Stressandi að keyra með hval í skottinu Pálmi Kormákur skrifar 21. júní 2019 06:00 Ólafur Þór Þórðarson til vinstri og Hlynur Hilmarsson. Fréttablaðið/Anton „Þetta var meira stressandi en með aðra farma sem maður hefur flutt,“ segir Hlynur Hilmarsson sem ók Litlu-Grá til Vestmannaeyja í fyrradag aðspurður hvort ekki hafi verið streituvaldandi að vera með lifandi hval í skottinu. „Ég reyndi að minnka allar grófar hreyfingar og fór mjög varlega í allar beygjur og hraðahindranir til þess að koma í veg fyrir óþarfa áreiti á hvalinn. Þegar við komumst svo á ferð urðu systurnar rólegri,“ útskýrir Hlynur. Bílstjórarnir voru ekki einir á ferðalaginu þó að hvalirnir séu frátaldir en með þeim voru menn sem fylgdust með skjá sem tengdur var við myndavél inni í tanknum. Ekki var ferðin án allra tafa, því að upp kom sambandsleysi við myndavélina sem fylgdist með Litlu-Grá og þá var ákveðið að stöðva bílana á Selfossi til að leysa vandamálið. „Við vorum búnir að keyra blint í svolitla stund og ákváðum að stoppa á Selfossi til þess að kíkja á hvalinn og koma aftur sambandi við myndavélina,“ segir Hlynur og fullyrðir að verkefnið sé það skemmtilegasta sem hann hafi tekist á við á ferli sínum sem vöruflutningabílstjóri. „Við vorum búnir að útbúa okkur vel og undirbúa verkefnið í langan tíma. Ég var búinn að vita í nokkra mánuði að ég og Ólafur yrðum fyrir valinu, við höfðum verið að hjálpa TVG-Zimsen með nokkur verkefni áður en þetta kom upp á borðið og leystum þau vel þannig að valið var ekki af handahófi,“ lýsir Hlynur sem lofar góða skipulagningu. „Þetta gekk eins og í sögu, þeir sem komu að flutningunum voru einstaklega fagmannlegir, sýndu engan hroka og stóðu mjög vel að verkefninu. Þetta hefði varla getað farið betur, þetta var mjög tímafrek en ótrúlega skemmtileg upplifun,“ segir Hlynur. Mjaldrarnir verða fluttir til Klettsvíkur eftir minnst fjórar vikur, en það gæti orðið síðar því að hvalirnir þurfa sinn aðlögunartíma. „Þær eru búnar að vera í mjög stífu prógrammi fyrir aðlögun fyrir flugið og það er ekkert víst að þær séu svo glaðar með að fara aftur í svona flutningsbúr,“ sagði Sigríður Gísladóttir, dýralæknir hjá Matvælastofnun í samtali við Fréttablaðið. „En aðstæðurnar í landlauginni eru mjög fínar og þær eiga að geta verið þar á meðan þær aðlagast og taka næstu skref,“ tók Sigríður fram. Birtist í Fréttablaðinu Mjaldrar í Eyjum Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Stoppuðu á Selfossi eftir sambandsleysi við annan hvalinn Það styttist í annan endann á löngu og ströngu ferðalagi Litlu-Hvítrar og Litlu-Grárrar frá Kína til Vestmanneyja. Hersingin er nýmætt í Landeyjarhöfn þar sem Herjólfur bíður eftir hvölunum. Ákveðið var að stoppa á Selfossi eftir að fylgdarlið hvalanna missti samband við einn þeirra. 19. júní 2019 21:45 Mjaldrasysturnar fá loðnu að éta Erfiðlega gekk að koma öðrum hvalnum yfir til Vestmannaeyja þar sem hún lagðist á hliðina. 20. júní 2019 12:30 Einstæð mynd af öðrum mjaldrinum Mjaldrarnir nú komnir í sóttkví og verða þar næstu tvo mánuði. 20. júní 2019 15:05 Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Sjá meira
