Íbúar í Árborg verða 10 þúsund um áramótin Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 6. júlí 2019 14:07 Ölfusárbrúin í Árborg. Vísir/Vilhelm Íbúum í Sveitarfélaginu Árborg fjölgar hratt og stefnir í að fjöldi íbúa verði komin upp í tíu þúsund manns um næstu áramót. Það sem af er ári hefur íbúum fjölgað að meðaltali um fimm prósent í hverjum mánuði. Langmest er byggt af nýju íbúðarhúsnæði á Selfossi en töluvert er líka byggt á Stokkseyri og Eyrarbakka og í Sandvíkurhreppnum hinum forna. Íbúum sveitarfélagsins Árborgar hefur fjölgað mjög ört síðustu ár en sjaldan eða aldrei eins mikið og það sem af er árinu 2019. Gísli Halldór Halldórsson er bæjarstjóri í Árborg. „Já, það er enn þá gríðarleg fjölgun. Í síðasta mánuði var hún á ársgrundvelli 5%, í maí var hún 8% á ársgrundvelli. Miðað við þann hraða sem er í þessu þá ættum við að verða í kringum 10.000 um áramótin, desember jafnvel. Það eru núna 9.723 íbúar í Árborg,“ segir Gísli Halldór. En hver er meðalfjölgun íbúar Árborgar á mánuði? „Ef okkur heldur áfram að fjölga um 5%, sem hefur verið algengasta talan sem við erum að sjá, þá förum við yfir tíu þúsundin akkúrat um áramótin,“ segir Gísli Gísli Halldór segir það mikla áskorun fyrir sveitarfélagið að taka við svona mörgum nýjum íbúum. „Auðvitað er þetta mikil fjölgun og það er stórt verkefni að takast á við en úr því að við þurfum hvort eð er að byggja fyrir þetta, nýjan skóla, leikskóla og bæta íþróttaaðstöðu með yfirbyggðu knattspyrnuhúsi, þá er ekkert verra að fá fleiri íbúa til þess að standa undir þeim fjárfestingum,“ segir Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri í Árborg. Árborg Tengdar fréttir Þriðja apótekið opnað á Selfossi Apótek Suðurlands er nýtt apótek, sem hefur verið opnað á Selfossi og er rekið af einkaaðilum. Í bæjarfélaginu eru tvö önnur apótek. 22. júní 2019 14:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Réttindalausir stútar á ferðinni Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Fleiri fréttir Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Sjá meira
Íbúum í Sveitarfélaginu Árborg fjölgar hratt og stefnir í að fjöldi íbúa verði komin upp í tíu þúsund manns um næstu áramót. Það sem af er ári hefur íbúum fjölgað að meðaltali um fimm prósent í hverjum mánuði. Langmest er byggt af nýju íbúðarhúsnæði á Selfossi en töluvert er líka byggt á Stokkseyri og Eyrarbakka og í Sandvíkurhreppnum hinum forna. Íbúum sveitarfélagsins Árborgar hefur fjölgað mjög ört síðustu ár en sjaldan eða aldrei eins mikið og það sem af er árinu 2019. Gísli Halldór Halldórsson er bæjarstjóri í Árborg. „Já, það er enn þá gríðarleg fjölgun. Í síðasta mánuði var hún á ársgrundvelli 5%, í maí var hún 8% á ársgrundvelli. Miðað við þann hraða sem er í þessu þá ættum við að verða í kringum 10.000 um áramótin, desember jafnvel. Það eru núna 9.723 íbúar í Árborg,“ segir Gísli Halldór. En hver er meðalfjölgun íbúar Árborgar á mánuði? „Ef okkur heldur áfram að fjölga um 5%, sem hefur verið algengasta talan sem við erum að sjá, þá förum við yfir tíu þúsundin akkúrat um áramótin,“ segir Gísli Gísli Halldór segir það mikla áskorun fyrir sveitarfélagið að taka við svona mörgum nýjum íbúum. „Auðvitað er þetta mikil fjölgun og það er stórt verkefni að takast á við en úr því að við þurfum hvort eð er að byggja fyrir þetta, nýjan skóla, leikskóla og bæta íþróttaaðstöðu með yfirbyggðu knattspyrnuhúsi, þá er ekkert verra að fá fleiri íbúa til þess að standa undir þeim fjárfestingum,“ segir Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri í Árborg.
Árborg Tengdar fréttir Þriðja apótekið opnað á Selfossi Apótek Suðurlands er nýtt apótek, sem hefur verið opnað á Selfossi og er rekið af einkaaðilum. Í bæjarfélaginu eru tvö önnur apótek. 22. júní 2019 14:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Réttindalausir stútar á ferðinni Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Fleiri fréttir Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Sjá meira
Þriðja apótekið opnað á Selfossi Apótek Suðurlands er nýtt apótek, sem hefur verið opnað á Selfossi og er rekið af einkaaðilum. Í bæjarfélaginu eru tvö önnur apótek. 22. júní 2019 14:00