Búa sig undir Boris Johnson Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 19. júlí 2019 06:00 Flestallt bendir til þess að Boris Johnson verði næsti forsætisráðherra. Nordicphotos/AFP Þverpólitískur hópur þingmanna í neðri deild breska þingsins samþykkti í gær tillögu sem gengur út á að þingið komi í veg fyrir mögulegar tilraunir ríkisstjórnarinnar til þess að slíta þingi og þannig geta gengið út úr Evrópusambandinu án samnings í trássi við vilja meirihluta þingmanna. Hilary Benn úr Verkamannaflokknum og Alistair Burt úr Íhaldsflokknum stóðu að tillögunni sem var samþykkt með 315 atkvæðum gegn 274. Tillagan var í raun lögð fram og samþykkt vegna þess að kannanir benda allar til þess að Boris Johnson, fyrrverandi utanríkisráðherra, hafi betur gegn Jeremy Hunt, núverandi utanríkisráðherra, í baráttunni um leiðtogastól Íhaldsflokksins og þar með forsætisráðuneytið. Johnson hefur ítrekað heitið því að Bretar haldi sig við að ganga út úr Evrópusambandinu þann 31. október og fresti útgöngudagsetningu ekki eins og áður hefur verið gert, jafnvel þótt það þýði samningslausa útgöngu. Í raun er um að ræða breytingartillögu við frumvarp um frestun kosninga á þing Norður-Írlands. Við það frumvarp hafa einnig verið hengdar tillögur um að heimila samkynja hjónabönd og þungunarrof á Norður-Írlandi. Margot James, sem þurfti vegna reglna þingsins að segja af sér sem menningarmálaráðherra til þess að greiða atkvæði með tillögunni, sagði að nú þyrfti að bíða og sjá hvað gerist. „Jeremy Hunt myndi ganga eðlilega fram, hann hefur ekki áhuga á því að slíta þingi. Það er öfgakennd aðgerð. Þannig að ég býst ekki við því að fleiri segi af sér fyrr en við vitum hvernig leiðtogakjörið fer í næstu viku,“ sagði James. Ráðherrann fyrrverandi var ekki sú eina sem óhlýðnaðist ríkisstjórninni í gær. Philip Hammond fjármálaráðherra, David Gauke dómsmálaráðherra, Greg Clark viðskiptaráðherra og Rory Stewart, ráðherra þróunarmála, greiddu ekki atkvæði og höfðu ekki heimild til hjásetu. „Forsætisráðherrann varð augljóslega fyrir vonbrigðum með að hópur ráðherra hafi ekki greitt atkvæði í dag. Arftaki hennar mun án nokkurs vafa líta til þessa við myndun næstu ríkisstjórnar,“ sagði í tilkynningu. Birtist í Fréttablaðinu Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Johnson og Hunt skiptust á skotum í kappræðum Fyrstu sjónvarpskappræður leiðtogaefna Íhaldsflokksins fóru fram í kvöld. Greindi frambjóðendunum tveimur á um Brexit og samskiptin við Bandaríkin. 9. júlí 2019 23:10 Stuðningur við breska Verkamannaflokkinn ekki minni í tíu ár Innan við fimmti hver kjósandi styður Verkamannaflokk Jeremys Corbyn. Síðast þegar fylgið var svo lágt hafði flokkurinn setið í ríkisstjórn í tólf ár og glímdi við afleiðingar fjármálakreppunnar. 4. júlí 2019 12:19 Ætlar að standa með sendiherrum verði hann forsætisráðherra Boris Johnson var harðlega gagnrýndur fyrir að taka ekki afstöðu með Kim Darroch, fráfarandi sendiherra Bretlands í Bandaríkjunum, í kjölfar minnisblaðaleka. 11. júlí 2019 20:39 Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Sjá meira
