Sesselía Birgisdóttir ráðin til Íslandspósts Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 4. júlí 2019 15:13 Sesselía Birgisdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri þjónustu- og markaðssviðs Íslandspósts. Mynd/aðsend Sesselía Birgisdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Þjónustu- og markaðssviðs Íslandspósts. Hún hefur störf í lok sumars að því er fram kemur í tilkynningu frá Íslandspósti. Sesselja hefur starfað sem forstöðumaður stafrænna miðla og markaðsmála hjá Advanía síðan 2016 og starfaði áður sem sjálfstæður ráðgjafi á sviði markaðsmála. Sesselía er með tvær mastersgráður frá Háskólanum í Lundi, annars vegar í stjórnun mannauðs með áherslu á þekkingarmiðlun og breytingar og hins vegar í alþjóða markaðsfræðum og vörumerkjastjórnun. „Ég er mjög spennt fyrir því að taka þátt í þessu skemmtilega og krefjandi verkefni, Íslandspóstur er flott fyrirtæki sem þjónustar alla landsmenn en stendur á miklum tímamótum. Ég hlakka mikið til að taka þátt í öllum þeim stóru verkefnum sem framundan eru og taka þátt í að marka skýra stefnu sem skilar árangri,“ er haft eftir Sesselju í fréttatilkynningunni.Í gær fengu starfsmenn fyrirtækisins tölvupóst þar sem boðaðar voru uppsagnir á næstunni. Umtalsverður hluti millistjórnenda og þeirra sem vinna á skrifstofum Íslandspósts verður látinn fara og eiga uppsagnirnar að hefjast á næstu vikum. Íslandspóstur hefur átt í verulegum fjárhagskröggum að undanförnum og óskaði stjórn fyrirtækisins eftir 1,5 milljarða neyðarlánveitingu frá ríkinu. Í tilkynningunni um ráðningu Sesselíu er haft eftir Birgi Jónssyni, forstjóra Íslandspósts, að endurskipulagningarferli standi yfir hjá Íslandspósti, „Þar sem megin áherslan [sé] fyrst um sinn að ná stjórn á kostnaði.“ Stóra verkefnið sé aftur á móti að marka framtíðarstefnu „og finna fyrirtækinu stað í breyttu viðskiptaumhverfi og því er Sesselía mjög mikilvæg viðbót í hópinn enda sterkur og reyndur leiðtogi á þessu sviði,“ að sögn Birgis. Íslandspóstur Tengdar fréttir Íslandspóstur fækkar framkvæmdastjórum og flytur í ódýrara húsnæði Viðamiklar breytingar hafa verið gerðar á rekstri Íslandspósts. Framkvæmdastjórum verður fækkað úr fimm í þrjá, og láta þannig tveir framkvæmdastjórar af störfum. 25. júní 2019 09:21 Starfsmönnum Íslandspósts tilkynnt um yfirvofandi uppsagnir Forstjóri Íslandspósts segir að umtalverður hluti millistjórnenda og skrifstofustarfsmanna verði sagt upp. Sársaukafyllstu aðgerðunum eigi að ljúka að mestu fyrir haustið. 3. júlí 2019 15:23 Íslandspóstur auglýsir Samskipti til sölu þrettán árum eftir kaup Íslandspóstur er að undirbúa söluferli á prentþjónustufyrirtækinu Samskiptum. Salan er hluti af endurskipulagningu félagsins sem greint var frá á dögunum. 1. júlí 2019 14:26 Telja hugleiðingar fjármálaráðherra um einkavæðingu Íslandspósts fráleitar Magnús Már Guðmundsson, framkvæmdastjóri BSRB, reynir að telja fjármálaráðherra hughvarf í opnu bréfi. 