Nærbuxur ekki jafn velkomnar á girðinguna í Brekkukoti Sylvía Hall skrifar 4. júlí 2019 14:51 Það er enginn skortur á brjóstahöldurum við Brekkukot. Vísir/Vilhelm Girðingin við jörðina Brekkukot undir Eyjafjöllum er ólík öðrum girðingum landsins fyrir þær sakir að hún er stútfull af brjóstahöldurum. Sjö ár eru liðin frá því að fyrsti brjóstahaldarinn var hengdur á girðinguna en nú hlaupa þeir á tugum, ef ekki hundruðum. Lilja Georgsdóttir á jörðina Brekkukot ásamt eiginmanni sínum, Þórhalli Birgissyni. Í samtali við Vísi segir hún girðinguna vekja mikla lukku en vinsældir hennar eru orðnar svo miklar að girðingin er við það að sligast undan álaginu.Sjá einnig: Skylda að skilja eftir brjóstahaldara í Brekkukoti Brjóstahaldararnir setja skemmtilegan svip á girðinguna en undanfarið hafa bæst við allskyns aðrar flíkur, til að mynda vettlingar, sokkar, skór og nærbuxur. Þó þau hjónin fagni vinsældum girðingarinnar segja þau nærbuxurnar ekki ákjósanlegustu flíkurnar á girðingunni.Líkt og sést á myndinni er töluvert um að fólk skilji eftir nærbuxur. Ekki er vitað hvort þær séu hreinar eða ekki en þær eru í það minnsta ekki jafn vinsælar og brjóstahaldararnir.Vísir/Vilhelm„Við erum ekki alveg jafn hrifin af því, við reynum að taka þær niður. Það er aðeins smekklegra,“ segir Lilja létt í bragði. Þau séu í það minnsta minna hrifin af nærbuxunum. Hún segir vinsældir girðingarinnar hafa kveikt þá hugmynd af koma upp einhverskonar söfnunarkassa svo þeir sem leggja leið sína að girðingunni gætu þá gefið fjárframlög sem myndu öll renna til styrktar rannsóknum á brjóstakrabbameini. Það sé á planinu að koma því í framkvæmd.Þessi mynd birtist á Facebook-hópnum Bakland Ferðaþjónustunnar sumarið 2017. Það má segja að brjóstahaldarasprenging hafi orðið síðustu tvö ár á girðingunni.Anna Fríða JónsdóttirBúið að bætast mikið í undanfarið Það hefur ekki farið fram hjá neinum að júnímánuður bauð upp á sól og sumar og því margir landsmenn sem lögðu land undir fót. Það séu bæði Íslendingar og erlendir ferðamenn sem staldra við nærri Brekkukoti á degi hverjum.Þessi unga kona nýtti tækifærið og lagði sitt af mörkum þegar ljósmyndara Vísis bar að garði.Vísir/vilhelm„Á hverjum degi eru tíu til tuttugu stopp, það er rosalega mikið verið að stoppa og skoða og fólk er að skilja eftir líka. Það er búið að bætast alveg rosalega í þetta,“ segir Lilja og tekur undir með blaðamanni að veðrið hafi sennilega ýtt undir þá þróun. Ferðamenn séu viljugri til þess að losa sig við eina flík þegar hitinn er mikill. Hún segir fjöldann vera orðin svo mikinn að það kalli á smá tiltekt á girðingunni. Margir haldararnir hafa hangið þarna í einhver ár, líklega orðnir veðurbarðir og muna fífil sinn fegurri. Því sé tilvalið að grisja aðeins til og búa til pláss fyrir aðra haldara sem vilja njóta sín á girðingunni við Brekkukot. Rangárþing eystra Tengdar fréttir Skylda að skilja eftir brjóstahaldara í Brekkukoti Eigandi jarðarinnar Brekkukots undir Eyjafjöllum segir flesta brjóstahaldaranna í eigu ferðalanga sem eiga leið hjá. 6. júlí 2017 12:44 Breyta skipsbrú í heilsárshús með öllum nútíma þægindum Fjölskyldan sem á jörðina Brekkukot undir Eyjafjöllum býr á Selfossi en fer allar helgar og í öllum fríum í sveitina sína. Þau dvelja í hjólhýsi á meðan húsbóndinn gerir upp gömlu skipsbrúna sem verður breytt í heilsárs hús. Þar verður pláss fyrir þrjá með öllum þægindum sem hægt er að hugsa sér. Brúin mun fá nafnið Skarfur VE 128. 15. júlí 2017 21:05 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Fleiri fréttir Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Sjá meira
