Myndband sýnir Trump og Epstein virða fyrir sér ungar klappstýrur Kristín Ólafsdóttir skrifar 17. júlí 2019 18:42 Trump bendir Epstein á stúlkur í samkvæminu. skjáskot/Youtube Myndskeið sem sýnir Donald Trump Bandaríkjaforseta og bandaríska milljarðamæringinn Jeffrey Epstein, sem ákærður hefur verið fyrir mansal á tugum stúlkna, ræða saman á vinalegum nótum var birt á NBC-sjónvarpsstöðinni í morgun. Trump hefur reynt að gera lítið úr vinskap sínum við Epstein síðan sá síðarnefndi var handtekinn fyrr í þessum mánuði. Sjá einnig: Saksóknarar segja Epstein hættulegan umhverfi sínu Myndbandið er tekið upp árið 1992 og er hluti af innslagi í spjallþætti Faith Daniels sem sýndur var á NBC á tíunda áratugnum. Í innslaginu var fylgst með fjörugu samkvæmislífi Trumps, sem þá var nýskilinn, en umrætt myndskeið er tekið upp í samkvæmi í Mar-a-Lago, klúbbi Trumps í Flórída. Þar virðist sem Trump bendi Epstein á ungar konur í samkvæminu, sem voru flestar klappstýrur hjá bandaríska fótboltaliðinu Buffalo Bills á þeim tíma. Upptakan nemur ekki það sem þeim Trump og Epstein fer á milli en Trump virðist þó á einum tímapunkti segja: „Líttu á hana þarna fyrir aftan, hún er æsandi.“ Myndbandið og umfjöllun NBC má sjá hér fyrir neðan. Epstein var handtekinn í New Jersey í byrjun júlí en hann er m.a. ákærður fyrir mansal á tugum stúlkna sem hann á að hafa misnotað, og að hafa greitt fórnarlömbum sínum til að finna aðrar stúlkur fyrir sig. Epstein á ýmsa valdamikla vini, þar á meðal núverandi og fyrrverandi Bandaríkjaforseta. Bill Clinton er þannig sagður hafa flogið ítrekað með einkaþotu Epstein. Trump forseti hefur einnig lýst vinskap sínum við milljarðamæringinn. „Það er mjög gaman að vera með honum. Það er jafnvel sagt að hann kunni að meta fallegar konur til jafns við mig og að margar þeirra séu jafnvel í yngri kantinum,“ sagði Trump um Epstein í viðtali við New York-tímaritið árið 2002. Sjá einnig: Segir Epstein hafa nauðgað sér þegar hún var fimmtán ára Forsetinn hefur þó reynt að gera lítið úr þessum tengslum síðan Epstein var handtekinn. Haft var eftir honum á dögunum að hann hefði vissulega þekkt Epstein en þeim hefði sinnast fyrir fimmtán árum og ekki talast við síðan. „Ég var ekki aðdáandi hans, get ég sagt þér,“ sagði Trump. Epstein er nú í haldi lögreglu á Manhattan en beiðni lögmanna hans um að hann muni sæta stofufangelsi í glæsihýsi sínu verður tekin fyrir nú í vikunni. Bandaríkin Donald Trump Mál Jeffrey Epstein Tengdar fréttir Atvinnumálaráðherrann Acosta segir af sér í tengslum við Epstein-málið Atvinnumálaráðherra Bandaríkjanna, Repúblikaninn Alexander Acosta, hefur ákveðið að segja af sér embætti í kjölfar mikillar gagnrýni á fyrri störf hans sem blossað hafa upp að nýju eftir að mál milljarðamæringsins Jeffrey Epstein komst í hámæli. 12. júlí 2019 14:35 Saksóknarar segja Epstein hættulegan umhverfi sínu Dómarinn sagðist þurfa meiri tíma til að íhuga hvort Epstein verði sleppt úr haldi gegn tryggingu. 15. júlí 2019 16:56 Segir Epstein hafa nauðgað sér þegar hún var fimmtán ára Jennifer Araoz var fjórtán ára gömul þegar hún var kynnt fyrir bandaríska milljarðamæringnum Jeffrey Epstein. 10. júlí 2019 16:32 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Sjá meira
