Rútan á eðlilegum hraða og bílstjórinn allsgáður Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. júlí 2019 11:08 Rútan lenti á hliðinni utan vegar. Tveir um borð festust undir henni en voru losaðir með aðstoð heimamanna á næstu bæjum. Vísir/Jóhann K. Rannsókn lögreglunnar á Suðurlandi á rútuslysi sem varð á Suðurlandsvegi við Hofgarð í Öræfum þann 16. maí s.l. er nú á lokametrunum og sérfræðigögn að skila sér inn eftir því sem vikurnar líða. Enn er þó beðið eftir einhverjum vottorðum um meiðsl einstakra farþega og má búast við að það taki einhvern tíma. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu. 32 kínverskir farþegar voru í rútunni auk ökumanns. Hún fór á hliðina og slösuðust nokkrir alvarlega í slysinu. Tveir þeirra sem voru um borð í rútunni lentu undir henni. Dráttarvél af nærliggjandi bæ var notuð til að losa þá. Lögregla segir ljóst að áverkar af slysinu hefðu verið mun minni í mörgum tilfellum hefðu farþegar verið í bílbeltum. „Rannsókn á rútunni sjálfri gefur ekki tilefni til athugasemda og liggur fyrir að skv. ökurita hennar var henni ekki ekið umfram leyfðan hámarkshraða á veginum. Þá liggur fyrir að ökumaður hennar var ekki undir áhrifum áfengis eða vímuefna við aksturinn,“ segir í tilkynningu frá lögreglu. Þar segir jafnframt að slysið hafi reynt um margt á ýmsa þætti fjölmargra viðbragðsaðila vegna hópslysa. „Þannig voru sjúklingar fluttir með flugvél LHG frá Höfn til Akureyrar, með þyrlu LHG og annarri slíkri af dönsku varðskipi til Reykjavíkur og að auki fór flugvél frá Norlandair tvær ferðir með sjúklinga frá Fagurhólsmýri á Selfoss. Þannig tókst með skjótum hætti að koma öllum aðilum úr slysinu á sjúkrastofnun án þess að viðkomandi þyrftu að fara langar leiðir í bílum af vettvangi. Það reyndist mikilvægt því enda þótt flestir farþeganna hafi við bráðaflokkun fengið matið „Grænn“ sem með ákveðinni einföldun þýðir „með meðvitund og getur gengið sjálfur af vettvangi“ þá voru áverkar þeirra alvarlegir og dæmi um að þeir hafi þurft umtalsverða læknisaðstoð þegar á leið. Þá þurfti heilbrigðisstarfsfólk og hjálparliðar Rkí að finna leiðir til að tengja fjölskyldur sem á stundum lentu á sitt hvorum landshlutanum þar sem hlúð var að meiðslum þeirra.“ Rýnifundir viðbragðsaðila hafi verið haldnir og sé það mat manna að í heild hafi aðgerðin tekist vel. Vill lögreglan á Suðurlandi þakka öllum sem að málinu komu sérstaklega fyrir góð og vel unnin störf. „Ljóst er að öryggisbeltanotkun farþega rútunnar var lítil og jafnframt er ljóst að áverkar sem af slysinu hlutust hefðu orðið mun minni í mörgum tilfellum ef þau hefðu verið notuð. Að rannsókn lokinni verður málið sent ákæruvaldi til ákvörðunar um framhald. Þá verða gögnin afhent Rannsóknarnefnd samgönguslysa til þóknanlegrar meðferðar.“ Hornafjörður Rútuslys við Hof Samgönguslys Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Innlent Fleiri fréttir Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Sjá meira
Rannsókn lögreglunnar á Suðurlandi á rútuslysi sem varð á Suðurlandsvegi við Hofgarð í Öræfum þann 16. maí s.l. er nú á lokametrunum og sérfræðigögn að skila sér inn eftir því sem vikurnar líða. Enn er þó beðið eftir einhverjum vottorðum um meiðsl einstakra farþega og má búast við að það taki einhvern tíma. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu. 32 kínverskir farþegar voru í rútunni auk ökumanns. Hún fór á hliðina og slösuðust nokkrir alvarlega í slysinu. Tveir þeirra sem voru um borð í rútunni lentu undir henni. Dráttarvél af nærliggjandi bæ var notuð til að losa þá. Lögregla segir ljóst að áverkar af slysinu hefðu verið mun minni í mörgum tilfellum hefðu farþegar verið í bílbeltum. „Rannsókn á rútunni sjálfri gefur ekki tilefni til athugasemda og liggur fyrir að skv. ökurita hennar var henni ekki ekið umfram leyfðan hámarkshraða á veginum. Þá liggur fyrir að ökumaður hennar var ekki undir áhrifum áfengis eða vímuefna við aksturinn,“ segir í tilkynningu frá lögreglu. Þar segir jafnframt að slysið hafi reynt um margt á ýmsa þætti fjölmargra viðbragðsaðila vegna hópslysa. „Þannig voru sjúklingar fluttir með flugvél LHG frá Höfn til Akureyrar, með þyrlu LHG og annarri slíkri af dönsku varðskipi til Reykjavíkur og að auki fór flugvél frá Norlandair tvær ferðir með sjúklinga frá Fagurhólsmýri á Selfoss. Þannig tókst með skjótum hætti að koma öllum aðilum úr slysinu á sjúkrastofnun án þess að viðkomandi þyrftu að fara langar leiðir í bílum af vettvangi. Það reyndist mikilvægt því enda þótt flestir farþeganna hafi við bráðaflokkun fengið matið „Grænn“ sem með ákveðinni einföldun þýðir „með meðvitund og getur gengið sjálfur af vettvangi“ þá voru áverkar þeirra alvarlegir og dæmi um að þeir hafi þurft umtalsverða læknisaðstoð þegar á leið. Þá þurfti heilbrigðisstarfsfólk og hjálparliðar Rkí að finna leiðir til að tengja fjölskyldur sem á stundum lentu á sitt hvorum landshlutanum þar sem hlúð var að meiðslum þeirra.“ Rýnifundir viðbragðsaðila hafi verið haldnir og sé það mat manna að í heild hafi aðgerðin tekist vel. Vill lögreglan á Suðurlandi þakka öllum sem að málinu komu sérstaklega fyrir góð og vel unnin störf. „Ljóst er að öryggisbeltanotkun farþega rútunnar var lítil og jafnframt er ljóst að áverkar sem af slysinu hlutust hefðu orðið mun minni í mörgum tilfellum ef þau hefðu verið notuð. Að rannsókn lokinni verður málið sent ákæruvaldi til ákvörðunar um framhald. Þá verða gögnin afhent Rannsóknarnefnd samgönguslysa til þóknanlegrar meðferðar.“
Hornafjörður Rútuslys við Hof Samgönguslys Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Innlent Fleiri fréttir Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Sjá meira