Dr. Þorsteinn Ingi Sigfússon er látinn Andri Eysteinsson skrifar 17. júlí 2019 08:42 Þorsteinn Ingi Sigfússon lést aðfaranótt 15. júlí. Dr. Þorsteinn Ingi Sigfússon, prófessor og forstjóri Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands er látinn. Þorsteinn varð bráðkvaddur, 65 ára að aldri, aðfaranótt 15. júlí síðastliðinn. Þorsteinn Ingi fæddist 4. júní árið 1954 og ól manninn í Vestmannaeyjum, sonur hjónanna Sigfúsar Johnsen og Kristínar Þorsteinsdóttur. Þorsteinn gekk til náms við Menntaskólann í Hamrahlíð og lauk þar stúdentsprófi árið 1974 og hélt þaðan til náms við Kaupmannahafnarháskóla. Þorsteinn lauk doktorsprófi frá Cambridge árið 1982. Þorsteinn starfaði við Háskóla Íslands um árabil, fékk stöðu fræðimanns við raunvísindastofnun ári eftir doktorspróf en var gerður prófessor í Eðlisfræði árið 1989. Þorsteinn tók þátt í stofnun ýmissa fyrirtækja, starfaði í ráðum og stjórnum og var formaður framkvæmdanefndar alþjóðvetnissamtakanna. Þá var Þorsteinn ráðinn forstjóri Nýsköpunarmiðstöðvar Ísland við stofnun hennar árið 2007. Dr. Þorsteinn hlaut árið 2004 riddarakross fálkaorðunnar og þremur árum seinna komu í hans hlut alheimsorkuverðlaunin í St. Pétursborg vegna framlags hans til vetnismála. Eiginkona Þorsteins er Bergþóra Karen Ketilsdóttir, börn þeirra eru þrjú, Davíð Þór, læknir f. 1980, Dagrún Inga, læknir f. 1988 og Þorkell Viktor, tölvunarfræðingur f. 1992. Einn bræðra Þorsteins, Árni Sigfússon, fyrrverandi borgarstjóri í Reykjavík og bæjarstjóri Reykjanesbæjar minntist bróðurs síns í færslu á Facebook. Sagði Árni bróður sinn hafa verið sinn besti vinur alla tíð. „Gáfur hans og hjartahlýja voru mér dýrmætur stuðningur í bernsku og unglingsár, rétt eins og fram á síðustu stundu,“ skrifar Árni Andlát Mest lesið Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Egill Þór er látinn Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Sjá meira
Dr. Þorsteinn Ingi Sigfússon, prófessor og forstjóri Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands er látinn. Þorsteinn varð bráðkvaddur, 65 ára að aldri, aðfaranótt 15. júlí síðastliðinn. Þorsteinn Ingi fæddist 4. júní árið 1954 og ól manninn í Vestmannaeyjum, sonur hjónanna Sigfúsar Johnsen og Kristínar Þorsteinsdóttur. Þorsteinn gekk til náms við Menntaskólann í Hamrahlíð og lauk þar stúdentsprófi árið 1974 og hélt þaðan til náms við Kaupmannahafnarháskóla. Þorsteinn lauk doktorsprófi frá Cambridge árið 1982. Þorsteinn starfaði við Háskóla Íslands um árabil, fékk stöðu fræðimanns við raunvísindastofnun ári eftir doktorspróf en var gerður prófessor í Eðlisfræði árið 1989. Þorsteinn tók þátt í stofnun ýmissa fyrirtækja, starfaði í ráðum og stjórnum og var formaður framkvæmdanefndar alþjóðvetnissamtakanna. Þá var Þorsteinn ráðinn forstjóri Nýsköpunarmiðstöðvar Ísland við stofnun hennar árið 2007. Dr. Þorsteinn hlaut árið 2004 riddarakross fálkaorðunnar og þremur árum seinna komu í hans hlut alheimsorkuverðlaunin í St. Pétursborg vegna framlags hans til vetnismála. Eiginkona Þorsteins er Bergþóra Karen Ketilsdóttir, börn þeirra eru þrjú, Davíð Þór, læknir f. 1980, Dagrún Inga, læknir f. 1988 og Þorkell Viktor, tölvunarfræðingur f. 1992. Einn bræðra Þorsteins, Árni Sigfússon, fyrrverandi borgarstjóri í Reykjavík og bæjarstjóri Reykjanesbæjar minntist bróðurs síns í færslu á Facebook. Sagði Árni bróður sinn hafa verið sinn besti vinur alla tíð. „Gáfur hans og hjartahlýja voru mér dýrmætur stuðningur í bernsku og unglingsár, rétt eins og fram á síðustu stundu,“ skrifar Árni
Andlát Mest lesið Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Egill Þór er látinn Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Sjá meira