Girðingin við jörðina Brekkukot undir Eyjafjöllum er ólík öðrum girðingum landsins fyrir þær sakir að hún er stútfull af brjóstahöldurum. Sjö ár eru liðin frá því að fyrsti brjóstahaldarinn var hengdur á girðinguna en nú hlaupa þeir á tugum, ef ekki hundruðum. Lilja Georgsdóttir á jörðina Brekkukot ásamt eiginmanni sínum, Þórhalli Birgissyni. Í samtali við Vísi segir hún girðinguna vekja mikla lukku en vinsældir hennar eru orðnar svo miklar að girðingin er við það að sligast undan álaginu.Sjá einnig: Skylda að skilja eftir brjóstahaldara í Brekkukoti Brjóstahaldararnir setja skemmtilegan svip á girðinguna en undanfarið hafa bæst við allskyns aðrar flíkur, til að mynda vettlingar, sokkar, skór og nærbuxur. Þó þau hjónin fagni vinsældum girðingarinnar segja þau nærbuxurnar ekki ákjósanlegustu flíkurnar á girðingunni.Líkt og sést á myndinni er töluvert um að fólk skilji eftir nærbuxur. Ekki er vitað hvort þær séu hreinar eða ekki en þær eru í það minnsta ekki jafn vinsælar og brjóstahaldararnir.Vísir/Vilhelm„Við erum ekki alveg jafn hrifin af því, við reynum að taka þær niður. Það er aðeins smekklegra,“ segir Lilja létt í bragði. Þau séu í það minnsta minna hrifin af nærbuxunum. Hún segir vinsældir girðingarinnar hafa kveikt þá hugmynd af koma upp einhverskonar söfnunarkassa svo þeir sem leggja leið sína að girðingunni gætu þá gefið fjárframlög sem myndu öll renna til styrktar rannsóknum á brjóstakrabbameini. Það sé á planinu að koma því í framkvæmd.Þessi mynd birtist á Facebook-hópnum Bakland Ferðaþjónustunnar sumarið 2017. Það má segja að brjóstahaldarasprenging hafi orðið síðustu tvö ár á girðingunni.Anna Fríða JónsdóttirBúið að bætast mikið í undanfarið Það hefur ekki farið fram hjá neinum að júnímánuður bauð upp á sól og sumar og því margir landsmenn sem lögðu land undir fót. Það séu bæði Íslendingar og erlendir ferðamenn sem staldra við nærri Brekkukoti á degi hverjum.Þessi unga kona nýtti tækifærið og lagði sitt af mörkum þegar ljósmyndara Vísis bar að garði.Vísir/vilhelm„Á hverjum degi eru tíu til tuttugu stopp, það er rosalega mikið verið að stoppa og skoða og fólk er að skilja eftir líka. Það er búið að bætast alveg rosalega í þetta,“ segir Lilja og tekur undir með blaðamanni að veðrið hafi sennilega ýtt undir þá þróun. Ferðamenn séu viljugri til þess að losa sig við eina flík þegar hitinn er mikill. Hún segir fjöldann vera orðin svo mikinn að það kalli á smá tiltekt á girðingunni. Margir haldararnir hafa hangið þarna í einhver ár, líklega orðnir veðurbarðir og muna fífil sinn fegurri. Því sé tilvalið að grisja aðeins til og búa til pláss fyrir aðra haldara sem vilja njóta sín á girðingunni við Brekkukot.
Rangárþing eystra Tengdar fréttir Skylda að skilja eftir brjóstahaldara í Brekkukoti Eigandi jarðarinnar Brekkukots undir Eyjafjöllum segir flesta brjóstahaldaranna í eigu ferðalanga sem eiga leið hjá. 6. júlí 2017 12:44 Breyta skipsbrú í heilsárshús með öllum nútíma þægindum Fjölskyldan sem á jörðina Brekkukot undir Eyjafjöllum býr á Selfossi en fer allar helgar og í öllum fríum í sveitina sína. Þau dvelja í hjólhýsi á meðan húsbóndinn gerir upp gömlu skipsbrúna sem verður breytt í heilsárs hús. Þar verður pláss fyrir þrjá með öllum þægindum sem hægt er að hugsa sér. Brúin mun fá nafnið Skarfur VE 128. 15. júlí 2017 21:05 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Fleiri fréttir Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Sjá meira
Skylda að skilja eftir brjóstahaldara í Brekkukoti Eigandi jarðarinnar Brekkukots undir Eyjafjöllum segir flesta brjóstahaldaranna í eigu ferðalanga sem eiga leið hjá. 6. júlí 2017 12:44
Breyta skipsbrú í heilsárshús með öllum nútíma þægindum Fjölskyldan sem á jörðina Brekkukot undir Eyjafjöllum býr á Selfossi en fer allar helgar og í öllum fríum í sveitina sína. Þau dvelja í hjólhýsi á meðan húsbóndinn gerir upp gömlu skipsbrúna sem verður breytt í heilsárs hús. Þar verður pláss fyrir þrjá með öllum þægindum sem hægt er að hugsa sér. Brúin mun fá nafnið Skarfur VE 128. 15. júlí 2017 21:05