Alþjóðlegt flóttamannaráð sett á laggirnar Heimsljós kynnir 4. júlí 2019 15:15 © UNHCR/Georgina Goodwin Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna (UNHCR) hefur ákveðið að setja á laggirnar alþjóðlegt flóttamannaráð (Global Refugee Forum) og boðar jafnframt til fyrsta fundar ráðsins um miðjan desember í Genf í Sviss. Ríkisstjórn Sviss verður ásamt UNHCR, gestgjafi viðburðarins sem verður á ráðherrastigi, en einnig er boðað til hans í nafni Tyrklands, Þýskalands, Eþíópíu og Kostaríka. Verið er að leita til fleiri landa um aðkomu að viðburðinum og verður það tilkynnt síðar. Reiknað er með að Antonío Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna sæki viðburðinn. „Nú þegar tugir milljóna einstaklinga glíma við afleiðingar stríðs, átaka og ofsókna, verður hnattrænn umræðuvettvangur um málefni flóttafólks tækifæri fyrir lönd til að meta núverandi stöðu og efla viðbragðsaðgerðir á heimsvísu. Hann er til kominn í kjölfar nýs sáttmála um málefni flóttamanna sem allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna samþykkti í desember síðastliðnum og er hluti af innleiðingu hans,“ segir í frétt á vef Flóttamannastofnunar. Þar segir enn fremur að sáttmáli um málefni flóttafólks, í samræmi við meginregluna um sanngjarnt álag og deilingu ábyrgðar, leitist við að bæta viðbragðsaðgerðir vegna málefna flóttafólks á heimsvísu með því að veita löndum og samfélögum sem taka á móti flóttafólki aukinn stuðning á sama tíma og flóttafólki eru veitt úrræði til að verða meira sjálfbjarga. „Hann miðar einnig að því að fjölga stöðum sem flóttafólk í viðkvæmri stöðu getur sest að á og öðrum lagalegum leiðum til að komast til öruggra þriðju landa, og bæta aðstæður í upprunalöndum flóttafólksins.“ Í fréttinni segir að alþjóðlega flóttamannaráðið sé einstakt tækifæri fyrir ríki og aðra til að koma saman og finna áræðnar, nýjar leiðir til að minnka álag á móttökulöndin, efla sjálfstæði flóttafólks og leita lausna. Flóttamannaráðið leiði saman stjórnvöld, alþjóðleg samtök, sveitarfélög, félagasamtök, einkageirann, íbúa móttökusamfélaga og flóttafólkið sjálft. Á fyrsta fundi ráðsins í desember verður einblínt á sex þætti: úrræði vegna álags og deilingu ábyrgðar, menntun, störf og lífsviðurværi, orku og innviði, lausnir og getu til verndar. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Mest lesið Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Innlent „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Innlent Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni Innlent Holtavörðuheiði lokað í nótt Innlent Sat fyrir svörum vegna áfengisdrykkju og viðhorfa til kvenhermanna Erlent Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Innlent Vilja nota fleiri aðferðir en bara BMI til að meta offitu Erlent Forseti Suður-Kóreu handtekinn í mikilli aðgerð Erlent Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Innlent Katrín Jakobsdóttir tekur við af Daða Má Innlent
Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna (UNHCR) hefur ákveðið að setja á laggirnar alþjóðlegt flóttamannaráð (Global Refugee Forum) og boðar jafnframt til fyrsta fundar ráðsins um miðjan desember í Genf í Sviss. Ríkisstjórn Sviss verður ásamt UNHCR, gestgjafi viðburðarins sem verður á ráðherrastigi, en einnig er boðað til hans í nafni Tyrklands, Þýskalands, Eþíópíu og Kostaríka. Verið er að leita til fleiri landa um aðkomu að viðburðinum og verður það tilkynnt síðar. Reiknað er með að Antonío Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna sæki viðburðinn. „Nú þegar tugir milljóna einstaklinga glíma við afleiðingar stríðs, átaka og ofsókna, verður hnattrænn umræðuvettvangur um málefni flóttafólks tækifæri fyrir lönd til að meta núverandi stöðu og efla viðbragðsaðgerðir á heimsvísu. Hann er til kominn í kjölfar nýs sáttmála um málefni flóttamanna sem allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna samþykkti í desember síðastliðnum og er hluti af innleiðingu hans,“ segir í frétt á vef Flóttamannastofnunar. Þar segir enn fremur að sáttmáli um málefni flóttafólks, í samræmi við meginregluna um sanngjarnt álag og deilingu ábyrgðar, leitist við að bæta viðbragðsaðgerðir vegna málefna flóttafólks á heimsvísu með því að veita löndum og samfélögum sem taka á móti flóttafólki aukinn stuðning á sama tíma og flóttafólki eru veitt úrræði til að verða meira sjálfbjarga. „Hann miðar einnig að því að fjölga stöðum sem flóttafólk í viðkvæmri stöðu getur sest að á og öðrum lagalegum leiðum til að komast til öruggra þriðju landa, og bæta aðstæður í upprunalöndum flóttafólksins.“ Í fréttinni segir að alþjóðlega flóttamannaráðið sé einstakt tækifæri fyrir ríki og aðra til að koma saman og finna áræðnar, nýjar leiðir til að minnka álag á móttökulöndin, efla sjálfstæði flóttafólks og leita lausna. Flóttamannaráðið leiði saman stjórnvöld, alþjóðleg samtök, sveitarfélög, félagasamtök, einkageirann, íbúa móttökusamfélaga og flóttafólkið sjálft. Á fyrsta fundi ráðsins í desember verður einblínt á sex þætti: úrræði vegna álags og deilingu ábyrgðar, menntun, störf og lífsviðurværi, orku og innviði, lausnir og getu til verndar. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Mest lesið Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Innlent „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Innlent Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni Innlent Holtavörðuheiði lokað í nótt Innlent Sat fyrir svörum vegna áfengisdrykkju og viðhorfa til kvenhermanna Erlent Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Innlent Vilja nota fleiri aðferðir en bara BMI til að meta offitu Erlent Forseti Suður-Kóreu handtekinn í mikilli aðgerð Erlent Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Innlent Katrín Jakobsdóttir tekur við af Daða Má Innlent