Félagsmálapakkar hinna nýju Bolli Héðinsson skrifar 19. júlí 2019 07:00 Þetta hófst allt með frönsku byltingunni. Þeir samræmdu mál og vog. Hundrað árum síðar byrjuðu Evrópubúar að níðast á Íslendingum og hafa hert sóknina síðan. Fyrsta ásælnin var þegar Íslendingum var bannað að mæla lengdir í föðmum en urðu að gera það í metrum, síðan mátti skippundið víkja fyrir kílóinu. Allt saman frekleg íhlutun í íslensk innanríkismál, samsæri gegn þjóðlegum gildum og ófyrirleitin ásælni Evrópu gagnvart hinum óspjölluðu Íslendingum. Að öllu gamni slepptu þá er það einmitt þetta sem Evrópusamstarfið gengur út á, samræma sem flesta hluti svo auðvelda megi samskipti milli landa. Það er auðvelt að mála skrattann á vegginn fyrir þessa viðleitni ESB en eftir því sem heimurinn verður flóknari þarf að samræma fleiri atriði svo þeir sem vilja eiga viðskipti í Húnavatnssýslu og Andalúsíu viti að á báðum stöðum gilda sömu reglur um hvaðeina sem átt er viðskipti með, hvort sem það eru agúrkur eða rafmagn.„Bara ef það hentar mér“ Í félagsskap sem maður ætlast til mikils af, hvort sem það er íþróttafélag eða þjóðasamband, er ömurlegt að þar skuli vera félagsmenn sem fallast á hluti í dag, mæta svo í næsta mánuði og segjast alls ekki fallast á hlutina eins og þeir höfðu lofað mánuði áður! Eiga orð ekki standa? Vill ESB halda úti EES-samstarfinu með svona félagsmenn innanborðs? Íslensk stjórnvöld settu hrátt kjöt ekki fyrir sig árið 2006 eða orkupakka árið 2014 þegar „pakkarnir“ urðu til. Þeir sem sátu á valdastólunum þá koma núna og segja „allt í plati“. Er stefna þeirra að Ísland gangi úr EES? Þar sem Íslendingar hafa aðeins aukaaðild að ESB var bent á það við inngönguna í EES að það væri veikleiki að koma ekki strax að mótun og afgreiðslu mála sem þessara með afgerandi hætti. Sennilega sýnir gangur þessara mála nú betur en nokkuð annað fram á nauðsyn fullrar aðildar Íslands að ESB til að vera fullgildir aðilar á þeim vettvangi þar sem ákvarðanir sem þessar eru teknar.Höfundur er hagfræðingur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Bolli Héðinsson Evrópusambandið Þriðji orkupakkinn Mest lesið Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Kennarar: hvernig höldum við þeim við efnið? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Af hverju er ekki búið að tryggja raforkuöryggi almennings? Hjálmar Helgi Rögnvaldsson Skoðun Þorpið Alina Vilhjálmsdóttir Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson Skoðun Hvað er friður? Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Evrópa án utanríkisstefnu í aukahlutverki á ófriðartímum á eigin grund? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Þorpið Alina Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Hvað er friður? Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki búið að tryggja raforkuöryggi almennings? Hjálmar Helgi Rögnvaldsson skrifar Skoðun Kennarar: hvernig höldum við þeim við efnið? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Í aðdraganda jóla – hugleiðing Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Leikskólinn – vara á markaði? Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Hugvekja í raforkuskorti Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Gæti Ísland skráð sig í sögubækurnar? Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Evrópa án utanríkisstefnu í aukahlutverki á ófriðartímum á eigin grund? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Allra besta jólagjöfin Tinna Tómasdóttir,Lovísa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvorugt er né hefur verið raunin Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar krísa er nýtt til að fyrirtækjavæða menntun Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Efni í nýjan stjórnarsáttmála Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Orkan og álið Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Eru skoðanir ungs fólks þýðingalitlar og ómarktækar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Stjórnvöld verða að standa með þolendum mansals – níu mánuðum síðar Saga Kjartansdóttir,Halldór Oddsson skrifar Skoðun Verður verðmætasköpun í öndvegi á nýju kjörtímabili? Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Geturðu gert betur? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sérréttindablinda BHM og BSRB Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Hvað með allt þetta frí? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Alvotech og Arion banki stofna grunnskóla Haraldur Freyr Gíslason skrifar Sjá meira
Þetta hófst allt með frönsku byltingunni. Þeir samræmdu mál og vog. Hundrað árum síðar byrjuðu Evrópubúar að níðast á Íslendingum og hafa hert sóknina síðan. Fyrsta ásælnin var þegar Íslendingum var bannað að mæla lengdir í föðmum en urðu að gera það í metrum, síðan mátti skippundið víkja fyrir kílóinu. Allt saman frekleg íhlutun í íslensk innanríkismál, samsæri gegn þjóðlegum gildum og ófyrirleitin ásælni Evrópu gagnvart hinum óspjölluðu Íslendingum. Að öllu gamni slepptu þá er það einmitt þetta sem Evrópusamstarfið gengur út á, samræma sem flesta hluti svo auðvelda megi samskipti milli landa. Það er auðvelt að mála skrattann á vegginn fyrir þessa viðleitni ESB en eftir því sem heimurinn verður flóknari þarf að samræma fleiri atriði svo þeir sem vilja eiga viðskipti í Húnavatnssýslu og Andalúsíu viti að á báðum stöðum gilda sömu reglur um hvaðeina sem átt er viðskipti með, hvort sem það eru agúrkur eða rafmagn.„Bara ef það hentar mér“ Í félagsskap sem maður ætlast til mikils af, hvort sem það er íþróttafélag eða þjóðasamband, er ömurlegt að þar skuli vera félagsmenn sem fallast á hluti í dag, mæta svo í næsta mánuði og segjast alls ekki fallast á hlutina eins og þeir höfðu lofað mánuði áður! Eiga orð ekki standa? Vill ESB halda úti EES-samstarfinu með svona félagsmenn innanborðs? Íslensk stjórnvöld settu hrátt kjöt ekki fyrir sig árið 2006 eða orkupakka árið 2014 þegar „pakkarnir“ urðu til. Þeir sem sátu á valdastólunum þá koma núna og segja „allt í plati“. Er stefna þeirra að Ísland gangi úr EES? Þar sem Íslendingar hafa aðeins aukaaðild að ESB var bent á það við inngönguna í EES að það væri veikleiki að koma ekki strax að mótun og afgreiðslu mála sem þessara með afgerandi hætti. Sennilega sýnir gangur þessara mála nú betur en nokkuð annað fram á nauðsyn fullrar aðildar Íslands að ESB til að vera fullgildir aðilar á þeim vettvangi þar sem ákvarðanir sem þessar eru teknar.Höfundur er hagfræðingur
Evrópa án utanríkisstefnu í aukahlutverki á ófriðartímum á eigin grund? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar
Skoðun Af hverju er ekki búið að tryggja raforkuöryggi almennings? Hjálmar Helgi Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Evrópa án utanríkisstefnu í aukahlutverki á ófriðartímum á eigin grund? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld verða að standa með þolendum mansals – níu mánuðum síðar Saga Kjartansdóttir,Halldór Oddsson skrifar
Evrópa án utanríkisstefnu í aukahlutverki á ófriðartímum á eigin grund? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun