Reyna að finna millileið fyrir Reykjanesbraut við Straumsvík Kristján Már Unnarsson skrifar 9. júlí 2019 21:07 Samkvæmt gildandi aðalskipulagi á að sveigja Reykjanesbraut til suðurs fjær álverinu. Stöð 2/Einar Árnason. Óvissa ríkir um framhald á breikkun Reykjanesbrautar framhjá Straumsvík vegna skipulagsbreytingar, sem gerð var fyrir fimmtán árum, en veglínan var þá færð suður fyrir álverið þegar til stóð að stækka ÍSAL. Vegagerðin vill núna halda núverandi vegstæði meðan Hafnarfjarðarbær leggur til millileið. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Vinna stendur nú yfir við breikkun þriggja kílómetra kafla milli kirkjugarðsins í Hafnarfirði og Krýsuvíkurgatnamótanna. Breikkun þessa áfanga í gegnum Hafnarfjörð á að ljúka seint á næsta ári og það er því ekki seinna vænna en að fara að huga að næsta áfanga, framhjá Straumsvík. En þá vandast málið.Færa á Reykjanesbrautina suður fyrir álverið, samkvæmt gildandi aðalskipulagi Hafnarfjarðar.Grafík/Hafsteinn Þórðarson.Í gildandi aðalskipulagi frá árinu 2005 er gert ráð fyrir að Reykjanesbrautin verði færð. Breytinguna má rekja til áforma sem þá voru uppi um stækkun álversins. ÍSAL keypti lóðina þar sem núverandi vegur liggur en jafnframt var samið um að brautin færðist sunnar í hraunið. En hvað vilja menn gera núna? „Það er ljóst að það er breytt staða, það segir sig sjálft, og við þurfum svo sannarlega að fara að huga að þessum skipulagsmálum því að tíminn líður,“ segir Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðar.Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðar.Stöð 2/Einar Árnason.Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni vill hún halda núverandi veglínu. En væri ekki einfaldast að tvöfalda núverandi veg í núverandi veglínu? „Nei, það er ekki inni í myndinni. Það er gert ráð fyrir því að þessi vegur fari og álverið keypti þessa lóð á sínum tíma. Þannig að það er ekki inni í myndinni. Og því er verið að reyna að leita að einhverri millileið,“ svarar Rósa. Hafnarfjarðarbær þreifaði á því fyrir fimm árum að hætta við færslu Reykjanesbrautar en féll frá því eftir ábendingu álversins um að slík breyting myndi standa í vegi hugsanlegrar stækkunar. Samkvæmt upplýsingum ÍSAL er þessi afstaða fyrirtækisins óbreytt þótt engin áform séu uppi um stækkun. Tillaga Hafnarfjarðarbæjar að millileið er að halda núverandi vegi en leggja einnig nýja veginn, en aðeins sem tvöfaldan en ekki fjórfaldan, og hafa síðan einstefnuakstur á hvorri braut.Tillaga Hafnarfjarðar er að nýja brautin verði lögð sem tvöföld, ekki fjórföld, og núverandi nýtt áfram, en báðar með einstefnu.Grafík/Hafsteinn Þórðarson.„Þannig að það yrðu einstefnubrautir þarna á sitthvorum staðnum. Við teljum það bæði hagkvæmara fyrir alla aðila og líka mjög öruggt. Við erum þá komin með mjög góðan og öruggan kafla á milli á þessum vegarbút,“ segir bæjarstjórinn í Hafnarfirði. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Hafnarfjörður Samgöngur Vegtollar Tengdar fréttir Bjuggust við hærri tilboðum í tvöföldun Reykjanesbrautar Lægsta boð í tvöföldun Reykjanesbrautar í Hafnarfirði reyndist tæpir 1,9 milljarðar króna, 186 milljónum króna undir kostnaðaráætlun, en þetta er stærsta útboð Vegagerðarinnar í ár. 19. mars 2019 20:30 Fyrsti áfangi borgarlínu fylgir breikkun Reykjanesbrautar Ístak og Vegagerðin hafa skrifað undir liðlega tveggja milljarða króna verksamning um tvöföldun Reykjanesbrautar í Hafnarfirði eftir að tilboði lægstbjóðanda var hafnað. 4. maí 2019 13:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Innlent Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Innlent Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 Innlent Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Innlent Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Innlent Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Innlent Fleiri fréttir Píratar vilja stofnun til að rannsaka spillingu á Íslandi Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Reynir tapar minningargreinamáli aftur Flokkar í útrýmingarhættu, smánarlaun og tónlistarveisla Viðræður hafnar um kaup á Perlunni, Toppstöðinni og 125 bílastæðum Rúm 95 prósent lækna samþykktu verkfallsaðgerðir Píratar stefna á stjórnarsamstarf án Sjálfstæðisflokksins Taka einn dag í einu og ætla að halda sínum kúrs Bein útsending: Framtíðarsýn okkar – Hvernig er lífið í loftslagsvænu samfélagi? Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Stormur fyrir norðan og skriðuhætta sunnan til Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Helgi biðst lausnar og fer í ráðuneytið Lögreglan leitar vitna að tveggja bíla árekstri Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Glæný könnun og hávaðarok víða um land Algjör undantekning að mörg skot þurfi til að fella dýrið Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Kölluð út eftir að skipverji slasaðist á hendi Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 „Hafi eitthvað borið í milli, þá bar í milli þar“ Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Fleiri konur mættu í krabbameinsskimun í ár en í fyrra Sjá meira
Óvissa ríkir um framhald á breikkun Reykjanesbrautar framhjá Straumsvík vegna skipulagsbreytingar, sem gerð var fyrir fimmtán árum, en veglínan var þá færð suður fyrir álverið þegar til stóð að stækka ÍSAL. Vegagerðin vill núna halda núverandi vegstæði meðan Hafnarfjarðarbær leggur til millileið. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Vinna stendur nú yfir við breikkun þriggja kílómetra kafla milli kirkjugarðsins í Hafnarfirði og Krýsuvíkurgatnamótanna. Breikkun þessa áfanga í gegnum Hafnarfjörð á að ljúka seint á næsta ári og það er því ekki seinna vænna en að fara að huga að næsta áfanga, framhjá Straumsvík. En þá vandast málið.Færa á Reykjanesbrautina suður fyrir álverið, samkvæmt gildandi aðalskipulagi Hafnarfjarðar.Grafík/Hafsteinn Þórðarson.Í gildandi aðalskipulagi frá árinu 2005 er gert ráð fyrir að Reykjanesbrautin verði færð. Breytinguna má rekja til áforma sem þá voru uppi um stækkun álversins. ÍSAL keypti lóðina þar sem núverandi vegur liggur en jafnframt var samið um að brautin færðist sunnar í hraunið. En hvað vilja menn gera núna? „Það er ljóst að það er breytt staða, það segir sig sjálft, og við þurfum svo sannarlega að fara að huga að þessum skipulagsmálum því að tíminn líður,“ segir Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðar.Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðar.Stöð 2/Einar Árnason.Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni vill hún halda núverandi veglínu. En væri ekki einfaldast að tvöfalda núverandi veg í núverandi veglínu? „Nei, það er ekki inni í myndinni. Það er gert ráð fyrir því að þessi vegur fari og álverið keypti þessa lóð á sínum tíma. Þannig að það er ekki inni í myndinni. Og því er verið að reyna að leita að einhverri millileið,“ svarar Rósa. Hafnarfjarðarbær þreifaði á því fyrir fimm árum að hætta við færslu Reykjanesbrautar en féll frá því eftir ábendingu álversins um að slík breyting myndi standa í vegi hugsanlegrar stækkunar. Samkvæmt upplýsingum ÍSAL er þessi afstaða fyrirtækisins óbreytt þótt engin áform séu uppi um stækkun. Tillaga Hafnarfjarðarbæjar að millileið er að halda núverandi vegi en leggja einnig nýja veginn, en aðeins sem tvöfaldan en ekki fjórfaldan, og hafa síðan einstefnuakstur á hvorri braut.Tillaga Hafnarfjarðar er að nýja brautin verði lögð sem tvöföld, ekki fjórföld, og núverandi nýtt áfram, en báðar með einstefnu.Grafík/Hafsteinn Þórðarson.„Þannig að það yrðu einstefnubrautir þarna á sitthvorum staðnum. Við teljum það bæði hagkvæmara fyrir alla aðila og líka mjög öruggt. Við erum þá komin með mjög góðan og öruggan kafla á milli á þessum vegarbút,“ segir bæjarstjórinn í Hafnarfirði. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Hafnarfjörður Samgöngur Vegtollar Tengdar fréttir Bjuggust við hærri tilboðum í tvöföldun Reykjanesbrautar Lægsta boð í tvöföldun Reykjanesbrautar í Hafnarfirði reyndist tæpir 1,9 milljarðar króna, 186 milljónum króna undir kostnaðaráætlun, en þetta er stærsta útboð Vegagerðarinnar í ár. 19. mars 2019 20:30 Fyrsti áfangi borgarlínu fylgir breikkun Reykjanesbrautar Ístak og Vegagerðin hafa skrifað undir liðlega tveggja milljarða króna verksamning um tvöföldun Reykjanesbrautar í Hafnarfirði eftir að tilboði lægstbjóðanda var hafnað. 4. maí 2019 13:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Innlent Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Innlent Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 Innlent Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Innlent Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Innlent Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Innlent Fleiri fréttir Píratar vilja stofnun til að rannsaka spillingu á Íslandi Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Reynir tapar minningargreinamáli aftur Flokkar í útrýmingarhættu, smánarlaun og tónlistarveisla Viðræður hafnar um kaup á Perlunni, Toppstöðinni og 125 bílastæðum Rúm 95 prósent lækna samþykktu verkfallsaðgerðir Píratar stefna á stjórnarsamstarf án Sjálfstæðisflokksins Taka einn dag í einu og ætla að halda sínum kúrs Bein útsending: Framtíðarsýn okkar – Hvernig er lífið í loftslagsvænu samfélagi? Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Stormur fyrir norðan og skriðuhætta sunnan til Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Helgi biðst lausnar og fer í ráðuneytið Lögreglan leitar vitna að tveggja bíla árekstri Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Glæný könnun og hávaðarok víða um land Algjör undantekning að mörg skot þurfi til að fella dýrið Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Kölluð út eftir að skipverji slasaðist á hendi Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 „Hafi eitthvað borið í milli, þá bar í milli þar“ Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Fleiri konur mættu í krabbameinsskimun í ár en í fyrra Sjá meira
Bjuggust við hærri tilboðum í tvöföldun Reykjanesbrautar Lægsta boð í tvöföldun Reykjanesbrautar í Hafnarfirði reyndist tæpir 1,9 milljarðar króna, 186 milljónum króna undir kostnaðaráætlun, en þetta er stærsta útboð Vegagerðarinnar í ár. 19. mars 2019 20:30
Fyrsti áfangi borgarlínu fylgir breikkun Reykjanesbrautar Ístak og Vegagerðin hafa skrifað undir liðlega tveggja milljarða króna verksamning um tvöföldun Reykjanesbrautar í Hafnarfirði eftir að tilboði lægstbjóðanda var hafnað. 4. maí 2019 13:00