Aldrei fleiri mælst sáttir með störf Trump í embætti Eiður Þór Árnason skrifar 7. júlí 2019 14:33 Kosningaherferð Trumps rak í júní einstaklinga sem höfðu yfirumsjón með gerð skoðanakannana sem sýndu hann mælast með minni stuðning en nokkrir frambjóðendur Demókrataflokksins. Vísir/AP Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur aldrei áður notið meiri stuðnings í embætti þar í landi ef marka má nýja könnun bandarísku ABC sjónvarpsstöðvarinnar og dagblaðsins Washington Post. Í nýbirtri könnun miðlana segjast 44% svarenda vera sáttir við störf forsetans í embætti, sem er tveimur prósentustigum hærra en síðasti hápunktur Trumps snemma á kjörtímabilinu. Talið er að forsetinn njóti nú góðs af sterkri stöðu bandarísks efnahagslífs. Þrátt fyrir að það hlutfall sé það hæsta sem sést hefur í könnunum fram að þessu, segjast enn fleiri, eða 53% svarenda vera ósáttir við störf hans í embætti. Það hlutfall hefur verið meira en helmingur frá því að Trump tók við embætti. Slíkar óánægjutölur hafa ekki sést hjá neinum öðrum bandarískum forseta svo vitað sé um frá því að nútímakannanir hófust. Þó að ánægja með störf forsetans hafi aldrei mælst hærri, mælist Joe Biden, fremsta forsetaframbjóðendaefni Demókrataflokksins, með fjórtán prósent hærri stuðning í könnuninni en sitjandi forseti ef gengið yrði til forsetakosninga núna. Hins vegar ef einungis er tekið mið af skráðum kjósendum, það er að segja þeir sem hafa kosið áður í forsetakosningum eða sýnt vilja til þess, lækkar forskot Biden niður í tíu prósent. Önnur forsetaefni Demókrata mælast ýmist með þar um bil jafn mikinn stuðning og forsetinn eða minni. Þess má geta að enn er langt til næstu forsetakosninga þar í landi, sem fram fara í nóvember á næsta ári. Gjarnan vara sérfræðingar við því að tekið sé mikið mark á fylgi forsetaframbjóðenda í könnunum þegar svo langt í þær, þar sem sagan hefur sýnt að margt getur breyst í aðdragandanum að kosningum. Í sömu könnun sögðust 51% svarenda vera sáttir við stjórn Trump á efnahagsmálum, og er það í fyrsta sinn frá því að hann tók við embætti sem sú tala nær yfir fimmtíu prósent. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Erfitt að tengjast Trump í gegnum máginn og svilkonuna Fyrirsætan Karlie Kloss tjáði sig um tengsl sín við Jared Kushner, einn nánasta ráðgjafa Donald Trump Bandaríkjaforseta og eiginmann Ivönku Trump. 3. júlí 2019 12:00 Þjóðhátíðardegi fagnað í skugga deilna um hervæðingu og spillingu Trump forseti setur sjálfan sig í öndvegi á þjóðhátíðardaginn 4. júlí. Hápunktur hátíðarhalda verður ræða hans við Lincoln-minnisvarðann þar sem vinum hans, fjölskyldu og pólitískum og fjárhagslegum bakhjörlum er sérstaklega boðið. 4. júlí 2019 13:20 Ummæli Trump um flugvelli árið 1775 þykja vandræðaleg Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, gerði vandræðaleg mistök í ræðu sinni í gær í tilefni af þjóðhátíðardegi Bandaríkjanna þegar hann fullyrti að Bandaríkjaher hafi í sjálfsstæðissstríðinu 1775 náð yfirráð yfir flugvöllum frá Bretum. 5. júlí 2019 07:20 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur aldrei áður notið meiri stuðnings í embætti þar í landi ef marka má nýja könnun bandarísku ABC sjónvarpsstöðvarinnar og dagblaðsins Washington Post. Í nýbirtri könnun miðlana segjast 44% svarenda vera sáttir við störf forsetans í embætti, sem er tveimur prósentustigum hærra en síðasti hápunktur Trumps snemma á kjörtímabilinu. Talið er að forsetinn njóti nú góðs af sterkri stöðu bandarísks efnahagslífs. Þrátt fyrir að það hlutfall sé það hæsta sem sést hefur í könnunum fram að þessu, segjast enn fleiri, eða 53% svarenda vera ósáttir við störf hans í embætti. Það hlutfall hefur verið meira en helmingur frá því að Trump tók við embætti. Slíkar óánægjutölur hafa ekki sést hjá neinum öðrum bandarískum forseta svo vitað sé um frá því að nútímakannanir hófust. Þó að ánægja með störf forsetans hafi aldrei mælst hærri, mælist Joe Biden, fremsta forsetaframbjóðendaefni Demókrataflokksins, með fjórtán prósent hærri stuðning í könnuninni en sitjandi forseti ef gengið yrði til forsetakosninga núna. Hins vegar ef einungis er tekið mið af skráðum kjósendum, það er að segja þeir sem hafa kosið áður í forsetakosningum eða sýnt vilja til þess, lækkar forskot Biden niður í tíu prósent. Önnur forsetaefni Demókrata mælast ýmist með þar um bil jafn mikinn stuðning og forsetinn eða minni. Þess má geta að enn er langt til næstu forsetakosninga þar í landi, sem fram fara í nóvember á næsta ári. Gjarnan vara sérfræðingar við því að tekið sé mikið mark á fylgi forsetaframbjóðenda í könnunum þegar svo langt í þær, þar sem sagan hefur sýnt að margt getur breyst í aðdragandanum að kosningum. Í sömu könnun sögðust 51% svarenda vera sáttir við stjórn Trump á efnahagsmálum, og er það í fyrsta sinn frá því að hann tók við embætti sem sú tala nær yfir fimmtíu prósent.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Erfitt að tengjast Trump í gegnum máginn og svilkonuna Fyrirsætan Karlie Kloss tjáði sig um tengsl sín við Jared Kushner, einn nánasta ráðgjafa Donald Trump Bandaríkjaforseta og eiginmann Ivönku Trump. 3. júlí 2019 12:00 Þjóðhátíðardegi fagnað í skugga deilna um hervæðingu og spillingu Trump forseti setur sjálfan sig í öndvegi á þjóðhátíðardaginn 4. júlí. Hápunktur hátíðarhalda verður ræða hans við Lincoln-minnisvarðann þar sem vinum hans, fjölskyldu og pólitískum og fjárhagslegum bakhjörlum er sérstaklega boðið. 4. júlí 2019 13:20 Ummæli Trump um flugvelli árið 1775 þykja vandræðaleg Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, gerði vandræðaleg mistök í ræðu sinni í gær í tilefni af þjóðhátíðardegi Bandaríkjanna þegar hann fullyrti að Bandaríkjaher hafi í sjálfsstæðissstríðinu 1775 náð yfirráð yfir flugvöllum frá Bretum. 5. júlí 2019 07:20 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira
Erfitt að tengjast Trump í gegnum máginn og svilkonuna Fyrirsætan Karlie Kloss tjáði sig um tengsl sín við Jared Kushner, einn nánasta ráðgjafa Donald Trump Bandaríkjaforseta og eiginmann Ivönku Trump. 3. júlí 2019 12:00
Þjóðhátíðardegi fagnað í skugga deilna um hervæðingu og spillingu Trump forseti setur sjálfan sig í öndvegi á þjóðhátíðardaginn 4. júlí. Hápunktur hátíðarhalda verður ræða hans við Lincoln-minnisvarðann þar sem vinum hans, fjölskyldu og pólitískum og fjárhagslegum bakhjörlum er sérstaklega boðið. 4. júlí 2019 13:20
Ummæli Trump um flugvelli árið 1775 þykja vandræðaleg Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, gerði vandræðaleg mistök í ræðu sinni í gær í tilefni af þjóðhátíðardegi Bandaríkjanna þegar hann fullyrti að Bandaríkjaher hafi í sjálfsstæðissstríðinu 1775 náð yfirráð yfir flugvöllum frá Bretum. 5. júlí 2019 07:20