Stjarna bandaríska liðsins á HM var bara klappstýra í gær: Ætlar að ná úrslitaleiknum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. júlí 2019 13:30 Megan Rapinoe fagnar hér í leikslok með liðsfélögum sínum. Getty/Jean Catuffe Bandaríska kvennalandsliðið í fótbolta en komið í enn einn úrslitaleikinn á heimsmeistaramóti eftir 2-1 sigur á Englandi í gær. Bandarísku stelpurnar unnu leikinn þrátt fyrir að leika án stærstu stjörnu liðsins. Það kom mörgum í opna skjöldu þegar hin litíka Megan Rapinoe var ekki í byrjunarliði bandaríska landsliðsins á móti Englandi í gær. Sjónvarpsvélarnar voru mikið á Megan Rapinoe sem tók ekki þátt í upphitun liðsins að öðru leyti nema að hvetja sínar stelpur áfram. Megan Rapinoe hafði skorað öll fjögur mörk bandaríska liðsins í sigrinum á Spáni og Frakklandi í útsláttarkeppninni. Þrátt fyrir mikilvægi hennar ætlaði þjálfarinn Jill Ellis ekki að taka neina áhættu með hana.Megan Rapinoe missed the semis with a minor hamstring strain, but she feels confident she can go in the final. pic.twitter.com/fisnuu9NIa — espnW (@espnW) July 2, 2019Rapinoe hafði tognað aftan í læri í leiknum á undan en Jill Ellis talaði um eftir leikinn í gær að þetta væri lítil tognun. Megan Rapinoe gerði líka sjálf lítið úr meiðslunum og hún ætlar sér að ná úrslitaleiknum á sunnudaginn. Þar mæta þær bandarísku annaðhvort Hollandi eða Svíþjóð sem spila seinni undanúrslitaleikinn í kvöld. „Þetta er varla tognun en ég gat samt ekki spilað þennan leik. Læknaliðið hélt að ég gæti ekki haldið þetta út. Við höfum verið að tala um breiddina okkar í mánuð eftir mánuð og gegnum allt þetta heimsmeistaramót. Við sýndum hana í kvöld,“ sagði Megan Rapinoe eftir leikinn. „Við töldum að þetta væri besta leiðin, ekki aðeins fyrir mig sjálfa heldur einnig fyrir liðið,“ sagði Megan Rapinoe sem var því klappstýra í þessum spennandi leik. Hún var síðan allt í öllu í fagnaðarlátunum eftir leikinn.Megan Rapinoe had "minor hamstring strain," expecting to be ready to go for World Cup Final on Sunday, per @GrantWahlpic.twitter.com/xtR8hMa9sP — Bleacher Report (@BleacherReport) July 2, 2019Megan Rapinoe tognaði í leiknum á móti Frakklandi en fór ekki alveg strax út af vellinum. Hún hefur skorað fimm mörk í fjórum leikjum í keppninni. „Ég býst við því að vera orðin góð í úrslitaleiknum og klár í slaginn. Þetta er að lagast hjá mér,“ sagði Megan Rapinoe. HM 2019 í Frakklandi Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ Handbolti Feyenoord pakkaði Bayern saman Fótbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ Handbolti Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Fleiri fréttir Sér eftir því sem hann sagði Feyenoord pakkaði Bayern saman Brest mátti þola tap í Þýskalandi Þægilegt hjá Skyttunum Man City glutraði niður tveggja marka forystu Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice Sjá meira
Bandaríska kvennalandsliðið í fótbolta en komið í enn einn úrslitaleikinn á heimsmeistaramóti eftir 2-1 sigur á Englandi í gær. Bandarísku stelpurnar unnu leikinn þrátt fyrir að leika án stærstu stjörnu liðsins. Það kom mörgum í opna skjöldu þegar hin litíka Megan Rapinoe var ekki í byrjunarliði bandaríska landsliðsins á móti Englandi í gær. Sjónvarpsvélarnar voru mikið á Megan Rapinoe sem tók ekki þátt í upphitun liðsins að öðru leyti nema að hvetja sínar stelpur áfram. Megan Rapinoe hafði skorað öll fjögur mörk bandaríska liðsins í sigrinum á Spáni og Frakklandi í útsláttarkeppninni. Þrátt fyrir mikilvægi hennar ætlaði þjálfarinn Jill Ellis ekki að taka neina áhættu með hana.Megan Rapinoe missed the semis with a minor hamstring strain, but she feels confident she can go in the final. pic.twitter.com/fisnuu9NIa — espnW (@espnW) July 2, 2019Rapinoe hafði tognað aftan í læri í leiknum á undan en Jill Ellis talaði um eftir leikinn í gær að þetta væri lítil tognun. Megan Rapinoe gerði líka sjálf lítið úr meiðslunum og hún ætlar sér að ná úrslitaleiknum á sunnudaginn. Þar mæta þær bandarísku annaðhvort Hollandi eða Svíþjóð sem spila seinni undanúrslitaleikinn í kvöld. „Þetta er varla tognun en ég gat samt ekki spilað þennan leik. Læknaliðið hélt að ég gæti ekki haldið þetta út. Við höfum verið að tala um breiddina okkar í mánuð eftir mánuð og gegnum allt þetta heimsmeistaramót. Við sýndum hana í kvöld,“ sagði Megan Rapinoe eftir leikinn. „Við töldum að þetta væri besta leiðin, ekki aðeins fyrir mig sjálfa heldur einnig fyrir liðið,“ sagði Megan Rapinoe sem var því klappstýra í þessum spennandi leik. Hún var síðan allt í öllu í fagnaðarlátunum eftir leikinn.Megan Rapinoe had "minor hamstring strain," expecting to be ready to go for World Cup Final on Sunday, per @GrantWahlpic.twitter.com/xtR8hMa9sP — Bleacher Report (@BleacherReport) July 2, 2019Megan Rapinoe tognaði í leiknum á móti Frakklandi en fór ekki alveg strax út af vellinum. Hún hefur skorað fimm mörk í fjórum leikjum í keppninni. „Ég býst við því að vera orðin góð í úrslitaleiknum og klár í slaginn. Þetta er að lagast hjá mér,“ sagði Megan Rapinoe.
HM 2019 í Frakklandi Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ Handbolti Feyenoord pakkaði Bayern saman Fótbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ Handbolti Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Fleiri fréttir Sér eftir því sem hann sagði Feyenoord pakkaði Bayern saman Brest mátti þola tap í Þýskalandi Þægilegt hjá Skyttunum Man City glutraði niður tveggja marka forystu Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice Sjá meira
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti