Erlent

Íranskur dróni skotinn niður af banda­ríska sjó­hernum

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
USS Boxer.
USS Boxer. getty/Craig Z. Rodarte
Donald Trump, Bandaríkjaforseti, segir að bandaríski sjóherinn hafi skotið niður íranskan dróna yfir Hormús sundi. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins BBC.

Hann segir að flugmóðurskipið USS Boxer hafi gripið til varnaraðgerða á fimmtudag þegar að dróninn var í um 900 metra fjarlægð frá skipinu.

Írönsk yfirvöld hafa enn ekki tjáð sig um málið. Íran sökkti í júní bandarískum dróna á svæðinu.

Yfirvöld í Tehran sögðu áður að þau hafi fangað erlent tankskip og 12 manna áhöfn þess á sunnudag fyrir að hafa reynt að smygla eldsneyti í flóanum.

Íran hefur verið kennt um röð árása á flutningaskip síðan í maí af Bandaríkjunum en Persaflói er helsta flutnings- og verslunarsvæði olíu í heiminum. Yfirvöld í Tehran hafa neitað öllum ásökunum.

Nýjustu hræringar vekja ótta um að til átaka komi á svæðinu.


Tengdar fréttir

Samkomulag við Íran er hvergi nærri í sjónmáli

Bretum, Frökkum og Þjóðverjum gengur erfiðlega að komast að samkomulagi við stjórnvöld í Íran um að halda áfram að framfylgja JCPOA-kjarnorkusamningnum sem ríkin fjögur, auk Bandaríkjanna, Kína, Rússlands og Evrópusambandsins, gerðu árið 2015.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×