Alþjóðadagur flóttafólks Kristín S. Hjálmtýsdóttir skrifar 20. júní 2019 08:17 Í dag, á alþjóðadegi flóttafólks, minnum við á þá skelfilegu staðreynd, að í mannkynsögunni hafa aldrei fleiri verið á flótta. Næstum 70 milljónir karla, kvenna og barna sem hafa orðið að yfirgefa heimili sitt vegna vopnaðra átaka, hamfara, ofsókna, fátæktar, hungurs eða af öðrum orsökum. Það eru fleiri heldur en íbúar Bretlandseyja. Undanfarin ár hefur þróunin verið á þann veg, að á sama tíma og tala fólks á flótta fer stöðugt hækkandi virðast ríki heimsins vera að þrengja innflytjendastefnu sína. Þessir tveir þættir, vinna bersýnilega þvert á móti hvor öðrum. Þegar horft er til loftslagsbreytinga og afleiðinga þeirra á daglegt líf fólks, er ljóst að ákveðin ríki eru í sérstaklega viðkvæmri stöðu. Oft er um að ræða ríki þar sem átök geisa eða mikil fátækt ríkir en vert er á að minna að þau ríki og þegnar þeirra eru jafnan þolendur loftslagsbreytinga en ekki gerendur. Líkt og Rauði krossinn, þá líta nú fjölmörg alþjóðleg hjálparsamtök nú til áhrifa loftslagbreytinga við gerð aðgerðaráætlana, en breytingar á hitastigi hafa oft meiri áhrif á viðkvæmum svæðum þar sem þörf var fyrir á mannúðaraðstoð. Loftslagsbreytingar eru farnar að ýta verulega undir fólksflótta meðal annars vegna uppskerubrests af völdum þurrka. Þá er skortur á fæðu ein af orsökum átaka og því hægt að sjá samhengi milli loftslagbreytinga og átaka og flótta. Stjórnvöld ríkja heimsins þurfa að taka ábyrgð og vinna saman að því að sporna gegn loftlagsbreytingum. Það er óboðlegt að það fólk, sem minnst má sín, verði verst úti vegna loftlagsbreytinga. Hafandi fæðst í einu öruggasta ríki heims, Íslandi, er erfitt að setja sig í spor þessa fólks, sem hefur þurft að yfirgefa heimalands sitt nauðugt. Í heiminum eru til landsvæði þar sem fólk hefur fæðst inn í átök og óeirðir og kynslóðir sem hafa alist upp í flóttamannabúðum. Þess vegna er skylda okkar að rétta fram hjálparhönd. Ísland ætti þannig að leggja miklu meira á vogarskálarnar til þróunar- og mannúðaraðstoðar sem miðar af því að gera fólki kleyft að dvelja í eigin heimalandi í stað þess að leggja á flótta. Að tala um fyrir friðsamlegri lausn deilumála skiptir máli. Að leggja hönd á plóg við innviðauppbyggingu fátækra ríkja dregur úr líkum á átökum og flóttamannastraumi. Það skiptir máli. Okkar framlag skiptir máli. Við á Íslandi getum verið stolt af því hve vel hefur tekist að aðlaga flóttafólk inn í samfélag okkar, en það flóttafólk sem hefur sest hér að um land allt hefur sannarlega auðgað og bætt mannlífið, lært tungumálið, menntað sig og tekið þátt í atvinnulífinu. Að veita fólki hreiður, sem það getur í friði og öryggi, vaxið og dafnað í, er ekki bara sjálfsögð aðstoð, heldur er það um leið mikil innspýting í okkar eigið samfélag. Alltaf má þó betur gera. Tökum enn betur á móti þeim sem hingað leita og stóreflum íslenska þróuar- og mannúðaraðstoð svo fólk þurfi síður að leggja á flótta. Já, okkar framlag skiptir máli. Höfundur er framkvæmdastjóri Rauða kross Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Flóttamenn Hjálparstarf Kristín S. Hjálmtýsdóttir Mest lesið Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Sjá meira
Í dag, á alþjóðadegi flóttafólks, minnum við á þá skelfilegu staðreynd, að í mannkynsögunni hafa aldrei fleiri verið á flótta. Næstum 70 milljónir karla, kvenna og barna sem hafa orðið að yfirgefa heimili sitt vegna vopnaðra átaka, hamfara, ofsókna, fátæktar, hungurs eða af öðrum orsökum. Það eru fleiri heldur en íbúar Bretlandseyja. Undanfarin ár hefur þróunin verið á þann veg, að á sama tíma og tala fólks á flótta fer stöðugt hækkandi virðast ríki heimsins vera að þrengja innflytjendastefnu sína. Þessir tveir þættir, vinna bersýnilega þvert á móti hvor öðrum. Þegar horft er til loftslagsbreytinga og afleiðinga þeirra á daglegt líf fólks, er ljóst að ákveðin ríki eru í sérstaklega viðkvæmri stöðu. Oft er um að ræða ríki þar sem átök geisa eða mikil fátækt ríkir en vert er á að minna að þau ríki og þegnar þeirra eru jafnan þolendur loftslagsbreytinga en ekki gerendur. Líkt og Rauði krossinn, þá líta nú fjölmörg alþjóðleg hjálparsamtök nú til áhrifa loftslagbreytinga við gerð aðgerðaráætlana, en breytingar á hitastigi hafa oft meiri áhrif á viðkvæmum svæðum þar sem þörf var fyrir á mannúðaraðstoð. Loftslagsbreytingar eru farnar að ýta verulega undir fólksflótta meðal annars vegna uppskerubrests af völdum þurrka. Þá er skortur á fæðu ein af orsökum átaka og því hægt að sjá samhengi milli loftslagbreytinga og átaka og flótta. Stjórnvöld ríkja heimsins þurfa að taka ábyrgð og vinna saman að því að sporna gegn loftlagsbreytingum. Það er óboðlegt að það fólk, sem minnst má sín, verði verst úti vegna loftlagsbreytinga. Hafandi fæðst í einu öruggasta ríki heims, Íslandi, er erfitt að setja sig í spor þessa fólks, sem hefur þurft að yfirgefa heimalands sitt nauðugt. Í heiminum eru til landsvæði þar sem fólk hefur fæðst inn í átök og óeirðir og kynslóðir sem hafa alist upp í flóttamannabúðum. Þess vegna er skylda okkar að rétta fram hjálparhönd. Ísland ætti þannig að leggja miklu meira á vogarskálarnar til þróunar- og mannúðaraðstoðar sem miðar af því að gera fólki kleyft að dvelja í eigin heimalandi í stað þess að leggja á flótta. Að tala um fyrir friðsamlegri lausn deilumála skiptir máli. Að leggja hönd á plóg við innviðauppbyggingu fátækra ríkja dregur úr líkum á átökum og flóttamannastraumi. Það skiptir máli. Okkar framlag skiptir máli. Við á Íslandi getum verið stolt af því hve vel hefur tekist að aðlaga flóttafólk inn í samfélag okkar, en það flóttafólk sem hefur sest hér að um land allt hefur sannarlega auðgað og bætt mannlífið, lært tungumálið, menntað sig og tekið þátt í atvinnulífinu. Að veita fólki hreiður, sem það getur í friði og öryggi, vaxið og dafnað í, er ekki bara sjálfsögð aðstoð, heldur er það um leið mikil innspýting í okkar eigið samfélag. Alltaf má þó betur gera. Tökum enn betur á móti þeim sem hingað leita og stóreflum íslenska þróuar- og mannúðaraðstoð svo fólk þurfi síður að leggja á flótta. Já, okkar framlag skiptir máli. Höfundur er framkvæmdastjóri Rauða kross Íslands.
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun