Lést nokkrum vikum eftir nefndarfundinn með Jon Stewart Sylvía Hall skrifar 30. júní 2019 09:19 Luis Alvarez og Jon Stewart komu fyrir nefnd þar sem frekari fjárveiting til sjóðs fyrir fyrstu viðbragðsaðila 9/11 var rædd. Vísir/Getty Luis Alvarez var einn þeirra viðbragðsaðila sem voru fyrstir á vettvang eftir hryðjuverkaárásirnar á Tvíburaturnana í New York þann 11. september árið 2001. Hann lést í gær aðeins 53 ára að aldri eftir baráttu við krabbamein sem er talið tengjast eitraðri blöndu ryks, ösku og braks sem hann og aðrir viðbragðsaðilar komust í snertingu við á meðan björgunarstörfum stóð. Alvarez kom fram á nefndarfundi fyrr í mánuðinum þar sem átti að ræða frekari fjárveitingu til sjóðs sem greiðir fyrir heilbrigðisþjónustu fyrir viðbragðsaðila. Fundurinn vakti miklar athygli fyrir þær sakir að grínistinn og fyrrum þáttastjórnandinn Jon Stewart var einn þeirra sem kom fram fyrir hönd viðbragðsaðilana og gagnrýndi þingmenn harðlega.Sjá einnig: Grátbólginn Jon Stewart las þingmönnum pistilinn Fjölskylda Alvarez tilkynnti um andlát hans í Facebook-færslu á laugardag. Þau sögðu hann hafa tekið örlög sín í sátt með það í huga að hann hefði snert við mörgum þegar hann deildi sögu sinni. Hann hafði lagt ýmislegt á sig til þess að vekja athygli á málstaðnum en stuttu eftir að hann kom fyrir nefndina tilkynntu læknar honum að lifrin hans væri hætt að starfa og hann var lagður inn á spítala. „Nú er ég að hvílast og er friðsæll. Ég mun halda áfram að berjast þar til Guð góður ákveður að minn tími sé kominn. Ég mun reyna að fara í nokkur viðtöl til viðbótar til þess að halda athyglinni á baráttu okkar fyrir bótunum sem við eigum réttilega skilið. Vinsamlegast farið vel með ykkur sjálf og hvort annað,“ skrifaði Alvarez í Facebook-færslu þann 19. júní. Andlát Bandaríkin Tengdar fréttir Skilur ekki af hverju Jon Stewart er „svona pirraður“ Mitch McConnell, leiðtogi repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings segist ekki skilja af hverju Jon Stewart sé "svona pirraður“ út í hann. Stewart hefur baunað á McConnell vegna fjármögnunar heilsugæslusjóðs fyrir viðbragðsaðila í eftirköstum hryðjuverkaárásanna 11. september 2001. 17. júní 2019 21:08 Grátbólginn Jon Stewart las þingmönnum pistilinn Bandaríski háðfuglinn Jon Stewart var ekki að grínast í gær þegar hann las þingmönnum pistilinn vegna áhugaleysis þeirra í garð þeirra viðbragsaðila sem veikst hafa alvarlega eftir að hafa komist í snertingu við eitraða blöndu ryks, ösku og braks við björgunar- eða hreinsunarstörf eftir að Tvíburaturnarnir í New York hrundi til grunna 11. september 2001. 12. júní 2019 14:20 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Segir ÍR að slökkva á skiltinu Innlent Fleiri fréttir „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Sjá meira
Luis Alvarez var einn þeirra viðbragðsaðila sem voru fyrstir á vettvang eftir hryðjuverkaárásirnar á Tvíburaturnana í New York þann 11. september árið 2001. Hann lést í gær aðeins 53 ára að aldri eftir baráttu við krabbamein sem er talið tengjast eitraðri blöndu ryks, ösku og braks sem hann og aðrir viðbragðsaðilar komust í snertingu við á meðan björgunarstörfum stóð. Alvarez kom fram á nefndarfundi fyrr í mánuðinum þar sem átti að ræða frekari fjárveitingu til sjóðs sem greiðir fyrir heilbrigðisþjónustu fyrir viðbragðsaðila. Fundurinn vakti miklar athygli fyrir þær sakir að grínistinn og fyrrum þáttastjórnandinn Jon Stewart var einn þeirra sem kom fram fyrir hönd viðbragðsaðilana og gagnrýndi þingmenn harðlega.Sjá einnig: Grátbólginn Jon Stewart las þingmönnum pistilinn Fjölskylda Alvarez tilkynnti um andlát hans í Facebook-færslu á laugardag. Þau sögðu hann hafa tekið örlög sín í sátt með það í huga að hann hefði snert við mörgum þegar hann deildi sögu sinni. Hann hafði lagt ýmislegt á sig til þess að vekja athygli á málstaðnum en stuttu eftir að hann kom fyrir nefndina tilkynntu læknar honum að lifrin hans væri hætt að starfa og hann var lagður inn á spítala. „Nú er ég að hvílast og er friðsæll. Ég mun halda áfram að berjast þar til Guð góður ákveður að minn tími sé kominn. Ég mun reyna að fara í nokkur viðtöl til viðbótar til þess að halda athyglinni á baráttu okkar fyrir bótunum sem við eigum réttilega skilið. Vinsamlegast farið vel með ykkur sjálf og hvort annað,“ skrifaði Alvarez í Facebook-færslu þann 19. júní.
Andlát Bandaríkin Tengdar fréttir Skilur ekki af hverju Jon Stewart er „svona pirraður“ Mitch McConnell, leiðtogi repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings segist ekki skilja af hverju Jon Stewart sé "svona pirraður“ út í hann. Stewart hefur baunað á McConnell vegna fjármögnunar heilsugæslusjóðs fyrir viðbragðsaðila í eftirköstum hryðjuverkaárásanna 11. september 2001. 17. júní 2019 21:08 Grátbólginn Jon Stewart las þingmönnum pistilinn Bandaríski háðfuglinn Jon Stewart var ekki að grínast í gær þegar hann las þingmönnum pistilinn vegna áhugaleysis þeirra í garð þeirra viðbragsaðila sem veikst hafa alvarlega eftir að hafa komist í snertingu við eitraða blöndu ryks, ösku og braks við björgunar- eða hreinsunarstörf eftir að Tvíburaturnarnir í New York hrundi til grunna 11. september 2001. 12. júní 2019 14:20 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Segir ÍR að slökkva á skiltinu Innlent Fleiri fréttir „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Sjá meira
Skilur ekki af hverju Jon Stewart er „svona pirraður“ Mitch McConnell, leiðtogi repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings segist ekki skilja af hverju Jon Stewart sé "svona pirraður“ út í hann. Stewart hefur baunað á McConnell vegna fjármögnunar heilsugæslusjóðs fyrir viðbragðsaðila í eftirköstum hryðjuverkaárásanna 11. september 2001. 17. júní 2019 21:08
Grátbólginn Jon Stewart las þingmönnum pistilinn Bandaríski háðfuglinn Jon Stewart var ekki að grínast í gær þegar hann las þingmönnum pistilinn vegna áhugaleysis þeirra í garð þeirra viðbragsaðila sem veikst hafa alvarlega eftir að hafa komist í snertingu við eitraða blöndu ryks, ösku og braks við björgunar- eða hreinsunarstörf eftir að Tvíburaturnarnir í New York hrundi til grunna 11. september 2001. 12. júní 2019 14:20