Gary Martin: Ég tapaði allri gleði og því sem þarf til að spila fótbolta hjá Val Einar Kárason skrifar 6. júlí 2019 19:59 Gary í leik með Val fyrr í sumar. vísir/daníel „Það er gott að vera mættur aftur,” sagði Gary Martin, leikmaður ÍBV, eftir tapið gegn KR. Lekurinn var fyrsti leikur Gary fyrir Eyjamenn en það byrjar ekki vel. Liðið tapaði 2-0 fyrir toppliðinu og er fast við botninn. „Ég hefði getað skorað tvö. Hefði ég verið að spila undanfarnar sex vikur þá hefði ég skorað. Það er aldrei gott að tapa en við mætum aftur næstu helgi. Hver leikur er úrslitaleikur.” „Það er mikill munur á að spila í liði á toppnum og svo á botninum. Ég hefði ekki þurft að koma til ÍBV. Ég vildi koma hingað til að koma mér aftur af stað. Ég hefði getað farið í lið um miðja deild og haft það þægilegt en ég vildi koma hingað. Mig langar að halda liðinu í deildinni. Þetta er frábær klúbbur og allir hafa hugsað vel um mig síðan ég kom hingað.” „Í dag eru Óskar munurinn á liðunum. Hann hefur verið munurinn síðustu 10 ár fyrir KR og það sést á markinu hans. Hann er vinstri fótar maður og allir vita það en samt kemst hann alltaf á vinstri. Það drap okkur í dag. Við brugðumst vel við. Við vorum á pari við þá líkamlega og í hlaupagetu.” Leikurinn í dag var ekki mikið fyrir augað en það voru einstaklingsgæði sem breyttu leiknum. „Þetta var ekki fótboltaleikur. Við gerðum völlinn þurran og ósléttan sem dregur úr gæðum en það mun skila okkur stigum. Toppliðin vilja ekki spila hérna. Gæði Óskars er það skilur liðin í sundur. Ég hefði átt að jafna 1-1 en við mætum aftur næstu helgi gegn FH og við munum veita þeim leik og vonandi ná í stig.” „Ég hef spilað fyrir fimm lið á Íslandi og þetta lið er of gott til að fara niður. Þegar við vinnum einn leik gefur það okkur möguleika. Við erum með nýjan stjóra og allir eru sáttir. Það er kraftur í þessu liði og þetta mun koma. Allir á eyjunni standa við bakið á okkur. Þetta lið verður að vera í Pepsi deildinni. Það eru 11 leikir eftir svo þetta er ekki búið.” „Ég þarf ekki að sanna mig fyrir neinum. Ég hef unnið allt hér. Ég valdi ÍBV því ég taldi það vera minn besta möguleika til að koma mér af stað aftur. Ég þarf að gefa allt í hvern einasta leik. Ég þarf að gefa allt mitt því liðið mitt þarf á mér að halda.” „Ég legg mitt af mörkum. Ég geri allt til að finna gleðina aftur. Í Val glataði ég því öllu. Ég tapaði allri gleði og því sem þarf til að spila fótbolta. Þeir gjörsamlega tæmdu mig. Þetta var það besta í stöðunni fyrir mig. Hér er ég einn og get einbeitt mér að verkefninu og notið þess að spila fótbolta.” Langt er síðan Gary spilaði heilar 90 mínútur en hann var brattur eftir leik dagsins. „Ég átti ágætan leik. Ég hefði átt að skora. Ég er ánægður. 90 mínútur og enginn krampi. Ég er í flottu formi. Ég hef ekki spilað í 6 vikur en ég held mér í góðu standi og tek þessu alvarlega. Eina slæma við þetta er að við fengum engin stig en það er gott að vera kominn aftur. Stuðningsmennirnir hafa tekið vel við mér. Þeir voru frábærir og mér þótti vænt um það.” „Ef við höldum okkur í deildinni mun ég tala fyrst við ÍBV áður en ég ræði við önnur lið. ÍBV á það inni hjá mér. Þeir gáfu mér þetta tækifæri. Ég vil halda liðinu í deildinni. Það er markmið númer eitt. Þetta lið á að vera í efstu deild.” „Það er gott að búa hérna. Það er friðsælt og það sem ég þarf eftir það sem á undan hefur gengið. Ég hef lítið hugsað út í þetta. Ég geri bara mitt besta fyrir ÍBV og sjáum svo til hvað gerist,” sagði Gary að lokum. Pepsi Max-deild karla Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Sjá meira
