Stórskotalið á væntanlegri plötu Beyoncé Vésteinn Örn Pétursson skrifar 16. júlí 2019 16:45 Beyoncé á sérstakri stjörnufrumsýningu Lion King vestanhafs. Vísir/Getty Bandaríska poppstjarnan Beyoncé hefur gefið út lagalistann fyrir væntanlega plötu sína, The Lion King: The Gift, sem gefin er út í tengslum við endurgerð af hinni geysivinsælu kvikmynd Lion King. Fellur það í skaut Beyoncé að ljá ljónynjunni Nölu rödd sína í endurgerðinni. Það eru engar smástjörnur sem slást í lið með Beyoncé á plötunni. Tónlistarmanninum og leikaranum Childish Gambino, sem fer einnig með talsetningarhlutverk í myndinni, bregður fyrir í laginu Mood 4 Eva, en Jay-Z, eiginmaður Beyoncé, er einnig viðriðinn það lag. Þá verður rapparinn Kendrick Lamar með í laginu The Nile. Eins verður Pharell Williams á plötunni, en hann kemur fyrir í laginu Water.Ekki nóg með að væntanleg plata sé stjörnum prýdd heldur hefur Beyoncé fengið fjöldann allan af afrísku tónlistarfólki til þess að leggja sitt af mörkum við gerð plötunnar. Sex nígerískir tónlistarmenn komu að gerð plötunnar. Það eru Burna Boy, Tiwa Savage, Mr Eazi, Yemi Alade, Wizkid og Tekno. Þá eru tvær suðurafrískar konur á plötunni, þær Moonchild Sanelly og Busiswa. Eins koma Salatiel frá Kamerún og Shatta Wale frá Gana fram á plötunni. Fyrr í dag birti Beyoncé færslu á Facebook þar sem hún sýndi aðdáendum sínum hönnun plötuumslagsins. Þar tilkynnti hún einnig að myndband fyrir lagið Spirit, sem er einmitt á væntanlegri plötu, kæmi út í kvöld. Platan kemur út sama dag og myndin verður frumsýnd fyrir almenning. Næsta föstuda, 19. júlí. Hollywood Tónlist Mest lesið Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Dagur og Ingunn hætt saman Innlit í fataskáp Dóru Júlíu Tóku hús í gegn út á Seltjarnarnesi og settu upp hjónasvítu í bílskúrnum Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Mesta mýtan að fólkið sé grimmt og dónalegt Rán, Guðjón, Kristín og Stefán Máni hrepptu hnossið Enn einn breski erfinginn í heiminn Átján ára aldursmunur milli yngsta og elsta keppanda í Ungfrú Ísland Sjá meira
Bandaríska poppstjarnan Beyoncé hefur gefið út lagalistann fyrir væntanlega plötu sína, The Lion King: The Gift, sem gefin er út í tengslum við endurgerð af hinni geysivinsælu kvikmynd Lion King. Fellur það í skaut Beyoncé að ljá ljónynjunni Nölu rödd sína í endurgerðinni. Það eru engar smástjörnur sem slást í lið með Beyoncé á plötunni. Tónlistarmanninum og leikaranum Childish Gambino, sem fer einnig með talsetningarhlutverk í myndinni, bregður fyrir í laginu Mood 4 Eva, en Jay-Z, eiginmaður Beyoncé, er einnig viðriðinn það lag. Þá verður rapparinn Kendrick Lamar með í laginu The Nile. Eins verður Pharell Williams á plötunni, en hann kemur fyrir í laginu Water.Ekki nóg með að væntanleg plata sé stjörnum prýdd heldur hefur Beyoncé fengið fjöldann allan af afrísku tónlistarfólki til þess að leggja sitt af mörkum við gerð plötunnar. Sex nígerískir tónlistarmenn komu að gerð plötunnar. Það eru Burna Boy, Tiwa Savage, Mr Eazi, Yemi Alade, Wizkid og Tekno. Þá eru tvær suðurafrískar konur á plötunni, þær Moonchild Sanelly og Busiswa. Eins koma Salatiel frá Kamerún og Shatta Wale frá Gana fram á plötunni. Fyrr í dag birti Beyoncé færslu á Facebook þar sem hún sýndi aðdáendum sínum hönnun plötuumslagsins. Þar tilkynnti hún einnig að myndband fyrir lagið Spirit, sem er einmitt á væntanlegri plötu, kæmi út í kvöld. Platan kemur út sama dag og myndin verður frumsýnd fyrir almenning. Næsta föstuda, 19. júlí.
Hollywood Tónlist Mest lesið Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Dagur og Ingunn hætt saman Innlit í fataskáp Dóru Júlíu Tóku hús í gegn út á Seltjarnarnesi og settu upp hjónasvítu í bílskúrnum Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Mesta mýtan að fólkið sé grimmt og dónalegt Rán, Guðjón, Kristín og Stefán Máni hrepptu hnossið Enn einn breski erfinginn í heiminn Átján ára aldursmunur milli yngsta og elsta keppanda í Ungfrú Ísland Sjá meira