Halep stöðvaði undrabarnið Gauff | Efsta kona heimslistans úr leik Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 8. júlí 2019 19:45 Halep og Gauff takast í hendur eftir viðureign þeirra á Wimbledon í dag. vísir/getty Ævintýri hinnar 15 ára Coco Gauff á Wimbledon-mótinu í tennis lauk í dag þegar hún tapaði fyrir Simonu Halep, 6-3, 6-3. Gauff vakti mikla athygli fyrir framgöngu sína á Wimbledon, hennar fyrsta risamóti á ferlinum. Hún sigraði Venus Williams, Magdalena Rybarikova og Polona Hercog í fyrstu þremur umferðunum en náði sér ekki á strik gegn Halep sem er í 7. sæti heimslistans. Hefði Gauff sigrað Halep hefði hún orðið sú yngsta til að komast í átta manna úrslit á Wimbledon síðan Jennifer Capriati afrekaði það 1991, þá 15 ára að aldri. Ashleigh Barty, efsta kona heimslistans, er úr leik eftir tap fyrir Alison Riske, 3-6, 6-2, 6-3. Fyrir viðureignina í dag hafði Barty ekki tapað setti á Wimbledon í ár. Riske, sem er númer 55 á heimslistanum, mætir Serenu Williams í átta manna úrslitunum. Sú síðarnefnda bar sigurorð af Cörlu Suárez Navarro í dag. Williams hefur sjö sinnum unnið Wimbledon á ferlinum. Þrír efstu menn heimslistans, Novak Djokovic, Roger Federer og Rafael Nadal, eru allir komnir í átta manna úrslitin í karlaflokki. Djokovic, sem á titil að verja, vann Ugo Humbert frá Frakklandi í dag, 6-3, 6-2, 6-3. Federer sigraði Ítalann Matteo Berrettini, 1-6, 2-6, 2-6, og Nadal lagaði Portúgalann Joao Sousa að velli, 2-6, 2-6, 2-6.Átta manna úrslit í kvennaflokki: Alison Riske - Serena Williams Barbora Strýcová - Johanna Konta Elina Svitolina - Karolína Muchová Simona Halep - Zhang ShuaiÁtta manna úrslit í karlaflokki: Novak Djokovic - David Goffin Guido Pella - Roberto Bautista Agut Sam Querrey - Rafael Nadal Kei Nishikori - Roger Federer Tennis Tengdar fréttir Ævintýri fimmtán ára stelpunnar heldur áfram á Wimbledon Coco Gauff er komin áfram í þriðju umferð Wimbledon risamótsins í tennis eftir sinn annan sigur í röð. 4. júlí 2019 12:30 Óvænta stjarnan á Wimbledon vonast til að fá boð á tónleika með Beyoncé Coco Gauff, sem er aðeins 15 ára, hefur skotist upp á stjörnuhimininn með frammistöðu sinni á Wimbledon. 6. júlí 2019 12:18 Fimmtán ára nýliði vann Williams á Wimbledon Cori Gauff vann sigur á Venus Williams á Wimbledon í gær. Tuttuguogfjórum árum munar á þeim í aldri. 2. júlí 2019 07:00 Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Í beinni: Ipswich - Man. Utd. | Fyrsti leikurinn hjá Amorim Enski boltinn Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Í beinni: Ipswich - Man. Utd. | Fyrsti leikurinn hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Hófí Dóra lauk gráðu í líftækni og vann svo fyrsta mót í Finnlandi Björgvin aftur í Breiðholtið ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð „Hefurðu enga sómakennd?“ Hefur Ben Simmons náð botninum? Dagskráin í dag: Bland í poka úr ýmsum áttum Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Russell á ráspól í fyrramálið Andy Murray þjálfar erkióvininn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Sjá meira
Ævintýri hinnar 15 ára Coco Gauff á Wimbledon-mótinu í tennis lauk í dag þegar hún tapaði fyrir Simonu Halep, 6-3, 6-3. Gauff vakti mikla athygli fyrir framgöngu sína á Wimbledon, hennar fyrsta risamóti á ferlinum. Hún sigraði Venus Williams, Magdalena Rybarikova og Polona Hercog í fyrstu þremur umferðunum en náði sér ekki á strik gegn Halep sem er í 7. sæti heimslistans. Hefði Gauff sigrað Halep hefði hún orðið sú yngsta til að komast í átta manna úrslit á Wimbledon síðan Jennifer Capriati afrekaði það 1991, þá 15 ára að aldri. Ashleigh Barty, efsta kona heimslistans, er úr leik eftir tap fyrir Alison Riske, 3-6, 6-2, 6-3. Fyrir viðureignina í dag hafði Barty ekki tapað setti á Wimbledon í ár. Riske, sem er númer 55 á heimslistanum, mætir Serenu Williams í átta manna úrslitunum. Sú síðarnefnda bar sigurorð af Cörlu Suárez Navarro í dag. Williams hefur sjö sinnum unnið Wimbledon á ferlinum. Þrír efstu menn heimslistans, Novak Djokovic, Roger Federer og Rafael Nadal, eru allir komnir í átta manna úrslitin í karlaflokki. Djokovic, sem á titil að verja, vann Ugo Humbert frá Frakklandi í dag, 6-3, 6-2, 6-3. Federer sigraði Ítalann Matteo Berrettini, 1-6, 2-6, 2-6, og Nadal lagaði Portúgalann Joao Sousa að velli, 2-6, 2-6, 2-6.Átta manna úrslit í kvennaflokki: Alison Riske - Serena Williams Barbora Strýcová - Johanna Konta Elina Svitolina - Karolína Muchová Simona Halep - Zhang ShuaiÁtta manna úrslit í karlaflokki: Novak Djokovic - David Goffin Guido Pella - Roberto Bautista Agut Sam Querrey - Rafael Nadal Kei Nishikori - Roger Federer
Tennis Tengdar fréttir Ævintýri fimmtán ára stelpunnar heldur áfram á Wimbledon Coco Gauff er komin áfram í þriðju umferð Wimbledon risamótsins í tennis eftir sinn annan sigur í röð. 4. júlí 2019 12:30 Óvænta stjarnan á Wimbledon vonast til að fá boð á tónleika með Beyoncé Coco Gauff, sem er aðeins 15 ára, hefur skotist upp á stjörnuhimininn með frammistöðu sinni á Wimbledon. 6. júlí 2019 12:18 Fimmtán ára nýliði vann Williams á Wimbledon Cori Gauff vann sigur á Venus Williams á Wimbledon í gær. Tuttuguogfjórum árum munar á þeim í aldri. 2. júlí 2019 07:00 Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Í beinni: Ipswich - Man. Utd. | Fyrsti leikurinn hjá Amorim Enski boltinn Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Í beinni: Ipswich - Man. Utd. | Fyrsti leikurinn hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Hófí Dóra lauk gráðu í líftækni og vann svo fyrsta mót í Finnlandi Björgvin aftur í Breiðholtið ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð „Hefurðu enga sómakennd?“ Hefur Ben Simmons náð botninum? Dagskráin í dag: Bland í poka úr ýmsum áttum Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Russell á ráspól í fyrramálið Andy Murray þjálfar erkióvininn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Sjá meira
Ævintýri fimmtán ára stelpunnar heldur áfram á Wimbledon Coco Gauff er komin áfram í þriðju umferð Wimbledon risamótsins í tennis eftir sinn annan sigur í röð. 4. júlí 2019 12:30
Óvænta stjarnan á Wimbledon vonast til að fá boð á tónleika með Beyoncé Coco Gauff, sem er aðeins 15 ára, hefur skotist upp á stjörnuhimininn með frammistöðu sinni á Wimbledon. 6. júlí 2019 12:18
Fimmtán ára nýliði vann Williams á Wimbledon Cori Gauff vann sigur á Venus Williams á Wimbledon í gær. Tuttuguogfjórum árum munar á þeim í aldri. 2. júlí 2019 07:00