Minnkum kolefnissporin Teitur Guðmundsson skrifar 20. júní 2019 07:00 Alþjóðabankinn hefur sagt að kolefnisfótspor heilbrigðiskerfa heimsins sé umtalsvert og áætlar að 5% af heildar kolefnislosun á heimsvísu komi frá heilbrigðiskerfum. Þá er verið að reikna með öllum þáttum starfsemi sem er auðvitað mjög umfangsmikil. Til dæmis má geta þess að í Evrópu einni eru 15.000 spítalar sem nýta auðvitað talsvert rafmagn í upphitun, loftkælingu, lýsingu og þannig mætti áfram telja sem á fæstum stöðum fæst með vatns- eða háhitaorku. Til samanburðar má nefna tölur sem koma frá flutningum hvers konar, en þar er átt við bílaumferð, flug, skip, lestir og annað slíkt en allt að fjórðungur allrar kolefnislosunar á heimsvísu er talinn stafa þaðan. Þannig má segja að heilbrigðiskerfin séu einnig mjög stór þáttur losunar og mjög mikilvægt að skoða með hvaða hætti þau gætu dregið úr fótspori sínu. Nú er það auðvitað svo að Ísland stendur sérlega vel þegar kemur að mörgum þeirra þátta sem horft er til í þessu samhengi. Þróunarverkefni Sameinuðu þjóðanna (UNDP) í samvinnu við Healthcare without Harm (HCWH) byrjuðu verkefni árið 2018 sem kallast SHiPP eða Sustainable Health in Procurement Project sem hefur það að markmiði næstu fjögur árin að skoða sérstaklega innkaup í heilbrigðiskerfum, draga úr mengun, eiturefnum í vörum sem notaðar eru í heilsugeiranum og kolefnislosun vegna flutninga og fleira. Þar er fyrst og fremst verið að horfa til ríkja í Afríku, Austur-Evrópu, Kína og Brasilíu auk annarra og stefnt að útvíkkun fyrirkomulags. Hið margumtalaða Parísarsamkomulag tengist þessu einnig sem og reglugerðarammi og leiðbeiningar Evrópusambandsins um opinber innkaup sem dæmi. Þá eru gefnar leiðbeiningar fyrir stjórnvöld og stofnanir um það hvernig þau geti hagað sínum innkaupum með ábyrgum hætti hvað snertir kolefnislosun. Landspítali hefur til dæmis allt frá árinu 2012 haft nálgun á innkaup og samgöngur sem tekur mið af þessum áherslum. Tveir stærstu þættirnir þar hafa verið notkun í tengslum við aðgerðir og svæfingargas, sem og samgöngusáttmáli um að ýta undir almenningssamgöngur á stærsta vinnustað landsins. En ekki bara það heldur einnig horft til þess að draga úr plastnotkun, breyta mötuneyti sínu og umbúðum, draga úr matarsóun og heldur breyta afgangi í lífrænan úrgang og þannig mætti lengi telja. Leiðbeiningar þær sem ég vísa til frá HCWH taka á nokkrum þáttum varðandi innkaup sérstaklega, í fyrsta lagi að gera mælingar á kolefnislosun í innkaupaferlum stofnana, gera ferla og vörukaup aðgengilegri á netinu til auðvelda samanburð, setja upp gæðastaðla, nýta svokallað life-cycle costing til að meta seljendur vara, ýta undir nýsköpun í heimalandi/heimasvæði, þjálfa og endurmennta starfsfólk í nálgun á innkaup með þessum hætti. Samræma útboð á búnaði, lyfjum og þjónustu með því að sameina margar stofnanir eða þjóðir sem kaupendur og þannig ná niður verðum og stuðla að hagkvæmni og réttu hugarfari, deila góðum hugmyndum og reynslu. Margt af þessu gerum við nú þegar á Ísandi en betur má ef duga skal. Kolefnisfótspor heilbrigðisþjónustu á Íslandi er eflaust minna en víða annars staðar en það má alltaf gera betur.Höfundur er læknir Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Loftslagsmál Teitur Guðmundsson Mest lesið „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Sterkara flutningskerfi tryggir öruggara rafmagn fyrir heimili og atvinnulíf Fida Abu Libdeh Skoðun Missum ekki af orkuskiptalestinni Tómas Þór Þórðarson Skoðun Ert þú með geðsjúkdóm? Mjög líklega... Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Fimm ástæður fyrir að vextirnir eru á réttri leið Konráð S. Guðjónsson Skoðun Er rökvilla að ganga? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Fastur heimilislæknir sem þekkir þig Kristrún Frostadóttir Skoðun Sérhagsmunagæsla Sjálfstæðisflokks, Framsóknar, VG og Miðflokks dæmd ólögleg Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison Skoðun Heimurinn er galopinn frá Norðurlandi eystra Sæunn Gísladóttir Skoðun Skoðun Skoðun Með háskólapróf til að snýta og skeina? Hildur Sólmundsdóttir skrifar Skoðun Hérna eru aukalega 6000 íbúðir. Veskú Ævar Rafn Hafþórsson skrifar Skoðun Staðreyndir um jafnlaunavottun Bryndís Elfa Valdemarsdóttir ,Jón Fannar Kolbeinsson skrifar Skoðun Af hverju að gefa sósíalistum séns? Ólafur H. Ólafsson skrifar Skoðun Er aðgangur að sérfræðiþjónustu jafnaður óháð búsetu? Hildigunnur Svavarsdóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldisaðilar hætti að slá ryki í augu fólks! Erlendur Steinar Friðriksson,Jóhannes Sturlaugsson,Einar Jónsson,Tumi Tómasson skrifar Skoðun Var eitthvað sérstakt við búvörulögin? Stjórnskipunarkrísa? Jón Jónsson skrifar Skoðun Fastur heimilislæknir sem þekkir þig Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Fiskmarkaðir Kári Jónsson skrifar Skoðun Skaðaminnkun bjargar mannslífum Jónína Guðný Bogadóttir skrifar Skoðun Austurland í gíslingu..? Eiður Ragnarsson skrifar Skoðun Rís upp unga Ísland! Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kennarar á krossgötum Karen Dögg Úlfarsdóttir Braun skrifar Skoðun Viljum við góð lífsgæði á Íslandi? Ingibergur Valgarðsson skrifar Skoðun Hvar eru frambjóðendurnir? Jóhann G. Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkara flutningskerfi tryggir öruggara rafmagn fyrir heimili og atvinnulíf Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Heima er best? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Heimurinn er galopinn frá Norðurlandi eystra Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Er rökvilla að ganga? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Fimm ástæður fyrir að vextirnir eru á réttri leið Konráð S. Guðjónsson skrifar Skoðun Forðast að tala um meginstefnuna Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Missum ekki af orkuskiptalestinni Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Sérhagsmunagæsla Sjálfstæðisflokks, Framsóknar, VG og Miðflokks dæmd ólögleg Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Umbreyting á einni nóttu – Þegar öryrki verður að ellilífeyrisþega Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins er tilbúinn í ríkisstjórn! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Vegurinn heim María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Vinnum gullið án klósettpappírs Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn vill afnema skyldu til jafnlaunavottunar! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd á ekki að vera leikhús Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Lítið að frétta í lífi án frétta á landsbyggðunum Skúli Bragi Geirdal skrifar Sjá meira
Alþjóðabankinn hefur sagt að kolefnisfótspor heilbrigðiskerfa heimsins sé umtalsvert og áætlar að 5% af heildar kolefnislosun á heimsvísu komi frá heilbrigðiskerfum. Þá er verið að reikna með öllum þáttum starfsemi sem er auðvitað mjög umfangsmikil. Til dæmis má geta þess að í Evrópu einni eru 15.000 spítalar sem nýta auðvitað talsvert rafmagn í upphitun, loftkælingu, lýsingu og þannig mætti áfram telja sem á fæstum stöðum fæst með vatns- eða háhitaorku. Til samanburðar má nefna tölur sem koma frá flutningum hvers konar, en þar er átt við bílaumferð, flug, skip, lestir og annað slíkt en allt að fjórðungur allrar kolefnislosunar á heimsvísu er talinn stafa þaðan. Þannig má segja að heilbrigðiskerfin séu einnig mjög stór þáttur losunar og mjög mikilvægt að skoða með hvaða hætti þau gætu dregið úr fótspori sínu. Nú er það auðvitað svo að Ísland stendur sérlega vel þegar kemur að mörgum þeirra þátta sem horft er til í þessu samhengi. Þróunarverkefni Sameinuðu þjóðanna (UNDP) í samvinnu við Healthcare without Harm (HCWH) byrjuðu verkefni árið 2018 sem kallast SHiPP eða Sustainable Health in Procurement Project sem hefur það að markmiði næstu fjögur árin að skoða sérstaklega innkaup í heilbrigðiskerfum, draga úr mengun, eiturefnum í vörum sem notaðar eru í heilsugeiranum og kolefnislosun vegna flutninga og fleira. Þar er fyrst og fremst verið að horfa til ríkja í Afríku, Austur-Evrópu, Kína og Brasilíu auk annarra og stefnt að útvíkkun fyrirkomulags. Hið margumtalaða Parísarsamkomulag tengist þessu einnig sem og reglugerðarammi og leiðbeiningar Evrópusambandsins um opinber innkaup sem dæmi. Þá eru gefnar leiðbeiningar fyrir stjórnvöld og stofnanir um það hvernig þau geti hagað sínum innkaupum með ábyrgum hætti hvað snertir kolefnislosun. Landspítali hefur til dæmis allt frá árinu 2012 haft nálgun á innkaup og samgöngur sem tekur mið af þessum áherslum. Tveir stærstu þættirnir þar hafa verið notkun í tengslum við aðgerðir og svæfingargas, sem og samgöngusáttmáli um að ýta undir almenningssamgöngur á stærsta vinnustað landsins. En ekki bara það heldur einnig horft til þess að draga úr plastnotkun, breyta mötuneyti sínu og umbúðum, draga úr matarsóun og heldur breyta afgangi í lífrænan úrgang og þannig mætti lengi telja. Leiðbeiningar þær sem ég vísa til frá HCWH taka á nokkrum þáttum varðandi innkaup sérstaklega, í fyrsta lagi að gera mælingar á kolefnislosun í innkaupaferlum stofnana, gera ferla og vörukaup aðgengilegri á netinu til auðvelda samanburð, setja upp gæðastaðla, nýta svokallað life-cycle costing til að meta seljendur vara, ýta undir nýsköpun í heimalandi/heimasvæði, þjálfa og endurmennta starfsfólk í nálgun á innkaup með þessum hætti. Samræma útboð á búnaði, lyfjum og þjónustu með því að sameina margar stofnanir eða þjóðir sem kaupendur og þannig ná niður verðum og stuðla að hagkvæmni og réttu hugarfari, deila góðum hugmyndum og reynslu. Margt af þessu gerum við nú þegar á Ísandi en betur má ef duga skal. Kolefnisfótspor heilbrigðisþjónustu á Íslandi er eflaust minna en víða annars staðar en það má alltaf gera betur.Höfundur er læknir
Sterkara flutningskerfi tryggir öruggara rafmagn fyrir heimili og atvinnulíf Fida Abu Libdeh Skoðun
Sérhagsmunagæsla Sjálfstæðisflokks, Framsóknar, VG og Miðflokks dæmd ólögleg Hanna Katrín Friðriksson Skoðun
Skoðun Staðreyndir um jafnlaunavottun Bryndís Elfa Valdemarsdóttir ,Jón Fannar Kolbeinsson skrifar
Skoðun Sjókvíaeldisaðilar hætti að slá ryki í augu fólks! Erlendur Steinar Friðriksson,Jóhannes Sturlaugsson,Einar Jónsson,Tumi Tómasson skrifar
Skoðun Sterkara flutningskerfi tryggir öruggara rafmagn fyrir heimili og atvinnulíf Fida Abu Libdeh skrifar
Skoðun Sérhagsmunagæsla Sjálfstæðisflokks, Framsóknar, VG og Miðflokks dæmd ólögleg Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Umbreyting á einni nóttu – Þegar öryrki verður að ellilífeyrisþega Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn vill afnema skyldu til jafnlaunavottunar! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Sterkara flutningskerfi tryggir öruggara rafmagn fyrir heimili og atvinnulíf Fida Abu Libdeh Skoðun
Sérhagsmunagæsla Sjálfstæðisflokks, Framsóknar, VG og Miðflokks dæmd ólögleg Hanna Katrín Friðriksson Skoðun