Þar til í mars á þessu ári voru konur af afrískum uppruna skráðar sem „negrítar“ í sjúkraskrá Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 4. júlí 2019 19:30 Þar til í mars á þessu ári voru konur af afrískum uppruna skráðar sem „negrítar“ í sjúkraskrá. Yfirlæknir fæðingardeildar á Landspítalanum segir flokkun kvenna eftir kynþætti nauðsynlega í sjúkraskrá til að fá sem bestar upplýsingar um heilsufar. Ung kona segir niðurlægjandi að hafa verið flokkuð sem negríti þegar hún mætti í mæðravernd. Eva Þóra Hartmannsdóttir fór í 25 vikna skoðun hjá Mæðravernd í fyrradag. Við komu var henni gert að taka könnun um heilsufar og brá henni í brún þegar ljósmóðir hakaði við orðið „negríti“ á sjúkraskrá Evu. „Og hún hakar við „negríta“ þannig að ég sá það og þá spyr ég hana út í það og hún segir að þetta hafi alltaf verið svona og hafði ekki beint skýringu á því,“ sagði Eva Þóra Hartmannsdóttir, hjúkrunarfræðinemi. Negríti er afbrigði af orðinu negri sem löngum hefur þótt niðurlægjandi og fordómafullt. „Já mér finnst það. Ég tengi þetta ekki við allt annað orð sem getur þýtt eitthvað annað. Af því þetta er tengt mínum kynþætti þá tengi ég það strax við orðið negri,“ sagði Eva Þóra.Færsla Evu Þóru vakti athygli.SKJÁSKOT ÚR FRÉTT„Það var í sjúkraskránni okkar áður þessi dálkur þar sem beðið er um að flokka konur eftir uppruna og hét „negríti“ en í nýjustu uppfærslunni sem kom í mars síðastliðnum þá er búið að breyta orðavalinu í afrískan uppruna,“ sagði Hulda Hjartardóttir, yfirlæknir á fæðingardeild Landspítalans. Í sjúkraskrá er um fjóra flokka að ræða og er fólk flokkað eftir því hver uppruni þess er. Aðspurð hvers vegna slík flokkun á fólki sé til staðar segir Hulda að hún sé til að meta áhættuþætti. Til dæmis fyrir ýmsum sjúkdómum. Meðgöngusykursýki sé algengari hjá þeim sem eru ekki af kákasískum kynstofni. Það sé áhættuþáttur sem taka þurfi til greina og gera sérstakar ráðstafanir. Því sé flokkunin nauðsynleg að sögn Huldu. „Já hún er nauðsynleg til þess að við fáum sem bestar upplýsingar um konuna og högum mæðravend á sem bestan hátt,“ sagði Hulda. Heilbrigðismál Tengdar fréttir Kölluð „negríti“ í sjúkrasögu sinni án útskýringa Eva Þóra Hartmannsdóttir þurfti að gangast undir sykurþolspróf eingöngu vegna uppruna síns, að hennar eigin sögn. 3. júlí 2019 17:42 Mest lesið Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Egill Þór er látinn Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Sjá meira
Þar til í mars á þessu ári voru konur af afrískum uppruna skráðar sem „negrítar“ í sjúkraskrá. Yfirlæknir fæðingardeildar á Landspítalanum segir flokkun kvenna eftir kynþætti nauðsynlega í sjúkraskrá til að fá sem bestar upplýsingar um heilsufar. Ung kona segir niðurlægjandi að hafa verið flokkuð sem negríti þegar hún mætti í mæðravernd. Eva Þóra Hartmannsdóttir fór í 25 vikna skoðun hjá Mæðravernd í fyrradag. Við komu var henni gert að taka könnun um heilsufar og brá henni í brún þegar ljósmóðir hakaði við orðið „negríti“ á sjúkraskrá Evu. „Og hún hakar við „negríta“ þannig að ég sá það og þá spyr ég hana út í það og hún segir að þetta hafi alltaf verið svona og hafði ekki beint skýringu á því,“ sagði Eva Þóra Hartmannsdóttir, hjúkrunarfræðinemi. Negríti er afbrigði af orðinu negri sem löngum hefur þótt niðurlægjandi og fordómafullt. „Já mér finnst það. Ég tengi þetta ekki við allt annað orð sem getur þýtt eitthvað annað. Af því þetta er tengt mínum kynþætti þá tengi ég það strax við orðið negri,“ sagði Eva Þóra.Færsla Evu Þóru vakti athygli.SKJÁSKOT ÚR FRÉTT„Það var í sjúkraskránni okkar áður þessi dálkur þar sem beðið er um að flokka konur eftir uppruna og hét „negríti“ en í nýjustu uppfærslunni sem kom í mars síðastliðnum þá er búið að breyta orðavalinu í afrískan uppruna,“ sagði Hulda Hjartardóttir, yfirlæknir á fæðingardeild Landspítalans. Í sjúkraskrá er um fjóra flokka að ræða og er fólk flokkað eftir því hver uppruni þess er. Aðspurð hvers vegna slík flokkun á fólki sé til staðar segir Hulda að hún sé til að meta áhættuþætti. Til dæmis fyrir ýmsum sjúkdómum. Meðgöngusykursýki sé algengari hjá þeim sem eru ekki af kákasískum kynstofni. Það sé áhættuþáttur sem taka þurfi til greina og gera sérstakar ráðstafanir. Því sé flokkunin nauðsynleg að sögn Huldu. „Já hún er nauðsynleg til þess að við fáum sem bestar upplýsingar um konuna og högum mæðravend á sem bestan hátt,“ sagði Hulda.
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Kölluð „negríti“ í sjúkrasögu sinni án útskýringa Eva Þóra Hartmannsdóttir þurfti að gangast undir sykurþolspróf eingöngu vegna uppruna síns, að hennar eigin sögn. 3. júlí 2019 17:42 Mest lesið Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Egill Þór er látinn Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Sjá meira
Kölluð „negríti“ í sjúkrasögu sinni án útskýringa Eva Þóra Hartmannsdóttir þurfti að gangast undir sykurþolspróf eingöngu vegna uppruna síns, að hennar eigin sögn. 3. júlí 2019 17:42