Svefnfriður á morgnana Þórlindur Kjartansson skrifar 21. júní 2019 07:00 Jafnvel hið dagfarsprúðasta fólk getur umturnast ef það verður fyrir því að friði þeirra er raskað að kvöldlagi þegar svefntími er genginn í garð. Meira að segja hið smávægilegasta þrusk, nánast ómerkjanlegt skrjáf í blaðsíðuflettingum eða lítilsháttar ljóstýra frá veiklulegu lesljósi getur framkallað ofsafengna reiði hjá þeim sem kvöldúlfurinn hefur náð á sitt vald. Sumt fólk—sem jafnvel hefur orð á sér fyrir lipra, fallega og geðþekka framkomu—getur orðið svo afundið, illskeytt, orðljótt og heiftúðugt á kvöldin að ótrúlegt má teljast að það geti þrifist í samfélagi við annað fólk. Sjálfur þekki ég dæmi af svona hamskiptingum, sem enginn myndi trúa að ættu sér þessar hliðar, því eftir nærandi og náðugan nætursvefn þá rís upp að morgni blíðlynd og brosmild manneskja sem er algjörlega óþekkjanleg frá ófrenjunni sem lagðist til svefns kvöldið áður. Allir, sem einhvern tímann hafa verið truflaðir á síðustu andartökunum áður en svefnhöfgin loksins slekkur á meðvitundinni og maður lognast ljúflega út af, skilja reiðina yfir því þegar kvöldkyrrðin er rofin. Það er sannarlega sælustund þegar maður nær að svífa inn í draumalandið. Þess vegna er víðast hvar borin mikil virðing fyrir því að veita fólki svefnfrið á kvöldin og álitið dónaskapur að hringja símum eða dyrabjöllum of seint, vera með háreysti á götum úti eða vinna með háværar vinnuvélar þegar kominn er hefðbundinn háttatími. Þessi tillitssemi við sofandi fólk er réttmæt og verður vonandi sífellt fleirum skiljanleg í ljósi stöðugt skýrari vísindalegra sannana á því hversu mikilvægur góður svefn er fyrir andlega og líkamlega heilsu.Kerti brennd í báða enda Í blaðinu á fimmtudag í síðustu viku fjallaði Teitur Guðmundsson læknir um bjartar nætur. Hann benti á að þrátt fyrir að Íslendingar elski fagrar og bjartar sumarnætur þá sé líklegt að skemmri svefntími á sumrin leiði til þess að margir lendi í svefnskuld sem á endanum valdi okkur vandræðum. Það dugir nefnilega ekki til lengdar að brenna kertin í báða enda, eins og afar og ömmur þessa lands hafa bent á í margar kynslóðir. Og víst er það svo að Íslendingar sofa skemur en íbúar landanna í kringum okkur. Og þá er ef til vill ekki úr vegi að velta fyrir sér, nú þegar sólin er hæst á lofti, málinu sem allir elskuðu að rífast um þegar veturinn var dimmastur; semsé—gæti verið að svefnstaðan væri skárri ef klukkan okkar og samfélagstakturinn væri í meira samræmi við gang sólarinnar? Andstæðingar réttrar klukku sátu af sér umræðuna um lagfæringu tímaskekkjunnar í vetur, líklega í þeirri von að allir myndu gleyma henni þegar sá tími kæmi að nóttin hætti að geta orðið dimm. En nú þegar dagurinn er sem allra lengstur þá erum við minnt á að mannskepnan er víst ekki alveg eins meðfærileg og skakktímasinnar vilja meina. Samkvæmt lækninum góða gerast ýmsir hlutir í líkama okkar, hvort sem okkur líkar betur eða verr og hvort sem við stillum klukkuna eftir sólarganginum eða ekki. Hormónin í líkamanum sem stjórna því hvort við erum vel vakandi eða syfjuð kunna nefnilega ekki mikið á klukku, en þeim mun meira á birtu. Á veturna verðum við fyrst og fermst vör við ranga stillingu klukkunnar vegna þess hversu marga myrka morgna við þurfum að kjlást við (munum að ef klukkan í Reykjavík væri stillt þannig að hádegi væri að jafnaði klukkan tólf en ekki 13.30, þá væru kolniðamyrkur kl. 8 að morgni 57 daga í Reykjavík en ekki 123 daga á ári eins og nú er). En á sumrin stendur glíman við það hversu margar bjartar nætur það eru þar sem líkami okkar setur ekki af stað boðefni syfju og svefnþarfar fyrr en langt er liðið á kvöldið og nóttina. Rökleysurnar um ágæti rangrar klukku Í umræðum um klukkustillinguna kennir gjarnan furðulegra grasa í hinum fátæklega málflutningi þeirra sem ekki þykjast skilja að klukkubrenglunin hefur raunveruleg og neikvæð áhrif á lífsgæði umtalsverðs hluta þjóðarinnar. Sumir leggja mikla áherslu á að mikilvægt sé að fjölga birtustundum eftir hefðbundinn vinnutíma og mætti af því ráða að þeim þætti ekki tiltökumál að stilla klukkuna þannig að hádegið sé jafnvel enn síðar en kl. 13.30—kannski bara að hafa hádegið sem næst kvöldmat, svo allar birtustundir yfir háveturinn séu eftir vinnutíma? Aðrir stuðningsmenn rangrar klukkustillingar segja með mikilli meðaumkun að þeir sem eru þeirrar gerðar að fara seint að sofa geti þá bara gert það, og koma eigi til móts við þá til dæmis með sveigjanlegri vinnutíma. Skynsamt fólk sér auðvitað að rökin um sveigjanleika ýta enn frekar undir málstað þeirra sem vija hafa klukkuna rétta, því þá gætu morgunhanar og útivistarhetjur einfaldlega vaknað fyrr, laumast út úr húsum sínum, mætt sérlega snemma í vinnuna og farið snemma heim til að njóta birtunnar. Samfélagstakturinn Burtséð frá öllum heimsins sveigjanleika og frelsi þá er það óumflýjanlegt í mannlegu samfélagi að stilla taktinn einhvern veginn. Skólar byrja á sama tíma fyrir alla. Sundlaugar opna og loka. Starfsmenn mæta til vinnu. Óskráðar reglur um svefnfrið þurfa að vera sameiginlegar og skiljanlegar öllum. Og þessi samfélagstaktur á Íslandi stillist að sjálfsögðu mikið meira eftir því hvað klukkan er heldur en hver staða sólar er. Og hér kemur einmitt fram eitt af fjölmörgum vandamálum við málflutning þeirra sem vilja myrkur á morgnana. Við, sem stöndum vaktina þegar hinir kvöldsvæfu eru sofandi eða í heljargreipum kvöldúlfsins, þurfum að standa við samfélagssamninginn um kvöldkyrrðina en njótum takmarkaðs skilnings á mikilvægi okkar nætursvefns á morgnana. Það er nefnilega engin virðing borin fyrir því þegar fólk klárar nætursvefninn sinn eftir klukkan hálf-átta á morgnana. Þrátt fyrir að hinir kvöldhressu eigi margir enn töluverða svefnþörf inni þá er það samfélagslega viðurkennd hegðun að hrópa milli herbergja inni á heimilum, skoppa boltum á körfuboltavöllum, brjóta upp malbik með loftpressum, hringja símum og dyrabjöllum og hafa almennt allan þann hávaða sem fylgir björtum degi. Það mun meira að segja vera tíðkað að hefja slátt á fótboltavöllum með stórvirkum vinnuvélum fyrir klukkan sjö að morgni sums staðar í bænum, þannig að óútsofið fólk hrekkur upp með andfælum og fær ekki svefnfrið. Það er alveg sama hvað sagt er. Sú hugmynd að hafa klukkuna ranga eins og nú er verður alltaf óréttlátt gagnvart þeim drjúga hluta landsmanna sem er þeirrar náttúru að vera árvökull að kvöldi en þurfa svefn á morgnana. Of snemma á fætur Það er fullsannað og óumdeilt að það er meðfæddur eðliseiginleiki að vera kvöldsvæfur eða kvöldhress. Maður ræður jafnmiklu um það eins og hvort maður er örvhentur, samkynhneigður, hávaxinn eða lesblindur. Þess vegna má segja að það sé meðvitaður kvikindisskapur að stilla gang samfélagsins þannig að það raski náttúrulegum svefntakti stórs hluta þjóðarinnar. Þeir sem ganga þreyttir um á daginn vegna klukkuskekkjunnar mega nefnilega gjarnan kenna því um að þeir hafi farið of seint að sofa kvöldið áður, en hin raunverulega skýring þykir ekki boðleg í samfélagi dugnaðardýrkunar—að alltof margir fara að sofa á hárréttum tíma en neyðast svo til að fara alltof snemma á fætur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Klukkan á Íslandi Þórlindur Kjartansson Mest lesið Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Þorpið Alina Vilhjálmsdóttir skrifar Sjá meira
Jafnvel hið dagfarsprúðasta fólk getur umturnast ef það verður fyrir því að friði þeirra er raskað að kvöldlagi þegar svefntími er genginn í garð. Meira að segja hið smávægilegasta þrusk, nánast ómerkjanlegt skrjáf í blaðsíðuflettingum eða lítilsháttar ljóstýra frá veiklulegu lesljósi getur framkallað ofsafengna reiði hjá þeim sem kvöldúlfurinn hefur náð á sitt vald. Sumt fólk—sem jafnvel hefur orð á sér fyrir lipra, fallega og geðþekka framkomu—getur orðið svo afundið, illskeytt, orðljótt og heiftúðugt á kvöldin að ótrúlegt má teljast að það geti þrifist í samfélagi við annað fólk. Sjálfur þekki ég dæmi af svona hamskiptingum, sem enginn myndi trúa að ættu sér þessar hliðar, því eftir nærandi og náðugan nætursvefn þá rís upp að morgni blíðlynd og brosmild manneskja sem er algjörlega óþekkjanleg frá ófrenjunni sem lagðist til svefns kvöldið áður. Allir, sem einhvern tímann hafa verið truflaðir á síðustu andartökunum áður en svefnhöfgin loksins slekkur á meðvitundinni og maður lognast ljúflega út af, skilja reiðina yfir því þegar kvöldkyrrðin er rofin. Það er sannarlega sælustund þegar maður nær að svífa inn í draumalandið. Þess vegna er víðast hvar borin mikil virðing fyrir því að veita fólki svefnfrið á kvöldin og álitið dónaskapur að hringja símum eða dyrabjöllum of seint, vera með háreysti á götum úti eða vinna með háværar vinnuvélar þegar kominn er hefðbundinn háttatími. Þessi tillitssemi við sofandi fólk er réttmæt og verður vonandi sífellt fleirum skiljanleg í ljósi stöðugt skýrari vísindalegra sannana á því hversu mikilvægur góður svefn er fyrir andlega og líkamlega heilsu.Kerti brennd í báða enda Í blaðinu á fimmtudag í síðustu viku fjallaði Teitur Guðmundsson læknir um bjartar nætur. Hann benti á að þrátt fyrir að Íslendingar elski fagrar og bjartar sumarnætur þá sé líklegt að skemmri svefntími á sumrin leiði til þess að margir lendi í svefnskuld sem á endanum valdi okkur vandræðum. Það dugir nefnilega ekki til lengdar að brenna kertin í báða enda, eins og afar og ömmur þessa lands hafa bent á í margar kynslóðir. Og víst er það svo að Íslendingar sofa skemur en íbúar landanna í kringum okkur. Og þá er ef til vill ekki úr vegi að velta fyrir sér, nú þegar sólin er hæst á lofti, málinu sem allir elskuðu að rífast um þegar veturinn var dimmastur; semsé—gæti verið að svefnstaðan væri skárri ef klukkan okkar og samfélagstakturinn væri í meira samræmi við gang sólarinnar? Andstæðingar réttrar klukku sátu af sér umræðuna um lagfæringu tímaskekkjunnar í vetur, líklega í þeirri von að allir myndu gleyma henni þegar sá tími kæmi að nóttin hætti að geta orðið dimm. En nú þegar dagurinn er sem allra lengstur þá erum við minnt á að mannskepnan er víst ekki alveg eins meðfærileg og skakktímasinnar vilja meina. Samkvæmt lækninum góða gerast ýmsir hlutir í líkama okkar, hvort sem okkur líkar betur eða verr og hvort sem við stillum klukkuna eftir sólarganginum eða ekki. Hormónin í líkamanum sem stjórna því hvort við erum vel vakandi eða syfjuð kunna nefnilega ekki mikið á klukku, en þeim mun meira á birtu. Á veturna verðum við fyrst og fermst vör við ranga stillingu klukkunnar vegna þess hversu marga myrka morgna við þurfum að kjlást við (munum að ef klukkan í Reykjavík væri stillt þannig að hádegi væri að jafnaði klukkan tólf en ekki 13.30, þá væru kolniðamyrkur kl. 8 að morgni 57 daga í Reykjavík en ekki 123 daga á ári eins og nú er). En á sumrin stendur glíman við það hversu margar bjartar nætur það eru þar sem líkami okkar setur ekki af stað boðefni syfju og svefnþarfar fyrr en langt er liðið á kvöldið og nóttina. Rökleysurnar um ágæti rangrar klukku Í umræðum um klukkustillinguna kennir gjarnan furðulegra grasa í hinum fátæklega málflutningi þeirra sem ekki þykjast skilja að klukkubrenglunin hefur raunveruleg og neikvæð áhrif á lífsgæði umtalsverðs hluta þjóðarinnar. Sumir leggja mikla áherslu á að mikilvægt sé að fjölga birtustundum eftir hefðbundinn vinnutíma og mætti af því ráða að þeim þætti ekki tiltökumál að stilla klukkuna þannig að hádegið sé jafnvel enn síðar en kl. 13.30—kannski bara að hafa hádegið sem næst kvöldmat, svo allar birtustundir yfir háveturinn séu eftir vinnutíma? Aðrir stuðningsmenn rangrar klukkustillingar segja með mikilli meðaumkun að þeir sem eru þeirrar gerðar að fara seint að sofa geti þá bara gert það, og koma eigi til móts við þá til dæmis með sveigjanlegri vinnutíma. Skynsamt fólk sér auðvitað að rökin um sveigjanleika ýta enn frekar undir málstað þeirra sem vija hafa klukkuna rétta, því þá gætu morgunhanar og útivistarhetjur einfaldlega vaknað fyrr, laumast út úr húsum sínum, mætt sérlega snemma í vinnuna og farið snemma heim til að njóta birtunnar. Samfélagstakturinn Burtséð frá öllum heimsins sveigjanleika og frelsi þá er það óumflýjanlegt í mannlegu samfélagi að stilla taktinn einhvern veginn. Skólar byrja á sama tíma fyrir alla. Sundlaugar opna og loka. Starfsmenn mæta til vinnu. Óskráðar reglur um svefnfrið þurfa að vera sameiginlegar og skiljanlegar öllum. Og þessi samfélagstaktur á Íslandi stillist að sjálfsögðu mikið meira eftir því hvað klukkan er heldur en hver staða sólar er. Og hér kemur einmitt fram eitt af fjölmörgum vandamálum við málflutning þeirra sem vilja myrkur á morgnana. Við, sem stöndum vaktina þegar hinir kvöldsvæfu eru sofandi eða í heljargreipum kvöldúlfsins, þurfum að standa við samfélagssamninginn um kvöldkyrrðina en njótum takmarkaðs skilnings á mikilvægi okkar nætursvefns á morgnana. Það er nefnilega engin virðing borin fyrir því þegar fólk klárar nætursvefninn sinn eftir klukkan hálf-átta á morgnana. Þrátt fyrir að hinir kvöldhressu eigi margir enn töluverða svefnþörf inni þá er það samfélagslega viðurkennd hegðun að hrópa milli herbergja inni á heimilum, skoppa boltum á körfuboltavöllum, brjóta upp malbik með loftpressum, hringja símum og dyrabjöllum og hafa almennt allan þann hávaða sem fylgir björtum degi. Það mun meira að segja vera tíðkað að hefja slátt á fótboltavöllum með stórvirkum vinnuvélum fyrir klukkan sjö að morgni sums staðar í bænum, þannig að óútsofið fólk hrekkur upp með andfælum og fær ekki svefnfrið. Það er alveg sama hvað sagt er. Sú hugmynd að hafa klukkuna ranga eins og nú er verður alltaf óréttlátt gagnvart þeim drjúga hluta landsmanna sem er þeirrar náttúru að vera árvökull að kvöldi en þurfa svefn á morgnana. Of snemma á fætur Það er fullsannað og óumdeilt að það er meðfæddur eðliseiginleiki að vera kvöldsvæfur eða kvöldhress. Maður ræður jafnmiklu um það eins og hvort maður er örvhentur, samkynhneigður, hávaxinn eða lesblindur. Þess vegna má segja að það sé meðvitaður kvikindisskapur að stilla gang samfélagsins þannig að það raski náttúrulegum svefntakti stórs hluta þjóðarinnar. Þeir sem ganga þreyttir um á daginn vegna klukkuskekkjunnar mega nefnilega gjarnan kenna því um að þeir hafi farið of seint að sofa kvöldið áður, en hin raunverulega skýring þykir ekki boðleg í samfélagi dugnaðardýrkunar—að alltof margir fara að sofa á hárréttum tíma en neyðast svo til að fara alltof snemma á fætur.
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun