Allt í hnút við val á æðstu embættismönnum ESB Þorbjörn Þórðarson skrifar 1. júlí 2019 12:15 Frans Timmermans hefur gegn embætti varaforseta framkvæmdastjórnar ESB frá 2014. Útlit er fyrir að áform um að hann verði forseti framkvæmdastjórnarinnar nái ekki fram að ganga. Vísir/EPA Málamiðlunartillaga Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, til að skipa í embætti forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins féll í grýttan jarðveg á ríkjaráðstefnu í Brussel í gær. Hollendingurinn Frans Timmermans verður því ekki forseti framkvæmdastjórnarinnar. Þá liggur ekkert samkomulag fyrir um önnur embætti sem eru að losna. Á G20 fundinum í Osaka í Japan á föstudag, fundi leiðtoga tuttugu stærstu iðnríkja heims, náði Angela Merkel kanslari Þýskalands samkomulagi við Frakka, Spánverja og Hollendinga um að sósíalistinn Frans Timmermans yrði eftirmaður Jean-Claude Juncker sem forseti Framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins en í staðinn yrði Manfred Weber, leiðtogi blokkar íhaldsflokka á Evrópuþinginu, forseti Evrópuþingsins. Timmermans hefur gegn embætti varaforseta framkvæmdastjórnarinnar frá 2014. Financial Times greinir hins vegar frá því að þessi áform hafi runnið út í sandinn á ríkjaráðstefnu í Brussel í gær þegar í ljós kom á meðal leiðtoga íhaldsflokka á Evrópuþinginu hafi Merkel í raun verið sú eina sem styddi Timmermanns í embættið. FT hefur eftir Boyko Borissov, forsætisráðherra Búlgaríu, að Merkel sé leiðtogi Sambands kristilegra demókrata í Þýskalandi en hún stýri ekki bandalagi íhaldsflokka á Evrópuþinginu. Innan leiðtogaráðs ESB er líka andstaða við Timmermans en þar hafa Pólland, Ungverjaland og Tékkland lagst gegn því að hann verði fyrir valinu sem forseti framkvæmdastjórnarinnar. Viktor Orban, forsætisráðherra Ungverjalands, hefur sagt að tillaga um að gera Timmermans að forseta framkvæmdastjórnarinnar sé „niðurlægjandi.“ Nú þegar hafa verði haldnar tvær ríkjaráðstefnur til að velja forseta framkvæmdastjórnarinnar, forseta leiðtogaráðsins og seðlabankastjóra Evrópu en ekki liggur fyrir samkomulag um hver eigi að gegna neinu þessara embætta. Það má því segja að það sé komin upp ákveðin pattstaða við að manna æðstu embætti stofnana Evrópusambandsins. Í fundinum í Osaka á föstudag ræddu leiðtogar Evrópuríkja einnig um hver kæmi til með að taka við af Mario Draghi sem seðlabankastjóri Evrópu. Rætt hefur verið um að eftirmaður hans verði franskur ríkisborgari. FT hefur eftir Emmanuel Macron, forseta Frakklands, að skipun í embættið kunni að verða frestað eitthvað. Ljóst er að skipa þarf í embættið fyrir 31. október næstkomandi en þá rennur kjörtímabil Draghis út. Evrópusambandið Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent Svara ákalli foreldra Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent Fleiri fréttir „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Sjá meira
Málamiðlunartillaga Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, til að skipa í embætti forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins féll í grýttan jarðveg á ríkjaráðstefnu í Brussel í gær. Hollendingurinn Frans Timmermans verður því ekki forseti framkvæmdastjórnarinnar. Þá liggur ekkert samkomulag fyrir um önnur embætti sem eru að losna. Á G20 fundinum í Osaka í Japan á föstudag, fundi leiðtoga tuttugu stærstu iðnríkja heims, náði Angela Merkel kanslari Þýskalands samkomulagi við Frakka, Spánverja og Hollendinga um að sósíalistinn Frans Timmermans yrði eftirmaður Jean-Claude Juncker sem forseti Framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins en í staðinn yrði Manfred Weber, leiðtogi blokkar íhaldsflokka á Evrópuþinginu, forseti Evrópuþingsins. Timmermans hefur gegn embætti varaforseta framkvæmdastjórnarinnar frá 2014. Financial Times greinir hins vegar frá því að þessi áform hafi runnið út í sandinn á ríkjaráðstefnu í Brussel í gær þegar í ljós kom á meðal leiðtoga íhaldsflokka á Evrópuþinginu hafi Merkel í raun verið sú eina sem styddi Timmermanns í embættið. FT hefur eftir Boyko Borissov, forsætisráðherra Búlgaríu, að Merkel sé leiðtogi Sambands kristilegra demókrata í Þýskalandi en hún stýri ekki bandalagi íhaldsflokka á Evrópuþinginu. Innan leiðtogaráðs ESB er líka andstaða við Timmermans en þar hafa Pólland, Ungverjaland og Tékkland lagst gegn því að hann verði fyrir valinu sem forseti framkvæmdastjórnarinnar. Viktor Orban, forsætisráðherra Ungverjalands, hefur sagt að tillaga um að gera Timmermans að forseta framkvæmdastjórnarinnar sé „niðurlægjandi.“ Nú þegar hafa verði haldnar tvær ríkjaráðstefnur til að velja forseta framkvæmdastjórnarinnar, forseta leiðtogaráðsins og seðlabankastjóra Evrópu en ekki liggur fyrir samkomulag um hver eigi að gegna neinu þessara embætta. Það má því segja að það sé komin upp ákveðin pattstaða við að manna æðstu embætti stofnana Evrópusambandsins. Í fundinum í Osaka á föstudag ræddu leiðtogar Evrópuríkja einnig um hver kæmi til með að taka við af Mario Draghi sem seðlabankastjóri Evrópu. Rætt hefur verið um að eftirmaður hans verði franskur ríkisborgari. FT hefur eftir Emmanuel Macron, forseta Frakklands, að skipun í embættið kunni að verða frestað eitthvað. Ljóst er að skipa þarf í embættið fyrir 31. október næstkomandi en þá rennur kjörtímabil Draghis út.
Evrópusambandið Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent Svara ákalli foreldra Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent Fleiri fréttir „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Sjá meira