Gagnrýnir May og segir sendiherrann vera heimskan Sylvía Hall skrifar 9. júlí 2019 14:10 Trump hefur snúið sér að lyklaborðinu enn á ný. Vísir/Getty Donald Trump Bandaríkjaforseti fer ófögrum orðum um Kim Darroch, sendiherra Bretlands, og forsætisráðherrann Theresu May í kjölfar minnisblaðaleka sem birtist í breska dagblaðinu Mail on Sunday. Þar gagnrýndi sendiherrann stjórn Trump og sagði hana vanhæfa, klunnalega og óstarfhæfa.Sjá einnig: Trump og sendiherra Bretlands í hár saman May hefur lýst yfir stuðningi við sendiherrann en segir skoðanir hans ekki endurspegla skoðanir ríkisstjórnarinnar. Ummæli May eru í takt við ummæli utanríkisráðherrans Jeremy Hunt sem sagði ríkisstjórnina bera fullt traust til Bandaríkjaforseta og stjórnar hans. „Okkur finnst enn að undir stjórn Trump Bandaríkjaforseta sé stjórn Bandaríkjanna ekki aðeins mjög skilvirk heldur einnig besti mögulegi vinur Bretlands á hinu alþjóðlega sviði,“ sagði Hunt.Brexit viðræðurnar „stórslys“ Trump er ekki sáttur við May og gagnrýnir störf hennar í Brexit viðræðunum við Evrópusambandið. Hann segir viðræðurnar misheppnaðar og í raun stórslys. Þá séu Bandaríkin ekki heldur himinlifandi með störf Darroch. „Klikkaði sendiherrann sem Bretland prangaði upp á okkur er ekki maður sem við erum ánægð með, mjög heimskur náungi. Hann ætti að tala við landið sitt, og forsætisráðherrann May, um misheppnaðar Brexit viðræður frekar en að vera svekktur út í gagnrýni mína varðandi hversu illa þær voru tæklaðar,“ skrifaði forsetinn á Twitter-síðu sína. Hann segist hafa sagt May hvernig hún ætti að semja við Evrópusambandið en hún hafi farið sína „heimskulegu“ leið og því hafi það ekki tekist. Hann bætir við að hann þekki ekki sendiherrann en hann hafi heyrt að hann sé „oflátungslegt fífl“....handled. I told @theresa_may how to do that deal, but she went her own foolish way-was unable to get it done. A disaster! I don’t know the Ambassador but have been told he is a pompous fool. Tell him the USA now has the best Economy & Military anywhere in the World, by far... — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) July 9, 2019 Bandaríkin Bretland Donald Trump Tengdar fréttir Trump og sendiherra Bretlands í hár saman Kim Darroch, sendiherra Bretlands í Bandaríkjunum, er harðorður í garð Bandaríkjaforseta og segir hann og stjórn hans vera vanhæfa, klunnalega og óstarfhæfa. 7. júlí 2019 23:30 Mest lesið Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Innlent Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Innlent Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Erlent Fleiri fréttir Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti fer ófögrum orðum um Kim Darroch, sendiherra Bretlands, og forsætisráðherrann Theresu May í kjölfar minnisblaðaleka sem birtist í breska dagblaðinu Mail on Sunday. Þar gagnrýndi sendiherrann stjórn Trump og sagði hana vanhæfa, klunnalega og óstarfhæfa.Sjá einnig: Trump og sendiherra Bretlands í hár saman May hefur lýst yfir stuðningi við sendiherrann en segir skoðanir hans ekki endurspegla skoðanir ríkisstjórnarinnar. Ummæli May eru í takt við ummæli utanríkisráðherrans Jeremy Hunt sem sagði ríkisstjórnina bera fullt traust til Bandaríkjaforseta og stjórnar hans. „Okkur finnst enn að undir stjórn Trump Bandaríkjaforseta sé stjórn Bandaríkjanna ekki aðeins mjög skilvirk heldur einnig besti mögulegi vinur Bretlands á hinu alþjóðlega sviði,“ sagði Hunt.Brexit viðræðurnar „stórslys“ Trump er ekki sáttur við May og gagnrýnir störf hennar í Brexit viðræðunum við Evrópusambandið. Hann segir viðræðurnar misheppnaðar og í raun stórslys. Þá séu Bandaríkin ekki heldur himinlifandi með störf Darroch. „Klikkaði sendiherrann sem Bretland prangaði upp á okkur er ekki maður sem við erum ánægð með, mjög heimskur náungi. Hann ætti að tala við landið sitt, og forsætisráðherrann May, um misheppnaðar Brexit viðræður frekar en að vera svekktur út í gagnrýni mína varðandi hversu illa þær voru tæklaðar,“ skrifaði forsetinn á Twitter-síðu sína. Hann segist hafa sagt May hvernig hún ætti að semja við Evrópusambandið en hún hafi farið sína „heimskulegu“ leið og því hafi það ekki tekist. Hann bætir við að hann þekki ekki sendiherrann en hann hafi heyrt að hann sé „oflátungslegt fífl“....handled. I told @theresa_may how to do that deal, but she went her own foolish way-was unable to get it done. A disaster! I don’t know the Ambassador but have been told he is a pompous fool. Tell him the USA now has the best Economy & Military anywhere in the World, by far... — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) July 9, 2019
Bandaríkin Bretland Donald Trump Tengdar fréttir Trump og sendiherra Bretlands í hár saman Kim Darroch, sendiherra Bretlands í Bandaríkjunum, er harðorður í garð Bandaríkjaforseta og segir hann og stjórn hans vera vanhæfa, klunnalega og óstarfhæfa. 7. júlí 2019 23:30 Mest lesið Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Innlent Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Innlent Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Erlent Fleiri fréttir Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Sjá meira
Trump og sendiherra Bretlands í hár saman Kim Darroch, sendiherra Bretlands í Bandaríkjunum, er harðorður í garð Bandaríkjaforseta og segir hann og stjórn hans vera vanhæfa, klunnalega og óstarfhæfa. 7. júlí 2019 23:30