Íslendingum bjóðast tækifæri á Indlandi Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 4. júlí 2019 08:15 Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra og Prasoon Dewan, formaður Indversk-íslensku viðskiptasamtakanna, hér á landi í síðasta mánuði. Gríðarleg tækifæri bjóðast Íslendingum á indverskum markaði, þar sem um 800 milljónir eru í millistétt og mynda einn stærsta neytendamarkað heims. Þetta segir Prasoon Dewan, formaður Indversk-íslensku viðskiptasamtakanna (IIBA), í samtali við Fréttablaðið. Samtökin stóðu fyrir fyrirtækjastefnumóti hér á landi í síðasta mánuði, ásamt Indversk-íslenska viðskiptaráðinu og indverska sendiráðinu í Reykjavík. Fulltrúar sjö indverskra fyrirtækja og tíu íslenskra sóttu fundinn. „Ísland og Indland deila mörgum einkennum menningar og sögu. Á meðan Ísland á elsta lýðræðið er Indland ein elsta siðmenningin, allt að átta þúsund ára. Rannsóknir á fornminjum hafa sýnt langa hefð fyrir viðskiptum Indverja við þjóðir annarra heimsálfa. Indland til forna var mikil miðstöð viðskipta. Tækifæri bíða beggja þjóða til þess að vinna að nánari tengslum,“ segir Dewan. Að sögn Dewan gætu Íslendingar einna helst sótt á indverskan markað með tæknivörur og sérfræðiþekkingu er varðar endurnýjanlega orku, heilbrigðisþjónustu, líftækni, sjávarútvegstækni, matvinnslu, kjöt og fisk. Þá gætu Íslendingar notið góðs af þekkingu Indverja á upplýsingatækni, ferðaþjónustu, innviðauppbyggingu, fjarskiptum og gervihnöttum. „Þegar við lítum til viðskipta gætu Íslendingar hagnast á kostnaði framleiðslu og þjónustu með samvinnu við indversk fyrirtæki. Þar sem Indland er stór markaður gæti jafnvel smár hluti gert mikið fyrir íslensk fyrirtæki,“ segir Dewan og bætir við: „Vegna vinnu Guðmundar Árna Stefánssonar sendiherra náðu íslensk fyrirtæki að fá leyfi frá Nýju-Delí til þess að flytja út lambakjöt til Indlands. Íslendingar eru heimsþekktir fyrir lambakjöt sitt. Hið sama gildir um íslenskan fisk.“ Þá segist Dewan sjá að tengsl séu að myndast á milli ríkjanna er kemur að flugsamgöngum, ferðaþjónustu, hönnun og menntun svo fátt eitt sé nefnt. „Ríkin tvö geta grætt mikið á því að deila þekkingu sinni og á því hversu stórt indverska hagkerfið er.“ Dewan segir endurkjör Narendra Modi forsætisráðherra þýða að indverskt viðskiptaumhverfi verði opnara fyrir alþjóðasamfélaginu. „Á síðustu fimm árum hafa stjórnvöld einfaldað ýmsar reglugerðir,“ segir formaðurinn og nefnir til dæmis skattamál, vernd fyrir fjárfestingar og breytingar á dómstólum. Dewan segir samtök sín, IIBA, leika mikilvægt hlutverk í að tengja menningu og viðskiptalíf ríkjanna tveggja. Samtökin aðstoði meðlimi á hvaða hátt sem þarf. Þá segir hann samtökin njóta fulls trausts og stuðnings sendiráðs Indlands á Íslandi og sendiráðs Íslands á Indlandi. „Persónulegt samband mitt við Ísland spannar rúm tuttugu ár og hefur hjálpað til við að styrkja þessi tengsl. Sem formaður IIBA er það skylda mín að tryggja samstarf og viðskipti á milli ríkjanna. Fyrsta opinbera sendinefndin sem Indverjar sendu til Íslands, sem IIBA skipulagði með stuðningi sendiráðanna, kom til Reykjavíkur í júní og náði góðum árangri.“ Dewan segir Indverja og Íslendinga þar hafa rætt um tækifæri á sviði kísilvinnslu, matvælaframleiðslu, textílframleiðslu, lyfja, tækni og ferðamennsku. „Hugmyndin um beint flug á milli Nýju-Delí og Reykjavíkur mun svo fjölga tækifærum enn frekar og styrkja ferðamennsku á milli ríkjanna,“ segir Prasoon Dewan. Birtist í Fréttablaðinu Indland Utanríkismál Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu Innlent Fleiri fréttir Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Sjá meira
Gríðarleg tækifæri bjóðast Íslendingum á indverskum markaði, þar sem um 800 milljónir eru í millistétt og mynda einn stærsta neytendamarkað heims. Þetta segir Prasoon Dewan, formaður Indversk-íslensku viðskiptasamtakanna (IIBA), í samtali við Fréttablaðið. Samtökin stóðu fyrir fyrirtækjastefnumóti hér á landi í síðasta mánuði, ásamt Indversk-íslenska viðskiptaráðinu og indverska sendiráðinu í Reykjavík. Fulltrúar sjö indverskra fyrirtækja og tíu íslenskra sóttu fundinn. „Ísland og Indland deila mörgum einkennum menningar og sögu. Á meðan Ísland á elsta lýðræðið er Indland ein elsta siðmenningin, allt að átta þúsund ára. Rannsóknir á fornminjum hafa sýnt langa hefð fyrir viðskiptum Indverja við þjóðir annarra heimsálfa. Indland til forna var mikil miðstöð viðskipta. Tækifæri bíða beggja þjóða til þess að vinna að nánari tengslum,“ segir Dewan. Að sögn Dewan gætu Íslendingar einna helst sótt á indverskan markað með tæknivörur og sérfræðiþekkingu er varðar endurnýjanlega orku, heilbrigðisþjónustu, líftækni, sjávarútvegstækni, matvinnslu, kjöt og fisk. Þá gætu Íslendingar notið góðs af þekkingu Indverja á upplýsingatækni, ferðaþjónustu, innviðauppbyggingu, fjarskiptum og gervihnöttum. „Þegar við lítum til viðskipta gætu Íslendingar hagnast á kostnaði framleiðslu og þjónustu með samvinnu við indversk fyrirtæki. Þar sem Indland er stór markaður gæti jafnvel smár hluti gert mikið fyrir íslensk fyrirtæki,“ segir Dewan og bætir við: „Vegna vinnu Guðmundar Árna Stefánssonar sendiherra náðu íslensk fyrirtæki að fá leyfi frá Nýju-Delí til þess að flytja út lambakjöt til Indlands. Íslendingar eru heimsþekktir fyrir lambakjöt sitt. Hið sama gildir um íslenskan fisk.“ Þá segist Dewan sjá að tengsl séu að myndast á milli ríkjanna er kemur að flugsamgöngum, ferðaþjónustu, hönnun og menntun svo fátt eitt sé nefnt. „Ríkin tvö geta grætt mikið á því að deila þekkingu sinni og á því hversu stórt indverska hagkerfið er.“ Dewan segir endurkjör Narendra Modi forsætisráðherra þýða að indverskt viðskiptaumhverfi verði opnara fyrir alþjóðasamfélaginu. „Á síðustu fimm árum hafa stjórnvöld einfaldað ýmsar reglugerðir,“ segir formaðurinn og nefnir til dæmis skattamál, vernd fyrir fjárfestingar og breytingar á dómstólum. Dewan segir samtök sín, IIBA, leika mikilvægt hlutverk í að tengja menningu og viðskiptalíf ríkjanna tveggja. Samtökin aðstoði meðlimi á hvaða hátt sem þarf. Þá segir hann samtökin njóta fulls trausts og stuðnings sendiráðs Indlands á Íslandi og sendiráðs Íslands á Indlandi. „Persónulegt samband mitt við Ísland spannar rúm tuttugu ár og hefur hjálpað til við að styrkja þessi tengsl. Sem formaður IIBA er það skylda mín að tryggja samstarf og viðskipti á milli ríkjanna. Fyrsta opinbera sendinefndin sem Indverjar sendu til Íslands, sem IIBA skipulagði með stuðningi sendiráðanna, kom til Reykjavíkur í júní og náði góðum árangri.“ Dewan segir Indverja og Íslendinga þar hafa rætt um tækifæri á sviði kísilvinnslu, matvælaframleiðslu, textílframleiðslu, lyfja, tækni og ferðamennsku. „Hugmyndin um beint flug á milli Nýju-Delí og Reykjavíkur mun svo fjölga tækifærum enn frekar og styrkja ferðamennsku á milli ríkjanna,“ segir Prasoon Dewan.
Birtist í Fréttablaðinu Indland Utanríkismál Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu Innlent Fleiri fréttir Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Sjá meira