„Það er gott að vera mættur aftur,” sagði Gary Martin, leikmaður ÍBV, eftir tapið gegn KR. Lekurinn var fyrsti leikur Gary fyrir Eyjamenn en það byrjar ekki vel. Liðið tapaði 2-0 fyrir toppliðinu og er fast við botninn. „Ég hefði getað skorað tvö. Hefði ég verið að spila undanfarnar sex vikur þá hefði ég skorað. Það er aldrei gott að tapa en við mætum aftur næstu helgi. Hver leikur er úrslitaleikur.” „Það er mikill munur á að spila í liði á toppnum og svo á botninum. Ég hefði ekki þurft að koma til ÍBV. Ég vildi koma hingað til að koma mér aftur af stað. Ég hefði getað farið í lið um miðja deild og haft það þægilegt en ég vildi koma hingað. Mig langar að halda liðinu í deildinni. Þetta er frábær klúbbur og allir hafa hugsað vel um mig síðan ég kom hingað.” „Í dag eru Óskar munurinn á liðunum. Hann hefur verið munurinn síðustu 10 ár fyrir KR og það sést á markinu hans. Hann er vinstri fótar maður og allir vita það en samt kemst hann alltaf á vinstri. Það drap okkur í dag. Við brugðumst vel við. Við vorum á pari við þá líkamlega og í hlaupagetu.” Leikurinn í dag var ekki mikið fyrir augað en það voru einstaklingsgæði sem breyttu leiknum. „Þetta var ekki fótboltaleikur. Við gerðum völlinn þurran og ósléttan sem dregur úr gæðum en það mun skila okkur stigum. Toppliðin vilja ekki spila hérna. Gæði Óskars er það skilur liðin í sundur. Ég hefði átt að jafna 1-1 en við mætum aftur næstu helgi gegn FH og við munum veita þeim leik og vonandi ná í stig.” „Ég hef spilað fyrir fimm lið á Íslandi og þetta lið er of gott til að fara niður. Þegar við vinnum einn leik gefur það okkur möguleika. Við erum með nýjan stjóra og allir eru sáttir. Það er kraftur í þessu liði og þetta mun koma. Allir á eyjunni standa við bakið á okkur. Þetta lið verður að vera í Pepsi deildinni. Það eru 11 leikir eftir svo þetta er ekki búið.” „Ég þarf ekki að sanna mig fyrir neinum. Ég hef unnið allt hér. Ég valdi ÍBV því ég taldi það vera minn besta möguleika til að koma mér af stað aftur. Ég þarf að gefa allt í hvern einasta leik. Ég þarf að gefa allt mitt því liðið mitt þarf á mér að halda.” „Ég legg mitt af mörkum. Ég geri allt til að finna gleðina aftur. Í Val glataði ég því öllu. Ég tapaði allri gleði og því sem þarf til að spila fótbolta. Þeir gjörsamlega tæmdu mig. Þetta var það besta í stöðunni fyrir mig. Hér er ég einn og get einbeitt mér að verkefninu og notið þess að spila fótbolta.” Langt er síðan Gary spilaði heilar 90 mínútur en hann var brattur eftir leik dagsins. „Ég átti ágætan leik. Ég hefði átt að skora. Ég er ánægður. 90 mínútur og enginn krampi. Ég er í flottu formi. Ég hef ekki spilað í 6 vikur en ég held mér í góðu standi og tek þessu alvarlega. Eina slæma við þetta er að við fengum engin stig en það er gott að vera kominn aftur. Stuðningsmennirnir hafa tekið vel við mér. Þeir voru frábærir og mér þótti vænt um það.” „Ef við höldum okkur í deildinni mun ég tala fyrst við ÍBV áður en ég ræði við önnur lið. ÍBV á það inni hjá mér. Þeir gáfu mér þetta tækifæri. Ég vil halda liðinu í deildinni. Það er markmið númer eitt. Þetta lið á að vera í efstu deild.” „Það er gott að búa hérna. Það er friðsælt og það sem ég þarf eftir það sem á undan hefur gengið. Ég hef lítið hugsað út í þetta. Ég geri bara mitt besta fyrir ÍBV og sjáum svo til hvað gerist,” sagði Gary að lokum.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Sjá meira