Þverpólitískur hópur þingmanna í neðri deild breska þingsins samþykkti í gær tillögu sem gengur út á að þingið komi í veg fyrir mögulegar tilraunir ríkisstjórnarinnar til þess að slíta þingi og þannig geta gengið út úr Evrópusambandinu án samnings í trássi við vilja meirihluta þingmanna. Hilary Benn úr Verkamannaflokknum og Alistair Burt úr Íhaldsflokknum stóðu að tillögunni sem var samþykkt með 315 atkvæðum gegn 274. Tillagan var í raun lögð fram og samþykkt vegna þess að kannanir benda allar til þess að Boris Johnson, fyrrverandi utanríkisráðherra, hafi betur gegn Jeremy Hunt, núverandi utanríkisráðherra, í baráttunni um leiðtogastól Íhaldsflokksins og þar með forsætisráðuneytið. Johnson hefur ítrekað heitið því að Bretar haldi sig við að ganga út úr Evrópusambandinu þann 31. október og fresti útgöngudagsetningu ekki eins og áður hefur verið gert, jafnvel þótt það þýði samningslausa útgöngu. Í raun er um að ræða breytingartillögu við frumvarp um frestun kosninga á þing Norður-Írlands. Við það frumvarp hafa einnig verið hengdar tillögur um að heimila samkynja hjónabönd og þungunarrof á Norður-Írlandi. Margot James, sem þurfti vegna reglna þingsins að segja af sér sem menningarmálaráðherra til þess að greiða atkvæði með tillögunni, sagði að nú þyrfti að bíða og sjá hvað gerist. „Jeremy Hunt myndi ganga eðlilega fram, hann hefur ekki áhuga á því að slíta þingi. Það er öfgakennd aðgerð. Þannig að ég býst ekki við því að fleiri segi af sér fyrr en við vitum hvernig leiðtogakjörið fer í næstu viku,“ sagði James. Ráðherrann fyrrverandi var ekki sú eina sem óhlýðnaðist ríkisstjórninni í gær. Philip Hammond fjármálaráðherra, David Gauke dómsmálaráðherra, Greg Clark viðskiptaráðherra og Rory Stewart, ráðherra þróunarmála, greiddu ekki atkvæði og höfðu ekki heimild til hjásetu. „Forsætisráðherrann varð augljóslega fyrir vonbrigðum með að hópur ráðherra hafi ekki greitt atkvæði í dag. Arftaki hennar mun án nokkurs vafa líta til þessa við myndun næstu ríkisstjórnar,“ sagði í tilkynningu.
Birtist í Fréttablaðinu Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Johnson og Hunt skiptust á skotum í kappræðum Fyrstu sjónvarpskappræður leiðtogaefna Íhaldsflokksins fóru fram í kvöld. Greindi frambjóðendunum tveimur á um Brexit og samskiptin við Bandaríkin. 9. júlí 2019 23:10 Stuðningur við breska Verkamannaflokkinn ekki minni í tíu ár Innan við fimmti hver kjósandi styður Verkamannaflokk Jeremys Corbyn. Síðast þegar fylgið var svo lágt hafði flokkurinn setið í ríkisstjórn í tólf ár og glímdi við afleiðingar fjármálakreppunnar. 4. júlí 2019 12:19 Ætlar að standa með sendiherrum verði hann forsætisráðherra Boris Johnson var harðlega gagnrýndur fyrir að taka ekki afstöðu með Kim Darroch, fráfarandi sendiherra Bretlands í Bandaríkjunum, í kjölfar minnisblaðaleka. 11. júlí 2019 20:39 Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Sjá meira
Johnson og Hunt skiptust á skotum í kappræðum Fyrstu sjónvarpskappræður leiðtogaefna Íhaldsflokksins fóru fram í kvöld. Greindi frambjóðendunum tveimur á um Brexit og samskiptin við Bandaríkin. 9. júlí 2019 23:10
Stuðningur við breska Verkamannaflokkinn ekki minni í tíu ár Innan við fimmti hver kjósandi styður Verkamannaflokk Jeremys Corbyn. Síðast þegar fylgið var svo lágt hafði flokkurinn setið í ríkisstjórn í tólf ár og glímdi við afleiðingar fjármálakreppunnar. 4. júlí 2019 12:19
Ætlar að standa með sendiherrum verði hann forsætisráðherra Boris Johnson var harðlega gagnrýndur fyrir að taka ekki afstöðu með Kim Darroch, fráfarandi sendiherra Bretlands í Bandaríkjunum, í kjölfar minnisblaðaleka. 11. júlí 2019 20:39