Prinsessan af Dúbaí sögð á flótta í Bretlandi og óttast um líf sitt Kjartan Kjartansson skrifar 3. júlí 2019 10:43 Maktoum (í gulu) og Haya prinsessa saman árið 2016. Vísir/EPA Haya Bint al-Hussein, prinsessa af Dúbaí, og eiginkona Mohammed al-Maktoum, leiðtoga furstadæmisins, er sögð í felum í London af ótta um líf sitt. Hún á að hafa flúið eiginmann sinn. Maktoum sem er varaforseti og forsætisráðherra Sameinuðu arabísku furstadæmanna, hefur undanfarið birt ljóð á samfélagsmiðlum um ónefnda konu sem hann sakar um „launráð og svik“. Upphaflega flúði Haya prinsessa til Þýskalands þar sem hún leitaði hælis fyrr á þessu ári. Nú segir breska ríkisútvarpið BBC að hún búi í glæsiíbúð í Kensington-hallargörðunum í miðborg London. Hún búi sig nú undir að standa í málaferlum fyrir breskum dómstólum. Þau sjeik Maktoum hafa verið gift frá árinu 2004. Haya er sjötta og yngsta kona hans en leiðtoginn er sagður eiga 23 börn með eiginkonum sínum. Hann er 69 ára gamall en Haya 45 ára. Haya er fædd í Jórdaníu og er hálfsystir Abdullah Jórdaníukonungs. Ástæðan fyrir því að Haya er talin hafa flúið Dúbaí er sögð sú að hún hafi komist að nýjum upplýsingum um það þegar Latifa, dóttir Maktoum, reyndi að komast úr furstadæminu í fyrra en sneri aftur heim. Fatifa flúði Dúbaí sjóleiðina en var stöðvuð af vopnuðum mönnum undan ströndum Indlands og var snúið heim. Yfirvöld í Dúbaí sögðu þá að Latifa hafi verið auðveld bráð fyrir einhverja sem vildu notfæra sér hana og að hún væri nú örugg heima hjá sér. Mannréttindasamtök fullyrða aftur á móti að Latifu hafi verið rænt gegn vilja sínum. Á sínum tíma kom Haya prinsessa stjórnvöldum í Dúbaí til varnar vegna máls Latifu. Eftir að hún komst að nýju upplýsingum um hvarf hennar hafi hún mætt vaxandi óvild og þrýstingi frá nærfjölskyldu Maktoum. Þegar hún var farin að óttast um líf sitt hafi hún flúið landið. Er prinsessan nú sögð óttast að henni verði einnig rænt og komið aftur til Dúbaí. Bretland Kóngafólk Sameinuðu arabísku furstadæmin Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Titringur á Alþingi Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fleiri fréttir Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Sjá meira
Haya Bint al-Hussein, prinsessa af Dúbaí, og eiginkona Mohammed al-Maktoum, leiðtoga furstadæmisins, er sögð í felum í London af ótta um líf sitt. Hún á að hafa flúið eiginmann sinn. Maktoum sem er varaforseti og forsætisráðherra Sameinuðu arabísku furstadæmanna, hefur undanfarið birt ljóð á samfélagsmiðlum um ónefnda konu sem hann sakar um „launráð og svik“. Upphaflega flúði Haya prinsessa til Þýskalands þar sem hún leitaði hælis fyrr á þessu ári. Nú segir breska ríkisútvarpið BBC að hún búi í glæsiíbúð í Kensington-hallargörðunum í miðborg London. Hún búi sig nú undir að standa í málaferlum fyrir breskum dómstólum. Þau sjeik Maktoum hafa verið gift frá árinu 2004. Haya er sjötta og yngsta kona hans en leiðtoginn er sagður eiga 23 börn með eiginkonum sínum. Hann er 69 ára gamall en Haya 45 ára. Haya er fædd í Jórdaníu og er hálfsystir Abdullah Jórdaníukonungs. Ástæðan fyrir því að Haya er talin hafa flúið Dúbaí er sögð sú að hún hafi komist að nýjum upplýsingum um það þegar Latifa, dóttir Maktoum, reyndi að komast úr furstadæminu í fyrra en sneri aftur heim. Fatifa flúði Dúbaí sjóleiðina en var stöðvuð af vopnuðum mönnum undan ströndum Indlands og var snúið heim. Yfirvöld í Dúbaí sögðu þá að Latifa hafi verið auðveld bráð fyrir einhverja sem vildu notfæra sér hana og að hún væri nú örugg heima hjá sér. Mannréttindasamtök fullyrða aftur á móti að Latifu hafi verið rænt gegn vilja sínum. Á sínum tíma kom Haya prinsessa stjórnvöldum í Dúbaí til varnar vegna máls Latifu. Eftir að hún komst að nýju upplýsingum um hvarf hennar hafi hún mætt vaxandi óvild og þrýstingi frá nærfjölskyldu Maktoum. Þegar hún var farin að óttast um líf sitt hafi hún flúið landið. Er prinsessan nú sögð óttast að henni verði einnig rænt og komið aftur til Dúbaí.
Bretland Kóngafólk Sameinuðu arabísku furstadæmin Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Titringur á Alþingi Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fleiri fréttir Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Sjá meira