Ósannað að Vigfús hafi ætlað að drepa fólkið Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. júlí 2019 15:53 Húsið að Kirkjuvegi úr lofti daginn eftir brunann. Vísir/Egill Héraðsdómur Suðurlands segir að ekkert hafi fram komið í sakamáli á hendur Vigfúsi Ólafssyni sem bendi til þess að beinn ásetningur Vigfúsar hafi staðið til að bana þeim. Meðal annars af þeim sökum var Vigfús sakfelldur fyrir manndráp af gáleysi en ekki manndráp. Þetta kemur fram í niðurstöðu dómsins sem hefur verið birtur á vef dómstólanna. Tvennt lést í brunanum í október í fyrra. Auk Vigfúsar var kona ákærð fyrir aðild sína að brunanum en hún var sýknuð við dómsuppkvaðningu í dag. Dómurinn vísaði til þess að í matsgerðum sérfræðinga yfir Vigfúsi hafi komið fram að hann hafi glímt við sjálfsvígshugsanir og þá ætti hann til sjálfskaðahegðun. Hann hefði áður brennt sig og skorið viljandi. „Er því ekki loku fyrir það skotið að ásetningur ákærða hafi einvörðungu staðið til þess að skaða sjálfan sig en ekki aðra sem í húsinu voru.“Bar einn ábyrgð á dauða fólksins Vigfús hafi þó átt að sjá til þess að ekki gæti kviknað í út frá pappakassa þeim sem sannað þótti að hann hefði hent frá sér á gólfið. Það gáleysi hefði leitt til þess að tvær manneskjur létu lífið í eldsvoða sem hann einn bæri ábyrgð á. Þá taldist sannað að Vigfús hefði enga tilraun gert til þess að vara fólkið við eldinum. Sú skýring hans að hann hefði gleymt að þau væru í húsinu væri haldlaus. Þá taldi dómurinn ósannað að konan, sem ákærð var fyrir að láta hjá líða að afstýra eldsvoða sem mönnum eða miklum verðmætum stafi háski af án þess að stofna sér í verulega hættu, hefði gerst brotleg við lög. Vigfús var dæmdur til að greiða börnum hinna látnu um 23 milljónir króna samanlagt í miskabætur.Munur á aðal- og varakröfu Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari sótti málið og hljóðaði ákæran upp á manndráp af gáleysi og stórfellda brennu. Varakrafan í málinu hljómaði upp á manndráp af gáleysi. Kolbrún nefndi við flutning málsins að refsiramminn væri átján ár fyrir manndráp. „Já, sækjandi nefndi það að 18 ár væru kannski hámarksrefsing ef sakfellt væri fyrir aðalkröfuna. Það er töluverður munur á refsingu fyrir manndráp af ásetningi og manndráp af gáleysi þannig að það er auðvitað munur þegar farið er niður í varakröfu,“ sagði Kolbrún í Héraðsdómi Suðurlands í dag. Ekki liggur fyrir ákvörðun um hvort málinu verði áfrýjað.Dóminn í heild má lesa hér. Árborg Bruni á Kirkjuvegi Dómsmál Tengdar fréttir Dómurinn ekki í samræmi við aðalkröfu ákæruvaldsins Dómur Héraðsdóms Suðurlands yfir Vigfúsi Ólafssyni vegna brunans á Selfossi er ekki í samræmi við aðalkröfu ákæruvaldsins í málinu. 9. júlí 2019 14:05 Dæmdur í fimm ára fangelsi vegna brunans á Selfossi Vigfús Ólafsson var í Héraðsdómi Suðurlands í dag dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir manndráp af gáleysi með því að hafa valdið eldsvoða sem varð tveimur að bana á Selfossi í október í fyrra. Frá dómnum dregst gæsluvarðhald sem hann hefur setið í síðan í nóvember í fyrra. 9. júlí 2019 13:00 Mest lesið Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Fleiri fréttir „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Sjá meira
Héraðsdómur Suðurlands segir að ekkert hafi fram komið í sakamáli á hendur Vigfúsi Ólafssyni sem bendi til þess að beinn ásetningur Vigfúsar hafi staðið til að bana þeim. Meðal annars af þeim sökum var Vigfús sakfelldur fyrir manndráp af gáleysi en ekki manndráp. Þetta kemur fram í niðurstöðu dómsins sem hefur verið birtur á vef dómstólanna. Tvennt lést í brunanum í október í fyrra. Auk Vigfúsar var kona ákærð fyrir aðild sína að brunanum en hún var sýknuð við dómsuppkvaðningu í dag. Dómurinn vísaði til þess að í matsgerðum sérfræðinga yfir Vigfúsi hafi komið fram að hann hafi glímt við sjálfsvígshugsanir og þá ætti hann til sjálfskaðahegðun. Hann hefði áður brennt sig og skorið viljandi. „Er því ekki loku fyrir það skotið að ásetningur ákærða hafi einvörðungu staðið til þess að skaða sjálfan sig en ekki aðra sem í húsinu voru.“Bar einn ábyrgð á dauða fólksins Vigfús hafi þó átt að sjá til þess að ekki gæti kviknað í út frá pappakassa þeim sem sannað þótti að hann hefði hent frá sér á gólfið. Það gáleysi hefði leitt til þess að tvær manneskjur létu lífið í eldsvoða sem hann einn bæri ábyrgð á. Þá taldist sannað að Vigfús hefði enga tilraun gert til þess að vara fólkið við eldinum. Sú skýring hans að hann hefði gleymt að þau væru í húsinu væri haldlaus. Þá taldi dómurinn ósannað að konan, sem ákærð var fyrir að láta hjá líða að afstýra eldsvoða sem mönnum eða miklum verðmætum stafi háski af án þess að stofna sér í verulega hættu, hefði gerst brotleg við lög. Vigfús var dæmdur til að greiða börnum hinna látnu um 23 milljónir króna samanlagt í miskabætur.Munur á aðal- og varakröfu Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari sótti málið og hljóðaði ákæran upp á manndráp af gáleysi og stórfellda brennu. Varakrafan í málinu hljómaði upp á manndráp af gáleysi. Kolbrún nefndi við flutning málsins að refsiramminn væri átján ár fyrir manndráp. „Já, sækjandi nefndi það að 18 ár væru kannski hámarksrefsing ef sakfellt væri fyrir aðalkröfuna. Það er töluverður munur á refsingu fyrir manndráp af ásetningi og manndráp af gáleysi þannig að það er auðvitað munur þegar farið er niður í varakröfu,“ sagði Kolbrún í Héraðsdómi Suðurlands í dag. Ekki liggur fyrir ákvörðun um hvort málinu verði áfrýjað.Dóminn í heild má lesa hér.
Árborg Bruni á Kirkjuvegi Dómsmál Tengdar fréttir Dómurinn ekki í samræmi við aðalkröfu ákæruvaldsins Dómur Héraðsdóms Suðurlands yfir Vigfúsi Ólafssyni vegna brunans á Selfossi er ekki í samræmi við aðalkröfu ákæruvaldsins í málinu. 9. júlí 2019 14:05 Dæmdur í fimm ára fangelsi vegna brunans á Selfossi Vigfús Ólafsson var í Héraðsdómi Suðurlands í dag dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir manndráp af gáleysi með því að hafa valdið eldsvoða sem varð tveimur að bana á Selfossi í október í fyrra. Frá dómnum dregst gæsluvarðhald sem hann hefur setið í síðan í nóvember í fyrra. 9. júlí 2019 13:00 Mest lesið Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Fleiri fréttir „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Sjá meira
Dómurinn ekki í samræmi við aðalkröfu ákæruvaldsins Dómur Héraðsdóms Suðurlands yfir Vigfúsi Ólafssyni vegna brunans á Selfossi er ekki í samræmi við aðalkröfu ákæruvaldsins í málinu. 9. júlí 2019 14:05
Dæmdur í fimm ára fangelsi vegna brunans á Selfossi Vigfús Ólafsson var í Héraðsdómi Suðurlands í dag dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir manndráp af gáleysi með því að hafa valdið eldsvoða sem varð tveimur að bana á Selfossi í október í fyrra. Frá dómnum dregst gæsluvarðhald sem hann hefur setið í síðan í nóvember í fyrra. 9. júlí 2019 13:00
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent