Ágúst: Hlynur átti að verja þetta Guðlaugur Valgeirsson skrifar 1. júlí 2019 21:37 Ágúst var ekki sáttur með frammistöðu sinna manna gegn KR og sagði þá ekki hafa átt neitt skilið út úr leiknum. vísir/bára Ágúst Þór Gylfason þjálfari Breiðabliks var daufur í dálkinn eftir tap sinna manna fyrir KR í kvöld. Eftir tapið sitja Blikar í 2. sæti, fjórum stigum á eftir KR sem sitja í toppsætinu. Hann sagði að leikurinn í kvöld hafi heilt yfir verið slakur. „Mér fannst í rauninni leikurinn heilt yfir slakur hjá báðum liðum. Það var ekki að virka það sem liðin lögðu upp með og það var ekki að sjá á þessum leik að þetta væru toppliðin í deildinni að spila hérna. Því miður vorum við lélegri en KR og þeir verðskulduðu sigurinn.“ Hann sagði það ekki skipta öllu þó vantað hafi upp á gæðin í leiknum en það var mikið búið að tala leikinn upp og að þetta væri stórleikur mótsins hingað til. „Það skipti kannski ekki öllu í kvöld, við töpum þessum leik og KR vann. Það er það sem situr eftir en hvernig leikurinn var, virðing hjá báðum liðum og auðvitað á frammistaðan að vera betri en það voru samt móment í leiknum hjá okkur,“ sagði Ágúst. „Thomas Mikkelsen fær tvö dauðafæri, skallafæri sem ég hefði viljað sjá í markinu og það hefði kannski breytt leiknum en við áttum ekkert skilið hérna.“ Ágúst gat ekki tjáð sig um meiðsli Gunnleifs Gunnleifssonar sem fór meiddur af velli eftir aðeins ellefu mínútur í kvöld. Hann vissi ekki alveg stöðuna á honum en sagði þó að hann myndi verða klár á móti HK eftir viku. Ágúst sagði að Hlynur Örn Hlöðversson, sem kom inn á fyrir Gunnleif, hefði klárlega átt að gera betur í öðru marki KR sem Óskar Örn Hauksson skoraði. „Klárlega, við verðum að vera heiðarlegir með það að hann átti að gera betur þar en að öðru leyti stóð hann sig vel. Hann átti að verja þetta en svona hlutir gerast.“ Ágúst sagði að lokum að hann væri sáttur með sumarið hingað til en frammistaðan í kvöld væru mikil vonbrigði.Hlynur Örn gerði mistök í öðru marki KR.vísir/bára Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: KR - Breiðablik 2-0 | KR-ingar unnu toppslaginn KR vann Breiðablik, 2-0, og náði fjögurra stiga forskoti á toppi Pepsi Max-deildar karla. 1. júlí 2019 22:00 Mest lesið Er betra fyrir Ísland að vinna eða tapa? Fótbolti Steini stendur með stráknum: „Hann er mjög vel upp alinn“ Fótbolti Leikdagur með Gumma og Kjartani: Lá við milliríkjadeilu á pizzastað í Kósovó Fótbolti Frekar til í að borga himinháa sekt en að kaupa Sancho Enski boltinn Eddie Jordan látinn Formúla 1 Forkaupsréttur fyrir Íslendinga í fimm daga Körfubolti Mikael mjög leiður: „Var búinn að ætla honum stórt hlutverk" Fótbolti Slakir vellir ógna öryggi kvenkyns leikmanna Fótbolti Sjö leikmenn Íslands á hálum ís Fótbolti „Vil ekki vinna á kostnað þess að það verði engar framfarir“ Fótbolti Fleiri fréttir Sauð á pabba Axels sem rauk heim af KR-leikjum Breyta ekki því sem virkar Styrktaraðilar endursemja við ÍTF „Held að helvíti margir leikmenn hugsi: Hjúkk“ Orðið of erfitt að standa sig á öllum vígstöðvum Valur í úrslit eftir vítaspyrnukeppni „Verður einn okkar allra mikilvægasti leikmaður“ Fyrirliði Vestra í tveggja mánaða bann Varnargarðahópurinn stendur vörð um fótboltann í Grindavík Halldór arfleiddi Fram að „dágóðri upphæð“ Leifur Andri leggur skóna á hilluna Frá Króknum á Hlíðarenda Reynslumikill Svíi á að styrkja miðsvæði Fram Víkingur missir undanúrslitasætið Þriðja þáttaröðin af LUÍH hefst í kvöld: „Mögulega besta móment lífs míns“ Ari afmælisbarn búinn að semja við Elfsborg „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Valur fær manninn sem var efstur á óskalistanum Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Sjá meira
Ágúst Þór Gylfason þjálfari Breiðabliks var daufur í dálkinn eftir tap sinna manna fyrir KR í kvöld. Eftir tapið sitja Blikar í 2. sæti, fjórum stigum á eftir KR sem sitja í toppsætinu. Hann sagði að leikurinn í kvöld hafi heilt yfir verið slakur. „Mér fannst í rauninni leikurinn heilt yfir slakur hjá báðum liðum. Það var ekki að virka það sem liðin lögðu upp með og það var ekki að sjá á þessum leik að þetta væru toppliðin í deildinni að spila hérna. Því miður vorum við lélegri en KR og þeir verðskulduðu sigurinn.“ Hann sagði það ekki skipta öllu þó vantað hafi upp á gæðin í leiknum en það var mikið búið að tala leikinn upp og að þetta væri stórleikur mótsins hingað til. „Það skipti kannski ekki öllu í kvöld, við töpum þessum leik og KR vann. Það er það sem situr eftir en hvernig leikurinn var, virðing hjá báðum liðum og auðvitað á frammistaðan að vera betri en það voru samt móment í leiknum hjá okkur,“ sagði Ágúst. „Thomas Mikkelsen fær tvö dauðafæri, skallafæri sem ég hefði viljað sjá í markinu og það hefði kannski breytt leiknum en við áttum ekkert skilið hérna.“ Ágúst gat ekki tjáð sig um meiðsli Gunnleifs Gunnleifssonar sem fór meiddur af velli eftir aðeins ellefu mínútur í kvöld. Hann vissi ekki alveg stöðuna á honum en sagði þó að hann myndi verða klár á móti HK eftir viku. Ágúst sagði að Hlynur Örn Hlöðversson, sem kom inn á fyrir Gunnleif, hefði klárlega átt að gera betur í öðru marki KR sem Óskar Örn Hauksson skoraði. „Klárlega, við verðum að vera heiðarlegir með það að hann átti að gera betur þar en að öðru leyti stóð hann sig vel. Hann átti að verja þetta en svona hlutir gerast.“ Ágúst sagði að lokum að hann væri sáttur með sumarið hingað til en frammistaðan í kvöld væru mikil vonbrigði.Hlynur Örn gerði mistök í öðru marki KR.vísir/bára
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: KR - Breiðablik 2-0 | KR-ingar unnu toppslaginn KR vann Breiðablik, 2-0, og náði fjögurra stiga forskoti á toppi Pepsi Max-deildar karla. 1. júlí 2019 22:00 Mest lesið Er betra fyrir Ísland að vinna eða tapa? Fótbolti Steini stendur með stráknum: „Hann er mjög vel upp alinn“ Fótbolti Leikdagur með Gumma og Kjartani: Lá við milliríkjadeilu á pizzastað í Kósovó Fótbolti Frekar til í að borga himinháa sekt en að kaupa Sancho Enski boltinn Eddie Jordan látinn Formúla 1 Forkaupsréttur fyrir Íslendinga í fimm daga Körfubolti Mikael mjög leiður: „Var búinn að ætla honum stórt hlutverk" Fótbolti Slakir vellir ógna öryggi kvenkyns leikmanna Fótbolti Sjö leikmenn Íslands á hálum ís Fótbolti „Vil ekki vinna á kostnað þess að það verði engar framfarir“ Fótbolti Fleiri fréttir Sauð á pabba Axels sem rauk heim af KR-leikjum Breyta ekki því sem virkar Styrktaraðilar endursemja við ÍTF „Held að helvíti margir leikmenn hugsi: Hjúkk“ Orðið of erfitt að standa sig á öllum vígstöðvum Valur í úrslit eftir vítaspyrnukeppni „Verður einn okkar allra mikilvægasti leikmaður“ Fyrirliði Vestra í tveggja mánaða bann Varnargarðahópurinn stendur vörð um fótboltann í Grindavík Halldór arfleiddi Fram að „dágóðri upphæð“ Leifur Andri leggur skóna á hilluna Frá Króknum á Hlíðarenda Reynslumikill Svíi á að styrkja miðsvæði Fram Víkingur missir undanúrslitasætið Þriðja þáttaröðin af LUÍH hefst í kvöld: „Mögulega besta móment lífs míns“ Ari afmælisbarn búinn að semja við Elfsborg „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Valur fær manninn sem var efstur á óskalistanum Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: KR - Breiðablik 2-0 | KR-ingar unnu toppslaginn KR vann Breiðablik, 2-0, og náði fjögurra stiga forskoti á toppi Pepsi Max-deildar karla. 1. júlí 2019 22:00