„Þetta var meira stressandi en með aðra farma sem maður hefur flutt,“ segir Hlynur Hilmarsson sem ók Litlu-Grá til Vestmannaeyja í fyrradag aðspurður hvort ekki hafi verið streituvaldandi að vera með lifandi hval í skottinu. „Ég reyndi að minnka allar grófar hreyfingar og fór mjög varlega í allar beygjur og hraðahindranir til þess að koma í veg fyrir óþarfa áreiti á hvalinn. Þegar við komumst svo á ferð urðu systurnar rólegri,“ útskýrir Hlynur. Bílstjórarnir voru ekki einir á ferðalaginu þó að hvalirnir séu frátaldir en með þeim voru menn sem fylgdust með skjá sem tengdur var við myndavél inni í tanknum. Ekki var ferðin án allra tafa, því að upp kom sambandsleysi við myndavélina sem fylgdist með Litlu-Grá og þá var ákveðið að stöðva bílana á Selfossi til að leysa vandamálið. „Við vorum búnir að keyra blint í svolitla stund og ákváðum að stoppa á Selfossi til þess að kíkja á hvalinn og koma aftur sambandi við myndavélina,“ segir Hlynur og fullyrðir að verkefnið sé það skemmtilegasta sem hann hafi tekist á við á ferli sínum sem vöruflutningabílstjóri. „Við vorum búnir að útbúa okkur vel og undirbúa verkefnið í langan tíma. Ég var búinn að vita í nokkra mánuði að ég og Ólafur yrðum fyrir valinu, við höfðum verið að hjálpa TVG-Zimsen með nokkur verkefni áður en þetta kom upp á borðið og leystum þau vel þannig að valið var ekki af handahófi,“ lýsir Hlynur sem lofar góða skipulagningu. „Þetta gekk eins og í sögu, þeir sem komu að flutningunum voru einstaklega fagmannlegir, sýndu engan hroka og stóðu mjög vel að verkefninu. Þetta hefði varla getað farið betur, þetta var mjög tímafrek en ótrúlega skemmtileg upplifun,“ segir Hlynur. Mjaldrarnir verða fluttir til Klettsvíkur eftir minnst fjórar vikur, en það gæti orðið síðar því að hvalirnir þurfa sinn aðlögunartíma. „Þær eru búnar að vera í mjög stífu prógrammi fyrir aðlögun fyrir flugið og það er ekkert víst að þær séu svo glaðar með að fara aftur í svona flutningsbúr,“ sagði Sigríður Gísladóttir, dýralæknir hjá Matvælastofnun í samtali við Fréttablaðið. „En aðstæðurnar í landlauginni eru mjög fínar og þær eiga að geta verið þar á meðan þær aðlagast og taka næstu skref,“ tók Sigríður fram.
Birtist í Fréttablaðinu Mjaldrar í Eyjum Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Stoppuðu á Selfossi eftir sambandsleysi við annan hvalinn Það styttist í annan endann á löngu og ströngu ferðalagi Litlu-Hvítrar og Litlu-Grárrar frá Kína til Vestmanneyja. Hersingin er nýmætt í Landeyjarhöfn þar sem Herjólfur bíður eftir hvölunum. Ákveðið var að stoppa á Selfossi eftir að fylgdarlið hvalanna missti samband við einn þeirra. 19. júní 2019 21:45 Mjaldrasysturnar fá loðnu að éta Erfiðlega gekk að koma öðrum hvalnum yfir til Vestmannaeyja þar sem hún lagðist á hliðina. 20. júní 2019 12:30 Einstæð mynd af öðrum mjaldrinum Mjaldrarnir nú komnir í sóttkví og verða þar næstu tvo mánuði. 20. júní 2019 15:05 Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Sjá meira
Stoppuðu á Selfossi eftir sambandsleysi við annan hvalinn Það styttist í annan endann á löngu og ströngu ferðalagi Litlu-Hvítrar og Litlu-Grárrar frá Kína til Vestmanneyja. Hersingin er nýmætt í Landeyjarhöfn þar sem Herjólfur bíður eftir hvölunum. Ákveðið var að stoppa á Selfossi eftir að fylgdarlið hvalanna missti samband við einn þeirra. 19. júní 2019 21:45
Mjaldrasysturnar fá loðnu að éta Erfiðlega gekk að koma öðrum hvalnum yfir til Vestmannaeyja þar sem hún lagðist á hliðina. 20. júní 2019 12:30
Einstæð mynd af öðrum mjaldrinum Mjaldrarnir nú komnir í sóttkví og verða þar næstu tvo mánuði. 20. júní 2019 15:05