Fótbolti

Benítez til Kína

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Benítez er farinn til Kína.
Benítez er farinn til Kína. vísir/getty
Rafa Benítez, fyrrverandi knattspyrnustjóri Newcastle United, var ekki lengi að finna sér nýtt félag. Spánverjinn greindi frá því á Twitter í dag að hann væri tekinn við Dalian Yifang í Kína.



Samningur Benítez við Newcastle rann út á sunnudaginn. Hann komst ekki að samkomulagi við félagið um nýjan samning.

Að sögn Benítez deildu hæstráðendur hjá Newcastle ekki framtíðarsýn með honum. Megn óánægja er með þessa niðurstöðu hjá stuðningsmönnum Newcastle sem dýrka Benítez og dá.

Benítez tók við Newcastle í mars 2016. Undir hans stjórn vann liðið B-deildina tímabilið 2016-17 og hélt sér svo nokkuð örugglega uppi í ensku úrvalsdeildinni næstu tvö tímabil.

Dalian Yifang endaði í 11. sæti kínversku úrvalsdeildarinnar á síðasta tímabili. Með liðinu leika m.a. Belginn Yannick Carrasco og Slóvakinn Marek Hamsik. Benítez þjálfaði þann síðarnefnda hjá Napoli á árunum 2013-15.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×