Segir að fólk sé byrjað að birgja sig upp af mat og vatni eftir öflugan jarðskjálfta Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 6. júlí 2019 20:30 Íslensk kona búsett í Kaliforníu segir að fólk sé hrætt, það sé byrjað að birgja sig upp af mat og vatni eftir öflugan jarðskjálfta upp á 7,1 sem reið yfir svæðið í nótt. Ekki er útilokað að enn stærri skjálfti sé á leiðinni en skjálftinn í nótt er sá stærsti sem skekið hefur Kaliforníu í tvo áratugi. Klukkan var 20:21 að staðartíma þegar myndverið sást byrja að skjálfa og skyndilega var tekin ákvörðun um að rjúfa útsendinguna. Skjálftamiðjan var á 900 metra dýpi í borginni Ridgecrest um 240km norðaustur af Los Angeles, stærstu borgar Kaliforníu. Áhrifa skjálftans gætti þó víða en hann fannst til að mynfa á landamærum Bandaríkjanna við Mexíkó. Íslendingur sem búsettur er í Los Angeles segir að í fyrstu hafi hún ekki kippt sér upp við skjálftann, hræðsla greip svo um sig þegar hann virtist engan endi ætla að taka. „Nema svo hætti hann ekki og stigmagnaðist og allt var að hristast. Við erum hér með hangandi ljós sem fóru alveg á flug og það brotnuðu glös úti á svölum,“ sagði Unnur Eggertsdóttir, söng- og leikkona í Los Angeles. Hún segir að nú sé fólk mjög hrætt enda hafa jarðfræðingar varað fólk við að stór skjálfti sé í vændum. „Það eru allir miklu meira á nálum núna því fólk er hrætt við þennan risa skjálfta sem jarðfræðingar hafa varað við. Þannig að ég persónulega er búin að pakka í tösku, er með vatnsflöskur og mat tilbúinn. Ég veit að vinir mínir eru að gera slíkt hið sama. Þeir eru með birgðir í vinnunni, bílnum, heima hjá sér og ætla í rauninni bara að vera tilbúnir ef það skyldi gerast. Það eru allir skíthræddir um það hvað gerist og hvar maður verður þegar þessi skjálfti kemur,“ sagði Unnur Eggertsdóttir. Samkvæmt heimildum BBC hafa engar fréttir borist af dauðsföllum af völdum skjálftans en í Ridgecrest glíma íbúar við eldsvoða, gasleka og rafmagnsleysi. Bandaríkin Tengdar fréttir Slitu útsendingunni og hurfu undir borð Jarðskjálftinn sem mældist að stærðinni 7,1 á richter skók suðurhluta Kaliforníu á vesturströnd Bandaríkjanna í nótt. 6. júlí 2019 13:24 Stærsti jarðskjálfti sem skekið hefur Kalíforníu í tvo áratugi Jarðskjálfti sem mældist 7,1 á Richter skók suðurhluta Kaliforníu á vesturströnd Bandaríkjanna í nótt. Um er að ræða stærsta skjálfta sem mælst hefur á svæðinu í tvo áratugi. 6. júlí 2019 08:43 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Fleiri fréttir „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sjá meira
Íslensk kona búsett í Kaliforníu segir að fólk sé hrætt, það sé byrjað að birgja sig upp af mat og vatni eftir öflugan jarðskjálfta upp á 7,1 sem reið yfir svæðið í nótt. Ekki er útilokað að enn stærri skjálfti sé á leiðinni en skjálftinn í nótt er sá stærsti sem skekið hefur Kaliforníu í tvo áratugi. Klukkan var 20:21 að staðartíma þegar myndverið sást byrja að skjálfa og skyndilega var tekin ákvörðun um að rjúfa útsendinguna. Skjálftamiðjan var á 900 metra dýpi í borginni Ridgecrest um 240km norðaustur af Los Angeles, stærstu borgar Kaliforníu. Áhrifa skjálftans gætti þó víða en hann fannst til að mynfa á landamærum Bandaríkjanna við Mexíkó. Íslendingur sem búsettur er í Los Angeles segir að í fyrstu hafi hún ekki kippt sér upp við skjálftann, hræðsla greip svo um sig þegar hann virtist engan endi ætla að taka. „Nema svo hætti hann ekki og stigmagnaðist og allt var að hristast. Við erum hér með hangandi ljós sem fóru alveg á flug og það brotnuðu glös úti á svölum,“ sagði Unnur Eggertsdóttir, söng- og leikkona í Los Angeles. Hún segir að nú sé fólk mjög hrætt enda hafa jarðfræðingar varað fólk við að stór skjálfti sé í vændum. „Það eru allir miklu meira á nálum núna því fólk er hrætt við þennan risa skjálfta sem jarðfræðingar hafa varað við. Þannig að ég persónulega er búin að pakka í tösku, er með vatnsflöskur og mat tilbúinn. Ég veit að vinir mínir eru að gera slíkt hið sama. Þeir eru með birgðir í vinnunni, bílnum, heima hjá sér og ætla í rauninni bara að vera tilbúnir ef það skyldi gerast. Það eru allir skíthræddir um það hvað gerist og hvar maður verður þegar þessi skjálfti kemur,“ sagði Unnur Eggertsdóttir. Samkvæmt heimildum BBC hafa engar fréttir borist af dauðsföllum af völdum skjálftans en í Ridgecrest glíma íbúar við eldsvoða, gasleka og rafmagnsleysi.
Bandaríkin Tengdar fréttir Slitu útsendingunni og hurfu undir borð Jarðskjálftinn sem mældist að stærðinni 7,1 á richter skók suðurhluta Kaliforníu á vesturströnd Bandaríkjanna í nótt. 6. júlí 2019 13:24 Stærsti jarðskjálfti sem skekið hefur Kalíforníu í tvo áratugi Jarðskjálfti sem mældist 7,1 á Richter skók suðurhluta Kaliforníu á vesturströnd Bandaríkjanna í nótt. Um er að ræða stærsta skjálfta sem mælst hefur á svæðinu í tvo áratugi. 6. júlí 2019 08:43 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Fleiri fréttir „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sjá meira
Slitu útsendingunni og hurfu undir borð Jarðskjálftinn sem mældist að stærðinni 7,1 á richter skók suðurhluta Kaliforníu á vesturströnd Bandaríkjanna í nótt. 6. júlí 2019 13:24
Stærsti jarðskjálfti sem skekið hefur Kalíforníu í tvo áratugi Jarðskjálfti sem mældist 7,1 á Richter skók suðurhluta Kaliforníu á vesturströnd Bandaríkjanna í nótt. Um er að ræða stærsta skjálfta sem mælst hefur á svæðinu í tvo áratugi. 6. júlí 2019 08:43