í gærkvöld að afturkalla umboð stjórnarmanna félagsins í stjórn LV. Ástæða er óánægja stjórnar VR með boðaða hækkun á breytilegum vöxtum verðtryggðra sjóðfélagalána úr 2,06% í 2,26%. Meðal þeirra sem misstu umboð sitt er Ólafur Reimar Gunnarsson, sem var stjórnarformaður LV, en hann sagði jafnframt af sér sem stjórnarmaður í VR. Hann sendi frá sér yfirlýsingu í gærkvöldi þar sem hann segir illa vegið að sér og öðrum stjórnarmönnum LV með ákvörðun fulltrúaráðs VR. Vinnubrögð Ragnars Þórs hafi verið forkastanleg að mati Ólafs. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segist þó í samtali við Bítið lítið kippa sér upp við slíkar yfirlýsingar, lífeyrissjóðirnir hafi til þessa verið reknir á forsendum atvinnulífsins og fjármálakerfisins. Þannig sé eðlilegt að almenningur spyrji sig hvort það sé yfirhöfuð eðlilegt að atvinnurekendur séu með sína fulltrúa í stjórnum lífeyrissjóða.Ólafur Reimar Gunnarsson sagði skilið við VR í gærkvöldi.Ragnar segir grundvallaratriðið í ákvörðun VR í gærkvöldi lúta að vaxtastiginu, enda hafi verið lögð rík áhersla á það við undirritun Lífskjarasamninganna svonefndu að ná niður vaxtastiginu í landinu. Þannig hafi verkalýðshreyfingin gefið eftir launahækkanir til að búa til svigrúm fyrir stýrivaxtalækkun, sem svo gæti skilað sér í lægri markaðsvöxtum. „Það sem gerist svo í kjölfarið, stuttu eftir stýrivaxtalækkun Seðlabankans upp á 50 punkta, þá kemur stjórnin [LV] saman og ákveður að hækka vexti á breytilegum vöxtum á verðtryggðum lánum. Fyrir mér var þetta ekki aðeins blaut tauska í andlitið á stjórn VR heldur verkalýðshreyfingunni allri og þetta var niðurlægjandi fyrir það sem við vorum að gera,“ segir Ragnar Þór. Vísar hann til þess að hækkunin hafi verið ákvörðuð af fólki sem VR skipaði í stjórn LV. Hækkunin sé þar að auki á skjön við þá almennu lækkun vaxta sem greina má á undanförnum fjórum árum. Rök lífeyrissjóðsins haldi því ekki vatni að sögn Ragnars, sem meðal annars er drepið á í fyrrnefndri yfirlýsingu ÓlafsReimars.Hagsmunir fólgnir í lægra vaxtastigi Ragnar Þór skorar á Fjármálaeftirlitið að kanna hækkunarákvörðun LV og hvaða útreikningar búa þar að baki. Hann lætur í veðri vaka að ákvörðunin hafi markast af óljósri tilfinningu stjórnarmanna fyrir því að vextir kynnu að hækka. Þar að auki hvetur hann einstaklinga sem eru með umrædd lán til að kanna réttarstöðu sína. Í yfirlýsingu Ólafs Reimars segir að það sé hlutverk stjórnar LV að standa vörð um hagsmuni allra sjóðsfélaga. Ragnar Þór tekur í sama streng en segir að hagsmunir sjóðsfélaga séu ekki síst fólgnir í því að halda vaxtastiginu lágu, það lækki afborganir af lánum sem svo leiðir til annarra verðlækkana. Spjall Ragnars Þórs við þáttastjórnendur Bítisins má heyra hér að neðan.
Kjaramál Lífeyrissjóðir Tengdar fréttir Fráfarandi stjórnarformaður LV telur illa að sér og öðrum stjórnarmönnum vegið Ólafur Reimar Gunnarsson, fráfarandi stjórnarmaður í VR og fráfarandi stjórnarformaður í Lífeyrissjóði verzlunarmanna hefur sagt af sér sem stjórnarmaður í VR eftir að fulltrúaráð VR ákvað að afturkalla umboð stjórnarmanna félagsins í stjórn LV. Hann telur illa vegið sér og öðrum stjórnarmönnum LV með ákvörðun fulltrúaráðs VR. 20. júní 2019 21:49 VR afturkallar umboð stjórnarmanna félagsins í Lífeyrissjóði verzlunarmanna Fulltrúaráð VR samþykkti í kvöld að afturkalla umboð stjórnarmanna VR í stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna. Tillaga um nýja stjórnarmenn til bráðabirgða var samþykkt. 20. júní 2019 21:15 Svara Ragnari Þór og VR fullum hálsi Stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna vísar fullyrðingum um annarlegan tilgang vaxtabreytinga sjóðsins til föðurhúsanna. 19. júní 2019 17:02 Mest lesið Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Barn á öðru aldursári lést Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Fleiri fréttir Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Sjá meira
Fráfarandi stjórnarformaður LV telur illa að sér og öðrum stjórnarmönnum vegið Ólafur Reimar Gunnarsson, fráfarandi stjórnarmaður í VR og fráfarandi stjórnarformaður í Lífeyrissjóði verzlunarmanna hefur sagt af sér sem stjórnarmaður í VR eftir að fulltrúaráð VR ákvað að afturkalla umboð stjórnarmanna félagsins í stjórn LV. Hann telur illa vegið sér og öðrum stjórnarmönnum LV með ákvörðun fulltrúaráðs VR. 20. júní 2019 21:49
VR afturkallar umboð stjórnarmanna félagsins í Lífeyrissjóði verzlunarmanna Fulltrúaráð VR samþykkti í kvöld að afturkalla umboð stjórnarmanna VR í stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna. Tillaga um nýja stjórnarmenn til bráðabirgða var samþykkt. 20. júní 2019 21:15
Svara Ragnari Þór og VR fullum hálsi Stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna vísar fullyrðingum um annarlegan tilgang vaxtabreytinga sjóðsins til föðurhúsanna. 19. júní 2019 17:02