Syndaskattar Katrín Atladóttir skrifar 1. júlí 2019 07:00 Skattkerfið á eingöngu að nýta til að afla ríkinu tekna til nauðsynlegra verkefna. Skattkerfið á ekki að nota til að stýra hegðun og neyslu skattgreiðenda. Reglulega dúkka þó upp hugmyndir um ýmsa syndaskatta í þeim tilgangi. Hugsunin kann að vera göfug en þessi lausn er vond. Það er ákveðinn freistnivandi í pólitík að finna ekki sífellt upp nýja skatta og gjöld, undir fögrum fyrirheitum. Þegar á hólminn er komið renna þessir nýju skattar og gjöld í hítina og koma neyslustýringu, umhverfismálum, innviðum, sjónvarpsútsendingum eða hverju því verkefni sem stjórnmálamenn hafa ætlað sér að leysa, í raun ekkert við. Með því að búa til ný heiti mætti þó auka skattheimtu út í hið óendanlega. Síðasta vinstri stjórn lagði sérstakan skatt á sykraðar vörur sem skilaði tæpum milljarði í ríkiskassann þar til hann var lagður niður, með tilheyrandi hækkun á vísitölu neysluverðs og þar með húsnæðislánum landsmanna. Upphæðin var hærri en áætlað og rannsókn Rannsóknarseturs verslunarinnar frá 2015 bendir til að hann hafi ekki haft veruleg áhrif á neyslu. Síðasti sykurskattur hafði því ekki tilætluð áhrif á neyslu en jók tekjur ríkissjóðs. Syndaskattar leggjast þyngst á lægri tekjuhópa. Þeir sem hafa lágar tekjur verja stærra hlutfalli að tekjum sínum í sama magn af sykri, tóbaki eða áfengi en þeir sem hafa hærri tekjur. Þannig auka syndaskattar ójöfnuð. Verðbreytingar hafa ólík áhrif á eftirspurn eftir því um hvaða vöru ræðir. Reykingamaðurinn er þannig líklegri til að segja upp svo sem einni sjónvarpsstöð í stað þess að hætta að reykja. Þá þarf að huga að því hvað neytendur kaupa í stað hinnar skattlögðu vöru, en dæmi eru um að sykurskattar hafi aukið neyslu áfengis erlendis. Lífsstílssjúkdómar eru raunverulegt vandamál. En ef það væri hægt að skattleggja öll vandamál í burtu væru sennilega engin vandamál á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Katrín Atladóttir Mest lesið Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Sjá meira
Skattkerfið á eingöngu að nýta til að afla ríkinu tekna til nauðsynlegra verkefna. Skattkerfið á ekki að nota til að stýra hegðun og neyslu skattgreiðenda. Reglulega dúkka þó upp hugmyndir um ýmsa syndaskatta í þeim tilgangi. Hugsunin kann að vera göfug en þessi lausn er vond. Það er ákveðinn freistnivandi í pólitík að finna ekki sífellt upp nýja skatta og gjöld, undir fögrum fyrirheitum. Þegar á hólminn er komið renna þessir nýju skattar og gjöld í hítina og koma neyslustýringu, umhverfismálum, innviðum, sjónvarpsútsendingum eða hverju því verkefni sem stjórnmálamenn hafa ætlað sér að leysa, í raun ekkert við. Með því að búa til ný heiti mætti þó auka skattheimtu út í hið óendanlega. Síðasta vinstri stjórn lagði sérstakan skatt á sykraðar vörur sem skilaði tæpum milljarði í ríkiskassann þar til hann var lagður niður, með tilheyrandi hækkun á vísitölu neysluverðs og þar með húsnæðislánum landsmanna. Upphæðin var hærri en áætlað og rannsókn Rannsóknarseturs verslunarinnar frá 2015 bendir til að hann hafi ekki haft veruleg áhrif á neyslu. Síðasti sykurskattur hafði því ekki tilætluð áhrif á neyslu en jók tekjur ríkissjóðs. Syndaskattar leggjast þyngst á lægri tekjuhópa. Þeir sem hafa lágar tekjur verja stærra hlutfalli að tekjum sínum í sama magn af sykri, tóbaki eða áfengi en þeir sem hafa hærri tekjur. Þannig auka syndaskattar ójöfnuð. Verðbreytingar hafa ólík áhrif á eftirspurn eftir því um hvaða vöru ræðir. Reykingamaðurinn er þannig líklegri til að segja upp svo sem einni sjónvarpsstöð í stað þess að hætta að reykja. Þá þarf að huga að því hvað neytendur kaupa í stað hinnar skattlögðu vöru, en dæmi eru um að sykurskattar hafi aukið neyslu áfengis erlendis. Lífsstílssjúkdómar eru raunverulegt vandamál. En ef það væri hægt að skattleggja öll vandamál í burtu væru sennilega engin vandamál á Íslandi.
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar