Vínveitingaleyfið í hús sólarhring áður en hátíðin hefst Elísabet Inga Sigurðardóttir og Kristín Ólafsdóttir skrifa 20. júní 2019 20:00 Tónlistarhátíðin Secret Solstice fékk vínveitingaleyfi í dag, sólarhring fyrir opnun hátíðarinnar. Tveir af helstu tónlistarmönnum helgarinnar forfölluðust en upplýsingafulltrúi hátíðarinnar segir að þrátt fyrir það gangi undirbúningur vel. Tónlistarhátíðin Secret Solstice hefst á morgun og stendur yfir alla helgina. Hundrað og tuttugu listamenn hafa boðað komu sína í Laugardalinn og reiknað er með að um tíu til tólf þúsund manns sæki hátíðina. Að sögn upplýsingafulltrúa hátíðarinnar hefur undirbúningur gengið vel, þó setti það strik í reikninginn þegar tveir af stærstu tónlistarmönnum hátíðarinnar forfölluðust. „Það er það svo sannarlega. Venjulega tekur töluvert langan tíma að semja við listamenn, það þarf að undirbúa komu þeirra og undirbúa sviðið fyrir þá. Martin Garrix datt út fyrst. Hann ökklabraut sig og þurfti að fara í aðgerð og við leystum það með Jonas Blue. Það var aðeins erfiðara þegar Rita Ora datt út í fyrradag en við redduðum því og Pusha T rappari kemur hingað á morgun. Hann er tilnefndur til Grammy-verðlauna þannig við erum bara spennt að fá hann. Þetta er ekki auðveldasta vikan á skrifstofunni, síðustu dagar,“ segir Jón Bjarni Steinsson, upplýsingafulltrúi Secret Solstice.Rita Ora mun ekki skemmta gestum á Secret Solstice. Rapparinn Pusha T helypur í skarðið.Vísir/GettyHátíðin fékk vínveitingaleyfi í dag, sólarhring fyrir hátíðina. Aðspurður hvers vegna leyfið væri svo seint að berast segir hann einfalda skýringu á því. „Það er vegna þess að lögreglan og slökkviliðið þurfti að taka allt út hérna dagana fyrir áður en hægt var að veita leyfi. Þetta hefur gengið smurt, leyfið er komið og allir sáttir,“ sagði Jón Bjarni. Borgarráð veitti jákvæða umsögn um vínveitingaleyfi Secret Solstice til 23:30 öll kvöld hátíðarinnar á fundi sínum í dag en hátíðin hafði sótt um vínveitingaleyfi til klukkan eitt eftir miðnætti umrædda daga. Þá veitti borgarráð einnig jákvæða umsögn um vínveitingaleyfi vegna hins svokallaða Secret Solstice Party sem fer fram á Hard Rock Café í Lækjargötu. Kolbrún Baldursdóttir borgarfulltrúi Flokks fólksins lagði til styttingu á vínveitingaleyfi hátíðarinnar til klukkan 23 í stað 23:30 en tillagan var felld af meirihlutanum. Í bókun vísaði Kolbrún til þess að foreldrar í hverfinu séu kvíðnir fyrir hátíðinni í ljósi neikvæðra reynslu af hátíðinni frá því í fyrra. Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna ítrekuðu í bókun sinni að hátíðin yrði haldin með breyttu sniði í ár þar sem tekið hefði verið tillit til umsagna frá m.a. foreldrafélögum í hverfinu. Frítt er inn á hátíðina fyrir tólf ára og yngri í fylgd með foreldrum. Spáð er sól í Laugardalnum á morgun og opnar svæðið klukkan 16. Áfengi og tóbak Reykjavík Secret Solstice Tengdar fréttir Rita Ora með sýkingu í brjóstholi: „Ég var svo spennt að koma til Íslands“ Söngkonan Rita Ora hefur sent frá sér tilkynningu vegna forfalla sinna á Secret Solstice tónlistarhátíðinni. 19. júní 2019 12:56 Búast við um 12 þúsund manns á Secret Solstice Meðlimir Black Eyed Peas og Robert Plant ráðgera að dvelja nokkra daga á Íslandi. 19. júní 2019 16:03 Martin Garrix ökklabrotinn og spilar ekki á Solstice í ár Hollenski plötusnúðurinn Martin Garrix mun ekki stíga á svið á tónlistarhátíðinni Secret Solstice eins og áætlað hafði verið. 10. júní 2019 21:06 Jonas Blue kemur í stað Martin Garrix á Secret Solstice Enski DJ-inn Jonas Blue mun stíga í skarðið sem ökklabrot hollenska plötusnúðarins Martin Garrix skildi eftir sig á Secret Solstice tónlistarhátíðinni sem fram fer seinna í mánuðinum. 13. júní 2019 14:27 Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Útför páfans á laugardag Erlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Innlent Fleiri fréttir Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Sjá meira
Tónlistarhátíðin Secret Solstice fékk vínveitingaleyfi í dag, sólarhring fyrir opnun hátíðarinnar. Tveir af helstu tónlistarmönnum helgarinnar forfölluðust en upplýsingafulltrúi hátíðarinnar segir að þrátt fyrir það gangi undirbúningur vel. Tónlistarhátíðin Secret Solstice hefst á morgun og stendur yfir alla helgina. Hundrað og tuttugu listamenn hafa boðað komu sína í Laugardalinn og reiknað er með að um tíu til tólf þúsund manns sæki hátíðina. Að sögn upplýsingafulltrúa hátíðarinnar hefur undirbúningur gengið vel, þó setti það strik í reikninginn þegar tveir af stærstu tónlistarmönnum hátíðarinnar forfölluðust. „Það er það svo sannarlega. Venjulega tekur töluvert langan tíma að semja við listamenn, það þarf að undirbúa komu þeirra og undirbúa sviðið fyrir þá. Martin Garrix datt út fyrst. Hann ökklabraut sig og þurfti að fara í aðgerð og við leystum það með Jonas Blue. Það var aðeins erfiðara þegar Rita Ora datt út í fyrradag en við redduðum því og Pusha T rappari kemur hingað á morgun. Hann er tilnefndur til Grammy-verðlauna þannig við erum bara spennt að fá hann. Þetta er ekki auðveldasta vikan á skrifstofunni, síðustu dagar,“ segir Jón Bjarni Steinsson, upplýsingafulltrúi Secret Solstice.Rita Ora mun ekki skemmta gestum á Secret Solstice. Rapparinn Pusha T helypur í skarðið.Vísir/GettyHátíðin fékk vínveitingaleyfi í dag, sólarhring fyrir hátíðina. Aðspurður hvers vegna leyfið væri svo seint að berast segir hann einfalda skýringu á því. „Það er vegna þess að lögreglan og slökkviliðið þurfti að taka allt út hérna dagana fyrir áður en hægt var að veita leyfi. Þetta hefur gengið smurt, leyfið er komið og allir sáttir,“ sagði Jón Bjarni. Borgarráð veitti jákvæða umsögn um vínveitingaleyfi Secret Solstice til 23:30 öll kvöld hátíðarinnar á fundi sínum í dag en hátíðin hafði sótt um vínveitingaleyfi til klukkan eitt eftir miðnætti umrædda daga. Þá veitti borgarráð einnig jákvæða umsögn um vínveitingaleyfi vegna hins svokallaða Secret Solstice Party sem fer fram á Hard Rock Café í Lækjargötu. Kolbrún Baldursdóttir borgarfulltrúi Flokks fólksins lagði til styttingu á vínveitingaleyfi hátíðarinnar til klukkan 23 í stað 23:30 en tillagan var felld af meirihlutanum. Í bókun vísaði Kolbrún til þess að foreldrar í hverfinu séu kvíðnir fyrir hátíðinni í ljósi neikvæðra reynslu af hátíðinni frá því í fyrra. Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna ítrekuðu í bókun sinni að hátíðin yrði haldin með breyttu sniði í ár þar sem tekið hefði verið tillit til umsagna frá m.a. foreldrafélögum í hverfinu. Frítt er inn á hátíðina fyrir tólf ára og yngri í fylgd með foreldrum. Spáð er sól í Laugardalnum á morgun og opnar svæðið klukkan 16.
Áfengi og tóbak Reykjavík Secret Solstice Tengdar fréttir Rita Ora með sýkingu í brjóstholi: „Ég var svo spennt að koma til Íslands“ Söngkonan Rita Ora hefur sent frá sér tilkynningu vegna forfalla sinna á Secret Solstice tónlistarhátíðinni. 19. júní 2019 12:56 Búast við um 12 þúsund manns á Secret Solstice Meðlimir Black Eyed Peas og Robert Plant ráðgera að dvelja nokkra daga á Íslandi. 19. júní 2019 16:03 Martin Garrix ökklabrotinn og spilar ekki á Solstice í ár Hollenski plötusnúðurinn Martin Garrix mun ekki stíga á svið á tónlistarhátíðinni Secret Solstice eins og áætlað hafði verið. 10. júní 2019 21:06 Jonas Blue kemur í stað Martin Garrix á Secret Solstice Enski DJ-inn Jonas Blue mun stíga í skarðið sem ökklabrot hollenska plötusnúðarins Martin Garrix skildi eftir sig á Secret Solstice tónlistarhátíðinni sem fram fer seinna í mánuðinum. 13. júní 2019 14:27 Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Útför páfans á laugardag Erlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Innlent Fleiri fréttir Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Sjá meira
Rita Ora með sýkingu í brjóstholi: „Ég var svo spennt að koma til Íslands“ Söngkonan Rita Ora hefur sent frá sér tilkynningu vegna forfalla sinna á Secret Solstice tónlistarhátíðinni. 19. júní 2019 12:56
Búast við um 12 þúsund manns á Secret Solstice Meðlimir Black Eyed Peas og Robert Plant ráðgera að dvelja nokkra daga á Íslandi. 19. júní 2019 16:03
Martin Garrix ökklabrotinn og spilar ekki á Solstice í ár Hollenski plötusnúðurinn Martin Garrix mun ekki stíga á svið á tónlistarhátíðinni Secret Solstice eins og áætlað hafði verið. 10. júní 2019 21:06
Jonas Blue kemur í stað Martin Garrix á Secret Solstice Enski DJ-inn Jonas Blue mun stíga í skarðið sem ökklabrot hollenska plötusnúðarins Martin Garrix skildi eftir sig á Secret Solstice tónlistarhátíðinni sem fram fer seinna í mánuðinum. 13. júní 2019 14:27
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent