Hefur beðið í fjórar vikur eftir að komast í krabbameinsaðgerð Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 16. júlí 2019 20:58 Ung kona sem greindist með ört vaxandi krabbameinsæxli í júní hefur beðið í um fjórar vikur eftir því að komast í aðgerð vegna sumarfría. Hún segir stöðuna flókna því bæði sé vöntun á læknum og starfsfólki á krabbameinsdeildinni, það komi helst í ljós á sumrin. Kraftur, stuðningsfélag fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein, stendur fyrir vitundarvakningunni krabbamein fer ekki í frí. Ástæða vakningarinnar er sú að yfir sumartímann upplifir fólk með krabbamein að minni þjónusta sé í boði og hún verði óskilvirkari. „Það er mjög slæmt og bág staða að fólk sem greinist í júlí fái ekki sömu þjónustu og það væri að fá annan tíma á árinu. Pínu snúið að því leiti að fólk sem sinnir krabbameinsgreindum er með mjög sérhæfða menntum, það er ekki gengið að því að hver sem er geti dottið inn í afleysingar. Engum að síður finnst mér að heilbrigðiskerfið þurfi að búa þannig um að það skipti ekki máli hvenær þú ert að greinast að þú eigir alltaf að fá sömu þjónustuna,“ segir Hulda Hjálmarsdóttir, framkvæmdastjóri Krafts. Alma Geirdal greindist fyrst með krabbamein árið 2017. Meðferð við því kláraði hún fyrir ári síðan. Í lok júní tók meinið sig svo upp aftur, en liðnar eru um fjórar vikur frá greiningu og aðgerð ekki áætluð fyrr en eftir viku. „Við erum búin að reyna að fá henni flýtt af því ég er svo kvalin. Mikið verkjuð út í handlegg og niður í síðu og upp að hálsi. Af því að æxlið er að þrýsta á vöðva og taugar. Svörin sem ég fæ er af því það er sumarfrí.“ Síðast hafi hún greinst í nóvember og þá var biðin ekki löng eftir aðgerð.Er flóknara að greinast á sumrin en yfir vetrartímann? „Já, það er það. Sérstaklega fyrir fólk sem er með lífshættulega sjúkdóma. Öll bið er svo erfið, hvort sem það er viðtal við lækni eða komast að í meðferðir. Hugurinn er svo mikið á sveimi, góðar hugsanir og slæmar hugsanir. Þetta getur gert mann ruglaðan,“ segir Alma. Heilbrigðismál Mest lesið Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Egill Þór er látinn Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Sjá meira
Ung kona sem greindist með ört vaxandi krabbameinsæxli í júní hefur beðið í um fjórar vikur eftir því að komast í aðgerð vegna sumarfría. Hún segir stöðuna flókna því bæði sé vöntun á læknum og starfsfólki á krabbameinsdeildinni, það komi helst í ljós á sumrin. Kraftur, stuðningsfélag fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein, stendur fyrir vitundarvakningunni krabbamein fer ekki í frí. Ástæða vakningarinnar er sú að yfir sumartímann upplifir fólk með krabbamein að minni þjónusta sé í boði og hún verði óskilvirkari. „Það er mjög slæmt og bág staða að fólk sem greinist í júlí fái ekki sömu þjónustu og það væri að fá annan tíma á árinu. Pínu snúið að því leiti að fólk sem sinnir krabbameinsgreindum er með mjög sérhæfða menntum, það er ekki gengið að því að hver sem er geti dottið inn í afleysingar. Engum að síður finnst mér að heilbrigðiskerfið þurfi að búa þannig um að það skipti ekki máli hvenær þú ert að greinast að þú eigir alltaf að fá sömu þjónustuna,“ segir Hulda Hjálmarsdóttir, framkvæmdastjóri Krafts. Alma Geirdal greindist fyrst með krabbamein árið 2017. Meðferð við því kláraði hún fyrir ári síðan. Í lok júní tók meinið sig svo upp aftur, en liðnar eru um fjórar vikur frá greiningu og aðgerð ekki áætluð fyrr en eftir viku. „Við erum búin að reyna að fá henni flýtt af því ég er svo kvalin. Mikið verkjuð út í handlegg og niður í síðu og upp að hálsi. Af því að æxlið er að þrýsta á vöðva og taugar. Svörin sem ég fæ er af því það er sumarfrí.“ Síðast hafi hún greinst í nóvember og þá var biðin ekki löng eftir aðgerð.Er flóknara að greinast á sumrin en yfir vetrartímann? „Já, það er það. Sérstaklega fyrir fólk sem er með lífshættulega sjúkdóma. Öll bið er svo erfið, hvort sem það er viðtal við lækni eða komast að í meðferðir. Hugurinn er svo mikið á sveimi, góðar hugsanir og slæmar hugsanir. Þetta getur gert mann ruglaðan,“ segir Alma.
Heilbrigðismál Mest lesið Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Egill Þór er látinn Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Sjá meira