Júlíspá Siggu Kling - Tvíburarnir: Þú ert með ástríðu til að skapa Sigga Kling skrifar 5. júlí 2019 09:00 Elsku Tvíburinn minn, þó að þú flækist oft í vandamál og vesen í kringum þig, þá þarftu bara að vita að þú þarft að sleppa, henda, gefa og hugga, en fyrst og fremst að taka þá afstöðu að vera með sjálfum þér í liði. Þú getur engan glatt ef þú ert ekki glaður sjálfur, svo farðu fyrst eftir sannfæringu þinni og frelsaðu aðra frá erfiðleikum eins mikið og þú getur, en ekki meira en þú getur. Þetta er litríkt sumar fullt af bjartsýni því þú sættist við sjálfan þig og betrumbætir lífið þitt og verður í essinu þínu. Það mun allt ganga upp í sambandi við fjármál svo ekki vera að hugsa að einhvern tímann í framtíðinni þú munir þurfa þetta eða hitt, eða að eitthvað verði að vera svona eða hinsegin því þá nærðu ekki að blessa daginn sem þú hefur. Þú framkvæmir margt sem þú varst búinn að láta bíða og fyllist áhuga á nýjum og spennandi málum, sem sagt ný áhugamál verða á vegi þínum og þó þú eigir í erfiðleikum með tengingar við fólk í kringum þig, þá verður ekkert mál fyrir þig að leysa það, gerðu bara þitt besta, það er nóg. Ef þú ert laus og liðugur sem ég skil nú reyndar ekki samhengið á, þá mun ástin reyna að grípa þig á þessu sumri, taktu fagnandi á móti henni og hafðu gaman. Lífstalan níu gefur þér þolinmæði og skilning ásamt því að gefa þér færni til að aðlagast ólíklegasta fólki og umhverfi, þú átt eftir að njóta þín út í ystu æsar og sama hvar þú ert þar verður sól. Þú ert með ástríðu til að skapa og það er svo mikilvægt að þú gerir bara það sem þér sýnist, ekki skoða hvað aðrir eru að gera, né reyna að feta í annarra fótspor, þú átt eftir að geta stigið þín eigin sterku fótspor, svo skoðaðu hvað býr í þér og leyfðu ástríðunum brjótast fram því þú getur meira en þú hefur hugmynd um. Ein uppáhalds vinkona mín er Tvíburi og þó hún eigi bara nokkur egg og einn kálhaus í ísskápnum getur hún töfrað fram veislumáltíð eins og ekkert sé, þetta er bara lítil saga, en þú átt eftir að segja og skrifa stóra sögu svo eftir þér verður tekið. Knús og kveðja, þín Sigga KlingDagur, Joan, Aníta, Donald, Marilyn og Heimir.Vísir/Getty/FBLTvíburar 21. maí - 21. júníÖrn Árnason leikari, 19, júní Össur Skarphéðinsson húmoristi, 19. júní Páll Magnússon þingmaður , 17. júní Kjartan Atli Kjartansson fjölmiðlamaður, 23. maí Heimir Hallgrímsson knattspyrnuþjálfari, 10. júní Donald Trump, Bandaríkjaforseti, 14. júní Bjartmar Guðlaugsson, söngvari og snillingur, 13. júní Dagur B. Eggertsson, 19. júní Jóhann Kristófer Stefánsson, tónlistarmaður 12. júní Aníta Briem, leikkona, 29. maí Ingó Veðurguð, tónlistarmaður, 31. maí Joan Rivers, leikkona, 8. júní Marilyn Monroe, 1. júní Selma Björnsdóttir, 13. júní Sunna Rannveig Davíðsdóttir, bardagakona, 21. júní Stjörnuspá Siggu Kling Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið Fleiri fréttir Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Sjá meira
Elsku Tvíburinn minn, þó að þú flækist oft í vandamál og vesen í kringum þig, þá þarftu bara að vita að þú þarft að sleppa, henda, gefa og hugga, en fyrst og fremst að taka þá afstöðu að vera með sjálfum þér í liði. Þú getur engan glatt ef þú ert ekki glaður sjálfur, svo farðu fyrst eftir sannfæringu þinni og frelsaðu aðra frá erfiðleikum eins mikið og þú getur, en ekki meira en þú getur. Þetta er litríkt sumar fullt af bjartsýni því þú sættist við sjálfan þig og betrumbætir lífið þitt og verður í essinu þínu. Það mun allt ganga upp í sambandi við fjármál svo ekki vera að hugsa að einhvern tímann í framtíðinni þú munir þurfa þetta eða hitt, eða að eitthvað verði að vera svona eða hinsegin því þá nærðu ekki að blessa daginn sem þú hefur. Þú framkvæmir margt sem þú varst búinn að láta bíða og fyllist áhuga á nýjum og spennandi málum, sem sagt ný áhugamál verða á vegi þínum og þó þú eigir í erfiðleikum með tengingar við fólk í kringum þig, þá verður ekkert mál fyrir þig að leysa það, gerðu bara þitt besta, það er nóg. Ef þú ert laus og liðugur sem ég skil nú reyndar ekki samhengið á, þá mun ástin reyna að grípa þig á þessu sumri, taktu fagnandi á móti henni og hafðu gaman. Lífstalan níu gefur þér þolinmæði og skilning ásamt því að gefa þér færni til að aðlagast ólíklegasta fólki og umhverfi, þú átt eftir að njóta þín út í ystu æsar og sama hvar þú ert þar verður sól. Þú ert með ástríðu til að skapa og það er svo mikilvægt að þú gerir bara það sem þér sýnist, ekki skoða hvað aðrir eru að gera, né reyna að feta í annarra fótspor, þú átt eftir að geta stigið þín eigin sterku fótspor, svo skoðaðu hvað býr í þér og leyfðu ástríðunum brjótast fram því þú getur meira en þú hefur hugmynd um. Ein uppáhalds vinkona mín er Tvíburi og þó hún eigi bara nokkur egg og einn kálhaus í ísskápnum getur hún töfrað fram veislumáltíð eins og ekkert sé, þetta er bara lítil saga, en þú átt eftir að segja og skrifa stóra sögu svo eftir þér verður tekið. Knús og kveðja, þín Sigga KlingDagur, Joan, Aníta, Donald, Marilyn og Heimir.Vísir/Getty/FBLTvíburar 21. maí - 21. júníÖrn Árnason leikari, 19, júní Össur Skarphéðinsson húmoristi, 19. júní Páll Magnússon þingmaður , 17. júní Kjartan Atli Kjartansson fjölmiðlamaður, 23. maí Heimir Hallgrímsson knattspyrnuþjálfari, 10. júní Donald Trump, Bandaríkjaforseti, 14. júní Bjartmar Guðlaugsson, söngvari og snillingur, 13. júní Dagur B. Eggertsson, 19. júní Jóhann Kristófer Stefánsson, tónlistarmaður 12. júní Aníta Briem, leikkona, 29. maí Ingó Veðurguð, tónlistarmaður, 31. maí Joan Rivers, leikkona, 8. júní Marilyn Monroe, 1. júní Selma Björnsdóttir, 13. júní Sunna Rannveig Davíðsdóttir, bardagakona, 21. júní
Stjörnuspá Siggu Kling Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið Fleiri fréttir Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Sjá meira