Langaði í nýja og stærri áskorun Hjörvar Ólafsson skrifar 8. júlí 2019 15:00 Haukur Helgi Pálsson í leik með Nanterre á nýloknu tímabili. Getty/Anthony Dibon Haukur Helgi Pálsson verður annar íslenski körfuboltamaðurinn til þess að leika í rússnesku úrvalsdeildinni í körfubolta. Haukur Helgi gekk á dögunum til liðs við Unics Kazan en áður hafði Jón Arnór Stefánsson leikið þar í landi. Síðustu tvær vikur hafa verið vægast sagt viðburðaríkar hjá Hauki Helga Pálssyni landsliðsmanni í körfubolta bæði í einkalífinu og í körfuboltanum. Haukur Helgi trúlofaðist á dögunum Söru Dögg Jónsdóttur og þau skötuhjú eignuðust sitt fyrsta barn í byrjun þessa mánaðar. Þá gekk Haukur til liðs við rússneska liðið Unics Kazan en þaðan kemur hann frá franska liðinu Nanterre sem hann lék með eitt keppnistímabil. Haukur og félagar hans hjá Nanterre fóru í undanúrslit um franska meistaratitilinn í vor. Þrátt fyrir að vel gengi í Frakklandi voru Haukur og fjölskylda hans staðráðin í að flytja til annars lands í sumar til að hann fengi nýja áskorun í körfuboltanum. „Mér hefur liðið vel í Frakklandi en eftir að hafa verið hérna í þrjú ár langaði mig að prófa eitthvað nýtt og við Sara vorum til í að færa okkur um set. Ég var að pæla í að fara í janúar fyrr á þessu ári en þar sem það gekk svo vel hjá Nanterre og ég vissi að lið myndu sýna mér þolinmæði fram á sumarið þá ákvað ég að klára tímabilið í Frakklandi og ég sé ekki eftir því,“ segir Haukur í samtali við Fréttablaðið.Getty/Pierre Costabadie/IVar kominn með pennann á loft í Jerúsalem „Ég var svo búinn að ákveða að semja við Hapoel Jerúsalem þegar Unics Kazan kom inn í spilið. Ég fékk frest hjá ísraelska liðinu til þess að skoða það sem Rússarnir hefðu að bjóða. Svo voru forráðamann Hapoel orðnir óþolinmóðir og þegar ég fór yfir hlutina þá fannst mér meira spennandi að spila í Rússlandi. Þetta er virkilega sterk deild og ef ég get staðið mig vel þarna gæti þetta verið stökkpallur í allra sterkustu deildirnar. Þeir hafa verið að berjast í toppnum síðustu ár og ég er spenntur fyrir því að taka þátt í toppbaráttu á svona stóru sviði,“ segir landsliðsmaðurinn enn fremur. „Framkvæmdastjórinn hjá liðinu sagðist hafa séð mig fyrst þegar ég spilaði með U-16 ára landsliði Íslands á einhverju móti og svo aftur þegar ég spilaði með U-18 ára liðinu. Þá stýrði þjálfarinn gríska landsliðinu og sá mig spila með íslenska A-landsliðinu. Þeir sögðust hafa fylgst með mér í töluverðan tíma og sögðu að ég hefði átt að vera að spila með stærra liði fyrr en það væri mér til vandræða að íslenskir leikmenn væru ekki nógu hátt skrifaðir í körfuboltaheiminum,“ segir þessi öflugi leikmaður um aðdraganda þess að hann væri orðinn leikmaður Unics Kazan.Getty/Pierre CostabadieTel mig geta bætt mig enn frekar „Nú hef ég spilað á Spáni með smá stoppi í Svíþjóð og fór svo aftur upp tröppuganginn með því að spila í Frakklandi. Þetta er töluvert sterkari deild og lið sem hefur gert sig gildandi í Evrópukeppnum í gegnum tíðina. Þeir fóru í undanúrslit í Evrópubikarnum í vor og markmiðið er að komast langt bæði í Rússlandi og í Evrópubikarnum á næstu leiktíð. Ég er sjálfur á besta aldri og tel mig enn geta bætt mig töluvert. Þetta er góður staður til þess að bæta leik minn enn frekar. Þeir létu mig vita að ég fengi aðlögunartíma til þess að koma mér inn í hlutina þarna og þó ég fengi nokkuð stórt hlutverk væri ekki mikil pressa á mér. Þjálfarinn benti mér á nokkra hluti í leik mínum sem ég gæti hæglega bætt og ég er spenntur fyrir samstarfinu við hann,“ segir Haukur um þróunina á ferli sínum. „Kazan er svo hugguleg borg, við fórum þarna í æfingabúðir með landsliðinu fyrir nokkrum árum og borgin er falleg. Þetta er háskólaborg og okkur líst vel á að búa þarna. Það er líka góð tilfinning að vera búinn að ganga frá þessu svona snemma og nú get ég einbeitt mér að föðurhlutverkinu sem er geggjað. Lífið gæti ekki verið mikið betra bæði á persónulegum nótum sem og í körfuboltanum,“ segir þessi geðþekki piltur.Getty/Sandra Ruhaut/ Birtist í Fréttablaðinu Körfubolti Mest lesið „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Enski boltinn Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar Golf Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Fótbolti Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Fótbolti „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Formúla 1 Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Fótbolti Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda Handbolti Fimm skíðastökkvarar í bann eftir saumaskandalinn Sport Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út Fótbolti Fleiri fréttir Síðasti séns Keflvíkinga: „Menn eiga að njóta“ „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ „Mjög sérstakt fyrir mig að fá að þjálfa fyrsta leikinn minn á móti Benna“ Finnur Freyr: Ánægður með heilsteyptan leik okkar Jóhann Þór: Kane og Ólafur hefðu getað spilað „Við reyndum að gera alls konar“ Uppgjörið: Njarðvík - Tindastóll 101-90 | Sjötti heimasigur Njarðvíkinga í röð „Vonandi lærum við af þessu“ Martin og félagar flottir í Euroleague í kvöld Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 108-96 | Allir með hjá Álftanesi í sannfærandi sigri Uppgjörið: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga Uppgjörið: KR - Haukar 103-87 | Fallnir Haukar velgdu KR-ingum hressilega undir uggum „Algjör forsmekkur að úrslitakeppninni“ Skoraði tuttugu stig í sextugasta leiknum í röð Njarðvíkingar geta náð toppliðunum en samt ekki orðið deildarmeistarar Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Áttundi sigurleikur Njarðvíkurkvenna í röð Tryggvi komst í kvöld í undanúrslit Evrópubikarsins Uppgjörið: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistarar Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Þjálfari Martins látinn fjúka Uppgjörið: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur „Við eigum að skammast okkar“ Stjörnukonur björguðu tímabilinu með frábærum seinni hálfleik Þjálfari Lakers æfur: „Ég veit ekki hvað við vorum að gera“ Jokic vann uppgjörið við Gilgeous-Alexander Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Curry kominn í vinnu hjá Davidson skólanum „Af hverju ertu að sýna þetta hægt?“ LeBron frá í vikur frekar en daga Sjá meira
Haukur Helgi Pálsson verður annar íslenski körfuboltamaðurinn til þess að leika í rússnesku úrvalsdeildinni í körfubolta. Haukur Helgi gekk á dögunum til liðs við Unics Kazan en áður hafði Jón Arnór Stefánsson leikið þar í landi. Síðustu tvær vikur hafa verið vægast sagt viðburðaríkar hjá Hauki Helga Pálssyni landsliðsmanni í körfubolta bæði í einkalífinu og í körfuboltanum. Haukur Helgi trúlofaðist á dögunum Söru Dögg Jónsdóttur og þau skötuhjú eignuðust sitt fyrsta barn í byrjun þessa mánaðar. Þá gekk Haukur til liðs við rússneska liðið Unics Kazan en þaðan kemur hann frá franska liðinu Nanterre sem hann lék með eitt keppnistímabil. Haukur og félagar hans hjá Nanterre fóru í undanúrslit um franska meistaratitilinn í vor. Þrátt fyrir að vel gengi í Frakklandi voru Haukur og fjölskylda hans staðráðin í að flytja til annars lands í sumar til að hann fengi nýja áskorun í körfuboltanum. „Mér hefur liðið vel í Frakklandi en eftir að hafa verið hérna í þrjú ár langaði mig að prófa eitthvað nýtt og við Sara vorum til í að færa okkur um set. Ég var að pæla í að fara í janúar fyrr á þessu ári en þar sem það gekk svo vel hjá Nanterre og ég vissi að lið myndu sýna mér þolinmæði fram á sumarið þá ákvað ég að klára tímabilið í Frakklandi og ég sé ekki eftir því,“ segir Haukur í samtali við Fréttablaðið.Getty/Pierre Costabadie/IVar kominn með pennann á loft í Jerúsalem „Ég var svo búinn að ákveða að semja við Hapoel Jerúsalem þegar Unics Kazan kom inn í spilið. Ég fékk frest hjá ísraelska liðinu til þess að skoða það sem Rússarnir hefðu að bjóða. Svo voru forráðamann Hapoel orðnir óþolinmóðir og þegar ég fór yfir hlutina þá fannst mér meira spennandi að spila í Rússlandi. Þetta er virkilega sterk deild og ef ég get staðið mig vel þarna gæti þetta verið stökkpallur í allra sterkustu deildirnar. Þeir hafa verið að berjast í toppnum síðustu ár og ég er spenntur fyrir því að taka þátt í toppbaráttu á svona stóru sviði,“ segir landsliðsmaðurinn enn fremur. „Framkvæmdastjórinn hjá