Þjóðhátíðardegi fagnað í skugga deilna um hervæðingu og spillingu Kjartan Kjartansson skrifar 4. júlí 2019 13:20 Hermenn koma fyrir skriðdreka við Lincoln-minnisvarðann að beiðni Trump forseta. Þjóðgarðastofnun Bandaríkjanna óttast að skriðdrekarnir eigi eftir að valda skemmdum við minnisvarðann. Vísir/AP Skriðdrekar hafa verið staðsettir í Washington-borg og herþotur eiga að fljúga þar yfir til að fagna þjóðhátíðardegi Bandaríkjanna í dag, 4. júlí. Donald Trump forseti hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir að hervæða hátíðarhöldin og setja sjálfan sig í öndvegi ólíkt fyrri forverum hans. Verulega breytingar voru gerðar á hátíðarhöldunum í höfuborginni í ár frá því sem hefð er fyrir að beiðni Trump forseta. Hann vildi meðal annars að herinn æki skriðdrekum og götur borgarinnar eins og hefur þekkst í einræðisríkjum eins og Sovétríkjunum og Norður-Kóreu. Þá hefur árleg flugeldasýning í borginni verið færð til, að sögn The Guardian. Fyrri forsetar hafa haldið sig til hlés á þjóðhátíðardeginum og hafa hátíðarhöldin yfirleitt einkennst af tónleikum og flugeldasýningu þar sem pólitík er ekki blandað í þau. Síðast gerðist það fyrir sjö áratugum þegar Harry Truman ávarpaði þjóðina sem stóð þá í stríði í Kóreu, að sögn AP-fréttastofunnar. Þá voru liðin 175 frá undirritun sjálfsstæðisyfirlýsingar Bandaríkjanna. Nú ber aftur á móti svo við að hápunktur hátíðarhaldanna á að vera ræða Trump forseta við Lincoln-minnisvarðann þar sem Martin Luther yngri flutti meðal annars fræga ræðu. Margir óttast að Trump eigi ekki af standast mátið að gera ræðuna og hátíðarhöldin að kosningafundi eins og þeim sem hann heldur reglulega með stuðningsmönnum sínum en nú á kostnað skattgreiðenda. Talsmenn Hvíta hússins hafa sagt fásinnu að forsetinn eigi eftir að nýta ræðuna til að deila á pólitíska andstæðinga sína. Ræðan verði í anda ættjarðarástar.Flóðljósin prófuð fyrir ræðu Trump við Lincoln-minnisvarðann.Vísir/APWashington Post sagði frá því í vikunni að fjármunir sem aflað hefur verið með aðgangseyri í þjóðgarða og var ætlað að bæta garðana hafi verið færðir til að greiða fyrir hátíðarhöld Trump á þjóðhátíðardaginn. Trump gefur svo stuðningsmönnum sínum og fjárhagslegum bakhjörlum miða á fremsta bekk á hátíðarhöldin. Hvíta húsið hefur ekki viljað gefa upp kostnaðinn við herlegheitin sem ganga undir yfirskriftinni „Hylling Bandaríkjanna“. Bandaríska blaðið segir að þau verði þó leikandi létt dýrustu hátíðarhöldin í Washington-borg í sögunni. Trump hefur fullyrt að kostnaðurinn skipti ekki máli í ljósi mikilvægis hátíðarhaldanna. Ríkið eigi öll hernaðartólin, aðeins þurfi að splæsa í eldsneyti til að koma þeim til Washington. Trump forseti eru sagður hafa verið heillaður af því að halda hersýningu í höfuðborginni frá því að hann fór í opinbera heimsókn til Frakklands í Bastilludaginn 14. júlí árið 2017. Fallið var frá áformum um slíka sýningu í Washington-borg vegna andstöðu innan varnarmálaráðuneytisins. Þá var talið að kostnaðurinn hlypi á tugum milljóna dollara. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Innlent Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Fleiri fréttir Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Sjá meira
Skriðdrekar hafa verið staðsettir í Washington-borg og herþotur eiga að fljúga þar yfir til að fagna þjóðhátíðardegi Bandaríkjanna í dag, 4. júlí. Donald Trump forseti hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir að hervæða hátíðarhöldin og setja sjálfan sig í öndvegi ólíkt fyrri forverum hans. Verulega breytingar voru gerðar á hátíðarhöldunum í höfuborginni í ár frá því sem hefð er fyrir að beiðni Trump forseta. Hann vildi meðal annars að herinn æki skriðdrekum og götur borgarinnar eins og hefur þekkst í einræðisríkjum eins og Sovétríkjunum og Norður-Kóreu. Þá hefur árleg flugeldasýning í borginni verið færð til, að sögn The Guardian. Fyrri forsetar hafa haldið sig til hlés á þjóðhátíðardeginum og hafa hátíðarhöldin yfirleitt einkennst af tónleikum og flugeldasýningu þar sem pólitík er ekki blandað í þau. Síðast gerðist það fyrir sjö áratugum þegar Harry Truman ávarpaði þjóðina sem stóð þá í stríði í Kóreu, að sögn AP-fréttastofunnar. Þá voru liðin 175 frá undirritun sjálfsstæðisyfirlýsingar Bandaríkjanna. Nú ber aftur á móti svo við að hápunktur hátíðarhaldanna á að vera ræða Trump forseta við Lincoln-minnisvarðann þar sem Martin Luther yngri flutti meðal annars fræga ræðu. Margir óttast að Trump eigi ekki af standast mátið að gera ræðuna og hátíðarhöldin að kosningafundi eins og þeim sem hann heldur reglulega með stuðningsmönnum sínum en nú á kostnað skattgreiðenda. Talsmenn Hvíta hússins hafa sagt fásinnu að forsetinn eigi eftir að nýta ræðuna til að deila á pólitíska andstæðinga sína. Ræðan verði í anda ættjarðarástar.Flóðljósin prófuð fyrir ræðu Trump við Lincoln-minnisvarðann.Vísir/APWashington Post sagði frá því í vikunni að fjármunir sem aflað hefur verið með aðgangseyri í þjóðgarða og var ætlað að bæta garðana hafi verið færðir til að greiða fyrir hátíðarhöld Trump á þjóðhátíðardaginn. Trump gefur svo stuðningsmönnum sínum og fjárhagslegum bakhjörlum miða á fremsta bekk á hátíðarhöldin. Hvíta húsið hefur ekki viljað gefa upp kostnaðinn við herlegheitin sem ganga undir yfirskriftinni „Hylling Bandaríkjanna“. Bandaríska blaðið segir að þau verði þó leikandi létt dýrustu hátíðarhöldin í Washington-borg í sögunni. Trump hefur fullyrt að kostnaðurinn skipti ekki máli í ljósi mikilvægis hátíðarhaldanna. Ríkið eigi öll hernaðartólin, aðeins þurfi að splæsa í eldsneyti til að koma þeim til Washington. Trump forseti eru sagður hafa verið heillaður af því að halda hersýningu í höfuðborginni frá því að hann fór í opinbera heimsókn til Frakklands í Bastilludaginn 14. júlí árið 2017. Fallið var frá áformum um slíka sýningu í Washington-borg vegna andstöðu innan varnarmálaráðuneytisins. Þá var talið að kostnaðurinn hlypi á tugum milljóna dollara.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Innlent Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Fleiri fréttir Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Sjá meira