Lífið

Brad Pitt segir að leiklistin sé fyrir yngri menn en hann

Andri Eysteinsson skrifar
Brad Pitt ásamt Leonardo DiCaprio á kvikmyndahátíðinni í Cannes.
Brad Pitt ásamt Leonardo DiCaprio á kvikmyndahátíðinni í Cannes. Getty/Barcroft Media
Það hefur færst í aukarnar hjá Brad Pitt undanfarin ár að færa sig fyrir aftan myndavélina og hefur hann frekar unnið að því að framleiða kvikmyndir heldur en að leika í þeim. Á síðustu þremur árum hefur hann níu sinnum verið titlaður framleiðandi myndar en hefur leikið í fjórum.

Í viðtali við ástralska GQ á dögunum sagði Pitt að leiklist væri frekar fyrir yngra fólk en hann sjálfan en leikarinn verður 56 ára seinna á árinu. Pitt segist njóta þess að vera í öðru hlutverki en fyrir framan myndavélina.

„Ég held að leiklistin sé aðallega fyrir yngra fólk, ekki það að ekki séu til hlutverk fyrir eldri leikara heldur er þetta gangur lífsins.“ Sagði Pitt sem bætti við að hann væri spenntur að sjá hvaða áhrif streymisveitur hafa á kvikmyndaiðnaðinn.

„Mér finnst frábært að sjá meira gæðaefni framleitt. Fleiri handritshöfundar, leikstjórar og leikarar fá tækifæri en áður,“ sagði Pitt sem leikur í Tarantino stórmyndinni Once Upon a Time in Hollywood sem kemur út í mánuðinum sem og geimmyndinni Ad Astra.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.