27. júní 2019 15:00 Forstjóri Íslandspósts upplifir skýrslu Ríkisendurskoðunar ekki sem áfellisdóm Birgir Jónsson, forstjóri Íslandspósts, segir skýrslu Ríkisendurskoðunar gott veganesti fyrir framtíðina. Tillögur til úrbóta falli vel að hans eigin sýn. 25. júní 2019 12:07 Segja mörgum spurningum um Íslandspóst enn ósvarað Samkeppniseftirlitið og fyrrverandi og núverandi forstjórar Íslandspósts verða kallaðir fyrir stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd þar sem mörgum spurningum er ennþá ósvarað um rekstrarvanda Íslandspósts að sögn formanns nefndarinnar. Nefndarmaður í fjárlaganefnd segir enn fremur að Póst-og fjarskiptastofnun verði einnig kölluð fyrir nefndina. 26. júní 2019 13:15 Íslandspóstur verði seldur við fyrsta tækifæri segir ráðherra Þegar umbætur á lagaumgjörð, sem gerðar hafa verið, og nauðsynlegar breytingar á rekstri Íslandspósts fari að skila árangri er ekkert því til fyrirstöðu að ríkið selji reksturinn, segir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. 27. júní 2019 06:00 Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi MrBeast gerir tilboð í TikTok Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu BYKO með ánægðustu viðskiptavinina áttunda árið í röð Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Sjá meira
Sesselía Birgisdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Þjónustu- og markaðssviðs Íslandspósts. Hún hefur störf í lok sumars að því er fram kemur í tilkynningu frá Íslandspósti. Sesselja hefur starfað sem forstöðumaður stafrænna miðla og markaðsmála hjá Advanía síðan 2016 og starfaði áður sem sjálfstæður ráðgjafi á sviði markaðsmála. Sesselía er með tvær mastersgráður frá Háskólanum í Lundi, annars vegar í stjórnun mannauðs með áherslu á þekkingarmiðlun og breytingar og hins vegar í alþjóða markaðsfræðum og vörumerkjastjórnun. „Ég er mjög spennt fyrir því að taka þátt í þessu skemmtilega og krefjandi verkefni, Íslandspóstur er flott fyrirtæki sem þjónustar alla landsmenn en stendur á miklum tímamótum. Ég hlakka mikið til að taka þátt í öllum þeim stóru verkefnum sem framundan eru og taka þátt í að marka skýra stefnu sem skilar árangri,“ er haft eftir Sesselju í fréttatilkynningunni.Í gær fengu starfsmenn fyrirtækisins tölvupóst þar sem boðaðar voru uppsagnir á næstunni. Umtalsverður hluti millistjórnenda og þeirra sem vinna á skrifstofum Íslandspósts verður látinn fara og eiga uppsagnirnar að hefjast á næstu vikum. Íslandspóstur hefur átt í verulegum fjárhagskröggum að undanförnum og óskaði stjórn fyrirtækisins eftir 1,5 milljarða neyðarlánveitingu frá ríkinu. Í tilkynningunni um ráðningu Sesselíu er haft eftir Birgi Jónssyni, forstjóra Íslandspósts, að endurskipulagningarferli standi yfir hjá Íslandspósti, „Þar sem megin áherslan [sé] fyrst um sinn að ná stjórn á kostnaði.“ Stóra verkefnið sé aftur á móti að marka framtíðarstefnu „og finna fyrirtækinu stað í breyttu viðskiptaumhverfi og því er Sesselía mjög mikilvæg viðbót í hópinn enda sterkur og reyndur leiðtogi á þessu sviði,“ að sögn Birgis.
Íslandspóstur Tengdar fréttir Íslandspóstur fækkar framkvæmdastjórum og flytur í ódýrara húsnæði Viðamiklar breytingar hafa verið gerðar á rekstri Íslandspósts. Framkvæmdastjórum verður fækkað úr fimm í þrjá, og láta þannig tveir framkvæmdastjórar af störfum. 25. júní 2019 09:21 Starfsmönnum Íslandspósts tilkynnt um yfirvofandi uppsagnir Forstjóri Íslandspósts segir að umtalverður hluti millistjórnenda og skrifstofustarfsmanna verði sagt upp. Sársaukafyllstu aðgerðunum eigi að ljúka að mestu fyrir haustið. 3. júlí 2019 15:23 Íslandspóstur auglýsir Samskipti til sölu þrettán árum eftir kaup Íslandspóstur er að undirbúa söluferli á prentþjónustufyrirtækinu Samskiptum. Salan er hluti af endurskipulagningu félagsins sem greint var frá á dögunum. 1. júlí 2019 14:26 Telja hugleiðingar fjármálaráðherra um einkavæðingu Íslandspósts fráleitar Magnús Már Guðmundsson, framkvæmdastjóri BSRB, reynir að telja fjármálaráðherra hughvarf í opnu bréfi. 27. júní 2019 15:00 Forstjóri Íslandspósts upplifir skýrslu Ríkisendurskoðunar ekki sem áfellisdóm Birgir Jónsson, forstjóri Íslandspósts, segir skýrslu Ríkisendurskoðunar gott veganesti fyrir framtíðina. Tillögur til úrbóta falli vel að hans eigin sýn. 25. júní 2019 12:07 Segja mörgum spurningum um Íslandspóst enn ósvarað Samkeppniseftirlitið og fyrrverandi og núverandi forstjórar Íslandspósts verða kallaðir fyrir stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd þar sem mörgum spurningum er ennþá ósvarað um rekstrarvanda Íslandspósts að sögn formanns nefndarinnar. Nefndarmaður í fjárlaganefnd segir enn fremur að Póst-og fjarskiptastofnun verði einnig kölluð fyrir nefndina. 26. júní 2019 13:15 Íslandspóstur verði seldur við fyrsta tækifæri segir ráðherra Þegar umbætur á lagaumgjörð, sem gerðar hafa verið, og nauðsynlegar breytingar á rekstri Íslandspósts fari að skila árangri er ekkert því til fyrirstöðu að ríkið selji reksturinn, segir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. 27. júní 2019 06:00 Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi MrBeast gerir tilboð í TikTok Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu BYKO með ánægðustu viðskiptavinina áttunda árið í röð Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Sjá meira
Íslandspóstur fækkar framkvæmdastjórum og flytur í ódýrara húsnæði Viðamiklar breytingar hafa verið gerðar á rekstri Íslandspósts. Framkvæmdastjórum verður fækkað úr fimm í þrjá, og láta þannig tveir framkvæmdastjórar af störfum. 25. júní 2019 09:21
Starfsmönnum Íslandspósts tilkynnt um yfirvofandi uppsagnir Forstjóri Íslandspósts segir að umtalverður hluti millistjórnenda og skrifstofustarfsmanna verði sagt upp. Sársaukafyllstu aðgerðunum eigi að ljúka að mestu fyrir haustið. 3. júlí 2019 15:23
Íslandspóstur auglýsir Samskipti til sölu þrettán árum eftir kaup Íslandspóstur er að undirbúa söluferli á prentþjónustufyrirtækinu Samskiptum. Salan er hluti af endurskipulagningu félagsins sem greint var frá á dögunum. 1. júlí 2019 14:26
Telja hugleiðingar fjármálaráðherra um einkavæðingu Íslandspósts fráleitar Magnús Már Guðmundsson, framkvæmdastjóri BSRB, reynir að telja fjármálaráðherra hughvarf í opnu bréfi. 27. júní 2019 15:00
Forstjóri Íslandspósts upplifir skýrslu Ríkisendurskoðunar ekki sem áfellisdóm Birgir Jónsson, forstjóri Íslandspósts, segir skýrslu Ríkisendurskoðunar gott veganesti fyrir framtíðina. Tillögur til úrbóta falli vel að hans eigin sýn. 25. júní 2019 12:07
Segja mörgum spurningum um Íslandspóst enn ósvarað Samkeppniseftirlitið og fyrrverandi og núverandi forstjórar Íslandspósts verða kallaðir fyrir stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd þar sem mörgum spurningum er ennþá ósvarað um rekstrarvanda Íslandspósts að sögn formanns nefndarinnar. Nefndarmaður í fjárlaganefnd segir enn fremur að Póst-og fjarskiptastofnun verði einnig kölluð fyrir nefndina. 26. júní 2019 13:15
Íslandspóstur verði seldur við fyrsta tækifæri segir ráðherra Þegar umbætur á lagaumgjörð, sem gerðar hafa verið, og nauðsynlegar breytingar á rekstri Íslandspósts fari að skila árangri er ekkert því til fyrirstöðu að ríkið selji reksturinn, segir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. 27. júní 2019 06:00