Alþjóðadagur flóttafólks Kristín S. Hjálmtýsdóttir skrifar 20. júní 2019 08:17 Í dag, á alþjóðadegi flóttafólks, minnum við á þá skelfilegu staðreynd, að í mannkynsögunni hafa aldrei fleiri verið á flótta. Næstum 70 milljónir karla, kvenna og barna sem hafa orðið að yfirgefa heimili sitt vegna vopnaðra átaka, hamfara, ofsókna, fátæktar, hungurs eða af öðrum orsökum. Það eru fleiri heldur en íbúar Bretlandseyja. Undanfarin ár hefur þróunin verið á þann veg, að á sama tíma og tala fólks á flótta fer stöðugt hækkandi virðast ríki heimsins vera að þrengja innflytjendastefnu sína. Þessir tveir þættir, vinna bersýnilega þvert á móti hvor öðrum. Þegar horft er til loftslagsbreytinga og afleiðinga þeirra á daglegt líf fólks, er ljóst að ákveðin ríki eru í sérstaklega viðkvæmri stöðu. Oft er um að ræða ríki þar sem átök geisa eða mikil fátækt ríkir en vert er á að minna að þau ríki og þegnar þeirra eru jafnan þolendur loftslagsbreytinga en ekki gerendur. Líkt og Rauði krossinn, þá líta nú fjölmörg alþjóðleg hjálparsamtök nú til áhrifa loftslagbreytinga við gerð aðgerðaráætlana, en breytingar á hitastigi hafa oft meiri áhrif á viðkvæmum svæðum þar sem þörf var fyrir á mannúðaraðstoð. Loftslagsbreytingar eru farnar að ýta verulega undir fólksflótta meðal annars vegna uppskerubrests af völdum þurrka. Þá er skortur á fæðu ein af orsökum átaka og því hægt að sjá samhengi milli loftslagbreytinga og átaka og flótta. Stjórnvöld ríkja heimsins þurfa að taka ábyrgð og vinna saman að því að sporna gegn loftlagsbreytingum. Það er óboðlegt að það fólk, sem minnst má sín, verði verst úti vegna loftlagsbreytinga. Hafandi fæðst í einu öruggasta ríki heims, Íslandi, er erfitt að setja sig í spor þessa fólks, sem hefur þurft að yfirgefa heimalands sitt nauðugt. Í heiminum eru til landsvæði þar sem fólk hefur fæðst inn í átök og óeirðir og kynslóðir sem hafa alist upp í flóttamannabúðum. Þess vegna er skylda okkar að rétta fram hjálparhönd. Ísland ætti þannig að leggja miklu meira á vogarskálarnar til þróunar- og mannúðaraðstoðar sem miðar af því að gera fólki kleyft að dvelja í eigin heimalandi í stað þess að leggja á flótta. Að tala um fyrir friðsamlegri lausn deilumála skiptir máli. Að leggja hönd á plóg við innviðauppbyggingu fátækra ríkja dregur úr líkum á átökum og flóttamannastraumi. Það skiptir máli. Okkar framlag skiptir máli. Við á Íslandi getum verið stolt af því hve vel hefur tekist að aðlaga flóttafólk inn í samfélag okkar, en það flóttafólk sem hefur sest hér að um land allt hefur sannarlega auðgað og bætt mannlífið, lært tungumálið, menntað sig og tekið þátt í atvinnulífinu. Að veita fólki hreiður, sem það getur í friði og öryggi, vaxið og dafnað í, er ekki bara sjálfsögð aðstoð, heldur er það um leið mikil innspýting í okkar eigið samfélag. Alltaf má þó betur gera. Tökum enn betur á móti þeim sem hingað leita og stóreflum íslenska þróuar- og mannúðaraðstoð svo fólk þurfi síður að leggja á flótta. Já, okkar framlag skiptir máli. Höfundur er framkvæmdastjóri Rauða kross Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Flóttamenn Hjálparstarf Kristín S. Hjálmtýsdóttir Mest lesið Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Rétt tímasetning skiptir öllu máli Ole Anton Bieltvedt Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Sjálfræðissvipting þjóðar Ægir Örn Arnarson Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heimur hins sterka og óvissan framundan Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Viðhorf Leifur Helgi Konráðsson skrifar Skoðun Emma Lazarus og Frelsisstyttan Atli Harðarson skrifar Skoðun Rétt tímasetning skiptir öllu máli Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Sjálfræðissvipting þjóðar Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Sjá meira
Í dag, á alþjóðadegi flóttafólks, minnum við á þá skelfilegu staðreynd, að í mannkynsögunni hafa aldrei fleiri verið á flótta. Næstum 70 milljónir karla, kvenna og barna sem hafa orðið að yfirgefa heimili sitt vegna vopnaðra átaka, hamfara, ofsókna, fátæktar, hungurs eða af öðrum orsökum. Það eru fleiri heldur en íbúar Bretlandseyja. Undanfarin ár hefur þróunin verið á þann veg, að á sama tíma og tala fólks á flótta fer stöðugt hækkandi virðast ríki heimsins vera að þrengja innflytjendastefnu sína. Þessir tveir þættir, vinna bersýnilega þvert á móti hvor öðrum. Þegar horft er til loftslagsbreytinga og afleiðinga þeirra á daglegt líf fólks, er ljóst að ákveðin ríki eru í sérstaklega viðkvæmri stöðu. Oft er um að ræða ríki þar sem átök geisa eða mikil fátækt ríkir en vert er á að minna að þau ríki og þegnar þeirra eru jafnan þolendur loftslagsbreytinga en ekki gerendur. Líkt og Rauði krossinn, þá líta nú fjölmörg alþjóðleg hjálparsamtök nú til áhrifa loftslagbreytinga við gerð aðgerðaráætlana, en breytingar á hitastigi hafa oft meiri áhrif á viðkvæmum svæðum þar sem þörf var fyrir á mannúðaraðstoð. Loftslagsbreytingar eru farnar að ýta verulega undir fólksflótta meðal annars vegna uppskerubrests af völdum þurrka. Þá er skortur á fæðu ein af orsökum átaka og því hægt að sjá samhengi milli loftslagbreytinga og átaka og flótta. Stjórnvöld ríkja heimsins þurfa að taka ábyrgð og vinna saman að því að sporna gegn loftlagsbreytingum. Það er óboðlegt að það fólk, sem minnst má sín, verði verst úti vegna loftlagsbreytinga. Hafandi fæðst í einu öruggasta ríki heims, Íslandi, er erfitt að setja sig í spor þessa fólks, sem hefur þurft að yfirgefa heimalands sitt nauðugt. Í heiminum eru til landsvæði þar sem fólk hefur fæðst inn í átök og óeirðir og kynslóðir sem hafa alist upp í flóttamannabúðum. Þess vegna er skylda okkar að rétta fram hjálparhönd. Ísland ætti þannig að leggja miklu meira á vogarskálarnar til þróunar- og mannúðaraðstoðar sem miðar af því að gera fólki kleyft að dvelja í eigin heimalandi í stað þess að leggja á flótta. Að tala um fyrir friðsamlegri lausn deilumála skiptir máli. Að leggja hönd á plóg við innviðauppbyggingu fátækra ríkja dregur úr líkum á átökum og flóttamannastraumi. Það skiptir máli. Okkar framlag skiptir máli. Við á Íslandi getum verið stolt af því hve vel hefur tekist að aðlaga flóttafólk inn í samfélag okkar, en það flóttafólk sem hefur sest hér að um land allt hefur sannarlega auðgað og bætt mannlífið, lært tungumálið, menntað sig og tekið þátt í atvinnulífinu. Að veita fólki hreiður, sem það getur í friði og öryggi, vaxið og dafnað í, er ekki bara sjálfsögð aðstoð, heldur er það um leið mikil innspýting í okkar eigið samfélag. Alltaf má þó betur gera. Tökum enn betur á móti þeim sem hingað leita og stóreflum íslenska þróuar- og mannúðaraðstoð svo fólk þurfi síður að leggja á flótta. Já, okkar framlag skiptir máli. Höfundur er framkvæmdastjóri Rauða kross Íslands.
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson Skoðun
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar
Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar
Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson Skoðun