Graðfolinn glaði sem átti ekki að fæðast er núna sá hæst dæmdi Kristján Már Unnarsson skrifar 16. júlí 2019 21:18 Stóðhesturinn Leynir kannar hryssurnar á Garðshorni á Þelamörk í Hörgárdal. Stöð 2/Arnar Halldórsson. Eitt skærasta ungstirni íslenskra stóðhesta varð til fyrir slysni og fæddist án þess að eigendurnir hefðu hugmynd um að von væri á honum. Hann er sá hæst dæmdi meðal fjögurra vetra hesta í ár, kemur úr Hörgárdal en sjá mátti gæðinginn í fréttum Stöðvar 2. Leynir frá Garðshorni heitir þetta nýjasta ungstirni og hann gæti orðið áberandi nafn í íslenskum hrossaræktarbókum. Bærinn er á Þelamörk en þegar við komum heim á hlað til að heilsa upp á bændurna var Agnar Þór Magnússon í heyskap úti á túni meðan Birna Tryggvadóttir kenndi börnum á reiðnámskeiði.Reiðnámskeið fyrir börn stóð yfir í reiðhöllinni á Garðshorni.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Þau eru með eigin reiðhöll enda hrossarækt aðalbúgrein þeirra ásamt sauðfjárrækt. En svo sýnir Birna okkur ungan graðfola sem hún sleppir inn í stóðhestagirðinguna og þeim sem horfa á frétt Stöðvar 2 er bent á að taka eftir ákafanum þegar hann hleypur í átt að hryssunum um leið og hann hneggjar. „Þetta er nú svolítið skondin saga um þennan hest því að hann er sem sagt slysafang,“ segir Birna.Birna Tryggvadóttir, bóndi á Garðshorni.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Faðir Leynis hafði óvart sloppið inn í stóðhestahólf fimm árum áður. „Og hann stalst í hóp og við sprautuðum hryssuna. Sem sagt; folaldið átti ekki að verða til. En það var bara einhvern veginn þannig að það hefur einhver þarna uppi gripið inn í og hann varð bara til.“ Þau höfðu raunar ekki hugmynd um að mamman væri fylfull fyrr en folaldið var fætt út í túni. Þessvegna fékk það nafnið Leynir en þeim leist í fyrstu ekkert á þetta slysaskot.Leynir kominn á harðasprett í átt að hryssunum.Stöð 2/Arnar Halldórsson.„En svo bara er þetta alger snillingur og hann bara svona óx og óx,“ segir Birna. „Þetta er allavega hæst dæmdi fjögurra vetra hesturinn í ár og einn af þeim hærri sem sýndir hafa verið,“ segir Agnar Þór. „Þetta er magnaður hestur og vonandi framtíðarstjarna,“ segir hann.Agnar Þór Magnússon, bóndi á Garðshorni.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Birna segir skemmtilegt geðslag stærsta kost Leynis. Hann sé alltaf kátur og glaður. „Og það er eiginlega dýrmætasti eiginleikinn. Því ef að það er ekki, þó svo að gangtegundirnar séu fyrir hendi, þá nýtast þær ekki. En hann er svo glaður og gangtegundirnar líka fyrir hendi þannig að þetta smellur allt alveg rosalega vel.“ Hér má sjá frétt Stöðvar 2. Hestar Hörgársveit Landbúnaður Tengdar fréttir Sjá fram á rýran heyfeng í ár vegna þurrka og kulda Bændur í Eyjafirði sjá fram á lítinn heyfeng í ár vegna þurrka og kulda. Þeir segja grassprettu með minnsta móti og tún séu víða brunnin. 14. júlí 2019 22:16 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Sjá meira
Eitt skærasta ungstirni íslenskra stóðhesta varð til fyrir slysni og fæddist án þess að eigendurnir hefðu hugmynd um að von væri á honum. Hann er sá hæst dæmdi meðal fjögurra vetra hesta í ár, kemur úr Hörgárdal en sjá mátti gæðinginn í fréttum Stöðvar 2. Leynir frá Garðshorni heitir þetta nýjasta ungstirni og hann gæti orðið áberandi nafn í íslenskum hrossaræktarbókum. Bærinn er á Þelamörk en þegar við komum heim á hlað til að heilsa upp á bændurna var Agnar Þór Magnússon í heyskap úti á túni meðan Birna Tryggvadóttir kenndi börnum á reiðnámskeiði.Reiðnámskeið fyrir börn stóð yfir í reiðhöllinni á Garðshorni.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Þau eru með eigin reiðhöll enda hrossarækt aðalbúgrein þeirra ásamt sauðfjárrækt. En svo sýnir Birna okkur ungan graðfola sem hún sleppir inn í stóðhestagirðinguna og þeim sem horfa á frétt Stöðvar 2 er bent á að taka eftir ákafanum þegar hann hleypur í átt að hryssunum um leið og hann hneggjar. „Þetta er nú svolítið skondin saga um þennan hest því að hann er sem sagt slysafang,“ segir Birna.Birna Tryggvadóttir, bóndi á Garðshorni.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Faðir Leynis hafði óvart sloppið inn í stóðhestahólf fimm árum áður. „Og hann stalst í hóp og við sprautuðum hryssuna. Sem sagt; folaldið átti ekki að verða til. En það var bara einhvern veginn þannig að það hefur einhver þarna uppi gripið inn í og hann varð bara til.“ Þau höfðu raunar ekki hugmynd um að mamman væri fylfull fyrr en folaldið var fætt út í túni. Þessvegna fékk það nafnið Leynir en þeim leist í fyrstu ekkert á þetta slysaskot.Leynir kominn á harðasprett í átt að hryssunum.Stöð 2/Arnar Halldórsson.„En svo bara er þetta alger snillingur og hann bara svona óx og óx,“ segir Birna. „Þetta er allavega hæst dæmdi fjögurra vetra hesturinn í ár og einn af þeim hærri sem sýndir hafa verið,“ segir Agnar Þór. „Þetta er magnaður hestur og vonandi framtíðarstjarna,“ segir hann.Agnar Þór Magnússon, bóndi á Garðshorni.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Birna segir skemmtilegt geðslag stærsta kost Leynis. Hann sé alltaf kátur og glaður. „Og það er eiginlega dýrmætasti eiginleikinn. Því ef að það er ekki, þó svo að gangtegundirnar séu fyrir hendi, þá nýtast þær ekki. En hann er svo glaður og gangtegundirnar líka fyrir hendi þannig að þetta smellur allt alveg rosalega vel.“ Hér má sjá frétt Stöðvar 2.
Hestar Hörgársveit Landbúnaður Tengdar fréttir Sjá fram á rýran heyfeng í ár vegna þurrka og kulda Bændur í Eyjafirði sjá fram á lítinn heyfeng í ár vegna þurrka og kulda. Þeir segja grassprettu með minnsta móti og tún séu víða brunnin. 14. júlí 2019 22:16 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Sjá meira
Sjá fram á rýran heyfeng í ár vegna þurrka og kulda Bændur í Eyjafirði sjá fram á lítinn heyfeng í ár vegna þurrka og kulda. Þeir segja grassprettu með minnsta móti og tún séu víða brunnin. 14. júlí 2019 22:16