Myndskeið sem sýnir Donald Trump Bandaríkjaforseta og bandaríska milljarðamæringinn Jeffrey Epstein, sem ákærður hefur verið fyrir mansal á tugum stúlkna, ræða saman á vinalegum nótum var birt á NBC-sjónvarpsstöðinni í morgun. Trump hefur reynt að gera lítið úr vinskap sínum við Epstein síðan sá síðarnefndi var handtekinn fyrr í þessum mánuði. Sjá einnig: Saksóknarar segja Epstein hættulegan umhverfi sínu Myndbandið er tekið upp árið 1992 og er hluti af innslagi í spjallþætti Faith Daniels sem sýndur var á NBC á tíunda áratugnum. Í innslaginu var fylgst með fjörugu samkvæmislífi Trumps, sem þá var nýskilinn, en umrætt myndskeið er tekið upp í samkvæmi í Mar-a-Lago, klúbbi Trumps í Flórída. Þar virðist sem Trump bendi Epstein á ungar konur í samkvæminu, sem voru flestar klappstýrur hjá bandaríska fótboltaliðinu Buffalo Bills á þeim tíma. Upptakan nemur ekki það sem þeim Trump og Epstein fer á milli en Trump virðist þó á einum tímapunkti segja: „Líttu á hana þarna fyrir aftan, hún er æsandi.“ Myndbandið og umfjöllun NBC má sjá hér fyrir neðan. Epstein var handtekinn í New Jersey í byrjun júlí en hann er m.a. ákærður fyrir mansal á tugum stúlkna sem hann á að hafa misnotað, og að hafa greitt fórnarlömbum sínum til að finna aðrar stúlkur fyrir sig. Epstein á ýmsa valdamikla vini, þar á meðal núverandi og fyrrverandi Bandaríkjaforseta. Bill Clinton er þannig sagður hafa flogið ítrekað með einkaþotu Epstein. Trump forseti hefur einnig lýst vinskap sínum við milljarðamæringinn. „Það er mjög gaman að vera með honum. Það er jafnvel sagt að hann kunni að meta fallegar konur til jafns við mig og að margar þeirra séu jafnvel í yngri kantinum,“ sagði Trump um Epstein í viðtali við New York-tímaritið árið 2002. Sjá einnig: Segir Epstein hafa nauðgað sér þegar hún var fimmtán ára Forsetinn hefur þó reynt að gera lítið úr þessum tengslum síðan Epstein var handtekinn. Haft var eftir honum á dögunum að hann hefði vissulega þekkt Epstein en þeim hefði sinnast fyrir fimmtán árum og ekki talast við síðan. „Ég var ekki aðdáandi hans, get ég sagt þér,“ sagði Trump. Epstein er nú í haldi lögreglu á Manhattan en beiðni lögmanna hans um að hann muni sæta stofufangelsi í glæsihýsi sínu verður tekin fyrir nú í vikunni.
Bandaríkin Donald Trump Mál Jeffrey Epstein Tengdar fréttir Atvinnumálaráðherrann Acosta segir af sér í tengslum við Epstein-málið Atvinnumálaráðherra Bandaríkjanna, Repúblikaninn Alexander Acosta, hefur ákveðið að segja af sér embætti í kjölfar mikillar gagnrýni á fyrri störf hans sem blossað hafa upp að nýju eftir að mál milljarðamæringsins Jeffrey Epstein komst í hámæli. 12. júlí 2019 14:35 Saksóknarar segja Epstein hættulegan umhverfi sínu Dómarinn sagðist þurfa meiri tíma til að íhuga hvort Epstein verði sleppt úr haldi gegn tryggingu. 15. júlí 2019 16:56 Segir Epstein hafa nauðgað sér þegar hún var fimmtán ára Jennifer Araoz var fjórtán ára gömul þegar hún var kynnt fyrir bandaríska milljarðamæringnum Jeffrey Epstein. 10. júlí 2019 16:32 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Sjá meira
Atvinnumálaráðherrann Acosta segir af sér í tengslum við Epstein-málið Atvinnumálaráðherra Bandaríkjanna, Repúblikaninn Alexander Acosta, hefur ákveðið að segja af sér embætti í kjölfar mikillar gagnrýni á fyrri störf hans sem blossað hafa upp að nýju eftir að mál milljarðamæringsins Jeffrey Epstein komst í hámæli. 12. júlí 2019 14:35
Saksóknarar segja Epstein hættulegan umhverfi sínu Dómarinn sagðist þurfa meiri tíma til að íhuga hvort Epstein verði sleppt úr haldi gegn tryggingu. 15. júlí 2019 16:56
Segir Epstein hafa nauðgað sér þegar hún var fimmtán ára Jennifer Araoz var fjórtán ára gömul þegar hún var kynnt fyrir bandaríska milljarðamæringnum Jeffrey Epstein. 10. júlí 2019 16:32