Tarantino ætlar ennþá að hætta eftir tíundu mynd sína Andri Eysteinsson skrifar 16. júlí 2019 15:59 Tarantino ásamt aðalleikurum Once Upon a a Time in Hollywood. Getty/Kevork Djansezian Leikstjórinn Quentin Tarantino er enn á þeirri skoðun að hann muni setjast í helgan stein frá kvikmyndagerð eftir að hann hefur lokið leikstjórn á tíundu myndinni sinni. Nú kemur bráðlega út myndin Once Upon a Time in Hollywood sem er níunda myndin sem Tarantino skrifar og leikstýrir. Nú stendur yfir kynningarferðalag myndarinnar sem skartar Brad Pitt, Margot Robbie og Leonardo DiCaprio í aðalhlutverkum. Í viðtali við ástralska GQ sagði Tarantino að afstaða hans væri ekki breytt. „Ég held að ég sé kominn á endastöð hvað varðar kvikmyndir, sagði Tarantino. „Ég get ímyndað mér að ég haldi áfram að nota sköpunargáfuna í leikhús en ég hef gefið kvikmyndunum allt sem ég get.“Orðrómar hafa verið uppi um að næsta verkefni Tarantino eftir Once Upon a Time in Hollywood verði hans útgáfa af Star Trek. Tarantino er sagður hafa skrifað handrit að myndinni og sannfært JJ Abrams sem leikstýrt hefur nýjustu myndunum um að leyfa sér að gera Star Trek mynd sem yrði bönnuð börnum. Kvikmyndaverið Paramount hefur ekki veitt Tarantino opinbert grænt ljós á að hefja verkefnið og þá er óvíst hvort hann myndi taka að sér leikstjórn.Verði af Star Trek í leikstjórn Tarantino er það þó ljóst að myndin yrði svanasöngur hans í kvikmyndagerð, aðdáendum hans til mikillar mæðu. Sumir hafa velt því fyrir sér hvort í orðum Tarantino um tíu myndir felist það að hann leikstýri 10 mismunandi verkefnum og því gæti hann leikstýrt fleiri en einni Star Trek mynd. Við því hefur Tarantino þó sagt að tíu myndir séu tíu myndir. Hollywood Mest lesið Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Lífið Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Lífið Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Lífið Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Lífið Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Lífið Rislítil ástarsaga Gagnrýni Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Lífið Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Lífið Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Lífið „Ég vissi ég væri að ekki fara að skila honum“ Makamál Fleiri fréttir Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Leikstjórinn Quentin Tarantino er enn á þeirri skoðun að hann muni setjast í helgan stein frá kvikmyndagerð eftir að hann hefur lokið leikstjórn á tíundu myndinni sinni. Nú kemur bráðlega út myndin Once Upon a Time in Hollywood sem er níunda myndin sem Tarantino skrifar og leikstýrir. Nú stendur yfir kynningarferðalag myndarinnar sem skartar Brad Pitt, Margot Robbie og Leonardo DiCaprio í aðalhlutverkum. Í viðtali við ástralska GQ sagði Tarantino að afstaða hans væri ekki breytt. „Ég held að ég sé kominn á endastöð hvað varðar kvikmyndir, sagði Tarantino. „Ég get ímyndað mér að ég haldi áfram að nota sköpunargáfuna í leikhús en ég hef gefið kvikmyndunum allt sem ég get.“Orðrómar hafa verið uppi um að næsta verkefni Tarantino eftir Once Upon a Time in Hollywood verði hans útgáfa af Star Trek. Tarantino er sagður hafa skrifað handrit að myndinni og sannfært JJ Abrams sem leikstýrt hefur nýjustu myndunum um að leyfa sér að gera Star Trek mynd sem yrði bönnuð börnum. Kvikmyndaverið Paramount hefur ekki veitt Tarantino opinbert grænt ljós á að hefja verkefnið og þá er óvíst hvort hann myndi taka að sér leikstjórn.Verði af Star Trek í leikstjórn Tarantino er það þó ljóst að myndin yrði svanasöngur hans í kvikmyndagerð, aðdáendum hans til mikillar mæðu. Sumir hafa velt því fyrir sér hvort í orðum Tarantino um tíu myndir felist það að hann leikstýri 10 mismunandi verkefnum og því gæti hann leikstýrt fleiri en einni Star Trek mynd. Við því hefur Tarantino þó sagt að tíu myndir séu tíu myndir.
Hollywood Mest lesið Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Lífið Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Lífið Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Lífið Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Lífið Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Lífið Rislítil ástarsaga Gagnrýni Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Lífið Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Lífið Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Lífið „Ég vissi ég væri að ekki fara að skila honum“ Makamál Fleiri fréttir Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein