Notaði brennivínið til að halda sér gangandi Andri Eysteinsson skrifar 30. júní 2019 16:34 Ingólfur Þórarinsson var gestur Kjartans Atla í Íslandi í dag. Tónlistarmanninn og Sunnlendinginn Ingólf Þórarinsson þekkja flestir og þá helst undir nafninu Ingó veðurguð. Ingó gerði garðinn frægan með hljómsveit sinni Veðurguðunum, spilaði fótbolta í efstu deild með Selfoss og hefur nú séð um brekkusönginn á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum frá árinu 2013. Fyrir rúmu ári síðan varð vendipunktur í lífi Ingólfs þegar hann ákvað að setja tappann í flöskuna og hætta að drekka. Kjartan Atli Kjartansson úr Íslandi í dag hitti Ingó og ræddi við hann um stóru málin.Yfirspenntur í brekkusöngnum 2013 Ingólfur tók við brekkusöngnum af Alþingismanninum Árna Johnsen árið 2013 og hefur séð um hann síðan. Nú er rúmur mánuður til stefnu til næsta Brekkusöngs en Ingó segir að hann hafi tekið því sem miklu hrósi þegar haft var samband við hann fyrir Þjóðhátíð 2013 og hann beðinn um að taka við. „Ég man hvar ég var þegar þeir hringdu, ég var í sunnudagssteikinni heima hjá mömmu og pabba á Selfossi. Þetta var smá stressandi en líka hrós í leiðinni að vera beðinn um að stýra þessu,“ segir Ingó og segist hafa verið yfirspenntur þegar hann stýrði brekkunni í fyrsta sinn og spilaði af þeim sökum allt of hratt. Þá segir Ingó að fólk átti sig ekki á því að hann geti ekki notið stemmningunnar í brekkunni, því hljóðið sé svo lengi að berast til baka. Því setjist hann niður að Þjóðhátíð lokinni, finni upptöku frá brekkusöngnum og leggi við hlustir.Hér að neðan má sjá Brekkusönginn 2013, frumraun Ingólfs, í heild sinni.Tón- og fótboltaelskir bræður Ingó og bróðir hans, atvinnu- og landsliðsmaðurinn í fótbolta Guðmundur Þórarinsson eiga margt sameiginlegt en auk þess að vera Þórarinssynir og hafa haft mikla hæfileika í knattspyrnunni eru þeir báðir mjög tónelskir og tók Guðmundur til að mynda þátt í Söngvakeppni Sjónvarpsins í ár. Þá hafa þeir bræður nýlega gefið út sumarsmellinn Sumargleðina ásamt læknanemanum og plötusnúðnum Doctor Victor. Ingó talar vel um bróður sinn og segir að í æsku hafi Guðmundur, sem er sex árum yngri en Ingólfur alltaf verið með Ingólfi og vinum hans, spilað með þeim fótbolta og ekkert gefið eftir. Um ástæðurnar að baki tónlistarhæfileikum bræðranna segir Ingó: „ Ég held það sé með marga sem hneigjast að tónlist að þeir svona þurfa þetta. Þetta kemur í staðin fyrir eitthvað hjá mörgum, einhverskonar fix.“Ingó varð heimsþekktur á Íslandi með laginu Bahama með Veðurguðunum.Full hreinskilinn á „brennivínstímabilinu“ Ingó segir að þegar á „brennivínstímabili“ hans stóð hafi hann á köflum verið full hreinskilinn. „Það kom manni í smá vandræði, það var engin bremsa. Mér fannst ég alltaf vera að segja sannleikann en oft má satt kyrrt liggja,“ segir Ingólfur. Ingó hætti að drekka fyrir ári síðan en hann segir lífsstílinn hafa haft áhrif á gæði frammistöðu hans á tónleikum. „Þetta voru aldrei 2-3, svona 20-30 frekar, á hverju kvöldi og haldið áfram. Svo var maður bara orðinn bensínlaus í tónlistarbransanum. Hvort sem að áfengið hafi valdið því eða að ég hafi bara keyrt mig út og hafi notað brennivínið til að halda mér gangandi,“ segir Ingólfur sem segist finna fyrir því að giggin gangi miklu betur eftir að hann hætti að drekka. „Fólk skynjar að þegar listamaðurinn er virkilega að leggja sig fram, þá virðir það listamanninn meira,“ segir Ingó og bætir við að lífsstíll sem þessi virki kannski þegar maður sé rokkstjarna í Bandaríkjunum en ekki hjá tónlistarmönnum sem mæta og trylla lýðinn í fertugsafmælum landsins.Sjá má innslagið úr Íslandi í dag í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Ísland í dag Mest lesið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Lífið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Chili Con Carne er hinn fullkomni haustréttur Matur Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Sjá meira
Tónlistarmanninn og Sunnlendinginn Ingólf Þórarinsson þekkja flestir og þá helst undir nafninu Ingó veðurguð. Ingó gerði garðinn frægan með hljómsveit sinni Veðurguðunum, spilaði fótbolta í efstu deild með Selfoss og hefur nú séð um brekkusönginn á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum frá árinu 2013. Fyrir rúmu ári síðan varð vendipunktur í lífi Ingólfs þegar hann ákvað að setja tappann í flöskuna og hætta að drekka. Kjartan Atli Kjartansson úr Íslandi í dag hitti Ingó og ræddi við hann um stóru málin.Yfirspenntur í brekkusöngnum 2013 Ingólfur tók við brekkusöngnum af Alþingismanninum Árna Johnsen árið 2013 og hefur séð um hann síðan. Nú er rúmur mánuður til stefnu til næsta Brekkusöngs en Ingó segir að hann hafi tekið því sem miklu hrósi þegar haft var samband við hann fyrir Þjóðhátíð 2013 og hann beðinn um að taka við. „Ég man hvar ég var þegar þeir hringdu, ég var í sunnudagssteikinni heima hjá mömmu og pabba á Selfossi. Þetta var smá stressandi en líka hrós í leiðinni að vera beðinn um að stýra þessu,“ segir Ingó og segist hafa verið yfirspenntur þegar hann stýrði brekkunni í fyrsta sinn og spilaði af þeim sökum allt of hratt. Þá segir Ingó að fólk átti sig ekki á því að hann geti ekki notið stemmningunnar í brekkunni, því hljóðið sé svo lengi að berast til baka. Því setjist hann niður að Þjóðhátíð lokinni, finni upptöku frá brekkusöngnum og leggi við hlustir.Hér að neðan má sjá Brekkusönginn 2013, frumraun Ingólfs, í heild sinni.Tón- og fótboltaelskir bræður Ingó og bróðir hans, atvinnu- og landsliðsmaðurinn í fótbolta Guðmundur Þórarinsson eiga margt sameiginlegt en auk þess að vera Þórarinssynir og hafa haft mikla hæfileika í knattspyrnunni eru þeir báðir mjög tónelskir og tók Guðmundur til að mynda þátt í Söngvakeppni Sjónvarpsins í ár. Þá hafa þeir bræður nýlega gefið út sumarsmellinn Sumargleðina ásamt læknanemanum og plötusnúðnum Doctor Victor. Ingó talar vel um bróður sinn og segir að í æsku hafi Guðmundur, sem er sex árum yngri en Ingólfur alltaf verið með Ingólfi og vinum hans, spilað með þeim fótbolta og ekkert gefið eftir. Um ástæðurnar að baki tónlistarhæfileikum bræðranna segir Ingó: „ Ég held það sé með marga sem hneigjast að tónlist að þeir svona þurfa þetta. Þetta kemur í staðin fyrir eitthvað hjá mörgum, einhverskonar fix.“Ingó varð heimsþekktur á Íslandi með laginu Bahama með Veðurguðunum.Full hreinskilinn á „brennivínstímabilinu“ Ingó segir að þegar á „brennivínstímabili“ hans stóð hafi hann á köflum verið full hreinskilinn. „Það kom manni í smá vandræði, það var engin bremsa. Mér fannst ég alltaf vera að segja sannleikann en oft má satt kyrrt liggja,“ segir Ingólfur. Ingó hætti að drekka fyrir ári síðan en hann segir lífsstílinn hafa haft áhrif á gæði frammistöðu hans á tónleikum. „Þetta voru aldrei 2-3, svona 20-30 frekar, á hverju kvöldi og haldið áfram. Svo var maður bara orðinn bensínlaus í tónlistarbransanum. Hvort sem að áfengið hafi valdið því eða að ég hafi bara keyrt mig út og hafi notað brennivínið til að halda mér gangandi,“ segir Ingólfur sem segist finna fyrir því að giggin gangi miklu betur eftir að hann hætti að drekka. „Fólk skynjar að þegar listamaðurinn er virkilega að leggja sig fram, þá virðir það listamanninn meira,“ segir Ingó og bætir við að lífsstíll sem þessi virki kannski þegar maður sé rokkstjarna í Bandaríkjunum en ekki hjá tónlistarmönnum sem mæta og trylla lýðinn í fertugsafmælum landsins.Sjá má innslagið úr Íslandi í dag í heild sinni í spilaranum hér að neðan.
Ísland í dag Mest lesið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Lífið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Chili Con Carne er hinn fullkomni haustréttur Matur Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Sjá meira