liðinu sagðist hafa séð mig fyrst þegar ég spilaði með U-16 ára landsliði Íslands á einhverju móti og svo aftur þegar ég spilaði með U-18 ára liðinu. Þá stýrði þjálfarinn gríska landsliðinu og sá mig spila með íslenska A-landsliðinu. Þeir sögðust hafa fylgst með mér í töluverðan tíma og sögðu að ég hefði átt að vera að spila með stærra liði fyrr en það væri mér til vandræða að íslenskir leikmenn væru ekki nógu hátt skrifaðir í körfuboltaheiminum,“ segir þessi öflugi leikmaður um aðdraganda þess að hann væri orðinn leikmaður Unics Kazan.Getty/Pierre CostabadieTel mig geta bætt mig enn frekar „Nú hef ég spilað á Spáni með smá stoppi í Svíþjóð og fór svo aftur upp tröppuganginn með því að spila í Frakklandi. Þetta er töluvert sterkari deild og lið sem hefur gert sig gildandi í Evrópukeppnum í gegnum tíðina. Þeir fóru í undanúrslit í Evrópubikarnum í vor og markmiðið er að komast langt bæði í Rússlandi og í Evrópubikarnum á næstu leiktíð. Ég er sjálfur á besta aldri og tel mig enn geta bætt mig töluvert. Þetta er góður staður til þess að bæta leik minn enn frekar. Þeir létu mig vita að ég fengi aðlögunartíma til þess að koma mér inn í hlutina þarna og þó ég fengi nokkuð stórt hlutverk væri ekki mikil pressa á mér. Þjálfarinn benti mér á nokkra hluti í leik mínum sem ég gæti hæglega bætt og ég er spenntur fyrir samstarfinu við hann,“ segir Haukur um þróunina á ferli sínum. „Kazan er svo hugguleg borg, við fórum þarna í æfingabúðir með landsliðinu fyrir nokkrum árum og borgin er falleg. Þetta er háskólaborg og okkur líst vel á að búa þarna. Það er líka góð tilfinning að vera búinn að ganga frá þessu svona snemma og nú get ég einbeitt mér að föðurhlutverkinu sem er geggjað. Lífið gæti ekki verið mikið betra bæði á persónulegum nótum sem og í körfuboltanum,“ segir þessi geðþekki piltur.Getty/Sandra Ruhaut/
Birtist í Fréttablaðinu Körfubolti Mest lesið „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Enski boltinn Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar Golf Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Fótbolti Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Fótbolti „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Formúla 1 Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Fótbolti Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda Handbolti Fimm skíðastökkvarar í bann eftir saumaskandalinn Sport Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út Fótbolti Fleiri fréttir Síðasti séns Keflvíkinga: „Menn eiga að njóta“ „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ „Mjög sérstakt fyrir mig að fá að þjálfa fyrsta leikinn minn á móti Benna“ Finnur Freyr: Ánægður með heilsteyptan leik okkar Jóhann Þór: Kane og Ólafur hefðu getað spilað „Við reyndum að gera alls konar“ Uppgjörið: Njarðvík - Tindastóll 101-90 | Sjötti heimasigur Njarðvíkinga í röð „Vonandi lærum við af þessu“ Martin og félagar flottir í Euroleague í kvöld Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 108-96 | Allir með hjá Álftanesi í sannfærandi sigri Uppgjörið: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga Uppgjörið: KR - Haukar 103-87 | Fallnir Haukar velgdu KR-ingum hressilega undir uggum „Algjör forsmekkur að úrslitakeppninni“ Skoraði tuttugu stig í sextugasta leiknum í röð Njarðvíkingar geta náð toppliðunum en samt ekki orðið deildarmeistarar Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Áttundi sigurleikur Njarðvíkurkvenna í röð Tryggvi komst í kvöld í undanúrslit Evrópubikarsins Uppgjörið: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistarar Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Þjálfari Martins látinn fjúka Uppgjörið: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur „Við eigum að skammast okkar“ Stjörnukonur björguðu tímabilinu með frábærum seinni hálfleik Þjálfari Lakers æfur: „Ég veit ekki hvað við vorum að gera“ Jokic vann uppgjörið við Gilgeous-Alexander Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Curry kominn í vinnu hjá Davidson skólanum „Af hverju ertu að sýna þetta hægt?“ LeBron frá í vikur frekar en daga Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga