Mannréttindadómstóll Evrópu dæmir íslenska ríkið brotlegt í málum Júlíusar og Styrmis Andri Eysteinsson skrifar 16. júlí 2019 09:12 Styrmir Þór Bragason í Héraðsdómi Reykjavíkur. fbl/Stefán Mannréttindadómstóll Evrópu úrskurðaði í morgun að íslenska ríkið hafi gerst brotlegt gagnvart þeim Styrmi Þór Bragasyni, fyrrverandi forstjóra MP Banka og fyrrverandi framkvæmdastjóra hjá Húsasmiðjunni, Júlíusi Þór Sigurþórssyni. RÚV greindi fyrst frá. Niðurstaða dómstólsins í málunum var á þá leið að mennirnir hafi verið sakfelldir án réttlátrar málsmeðferðar í Hæstarétti. Styrmir Þór var árið 2013 dæmdur til eins árs fangelsisvistar í Exeter-málinu svokallaða en Hæstiréttur sneri þá við nokkra mánaða gömlum dómi Héraðsdóms í málinu. Íslenska ríkinu er nú gert að greiða Styrmi 7500 evrur í skaðabætur sökum brotsins.Styrmir hafði krafist 40.000 evra í skaðabætur en dómurinn féllst ekki á það. Júlíus var í desemberbyrjun 2016 dæmdur í Hæstarétti fyrir verðsamráð og samkeppnislagabrot. Júlíus var einn tólf sem ákærðir voru í málinu og var í fyrstu sýknaður í héraðsdómi. Hinir tólf sem ákærðir voru tengdust fyrirtækjunum Byko, Húsasmiðjunni og Úlfinum. Brotin voru sögð hafa falist í skipulagðri upplýsingagjöf um verð og tilboðskjör grófvörutegunda. Júlíus hlaut skilorðsbundinn níu mánaða fangelsisdóm þegar að Hæstiréttur sneri við dómi Héraðsdóms Reykjavíkur árið 2016. Júlíus taldi brotið á sér með því að Hæstiréttur hafi endurmetið munnlegan framburð í málinu án lagaheimildar.Júlíus fór fram á skaðabætur vegna málsins en dómstóllinn féllst ekki á þá kröfu hans. Viðurkenning á broti ríkisins væru nægar bætur. Dómsmál Tengdar fréttir Exeter-dómi snúið: Styrmir í árs fangelsi Hæstiréttur hefur snúið dómi Héraðsdóms Reykjavíkur yfir Styrmi Þór Bragasyni, fyrrverandi forstjóra MP Banka, í Exeter-málinu svokallaða. Hann var sýknaður í héraði en fær árs fangelsi í Hæstarétti 31. október 2013 16:40 Átta starfsmenn Byko og Húsasmiðjunnar sakfelldir fyrir samráð Hæstiréttur sneri í dag við dómi Héraðsdóms Reykjavíkur og sakfelldi átta starfsmenn Byko og Húsasmiðjunnar fyrir verðsamráð og samkeppnislagabrot. 1. desember 2016 16:53 Ellefu af tólf sýknaðir í verðsamráðsmáli Dómur var kveðinn upp í verðsamráðsmáli starfsmanna Byko, Húsasmiðjunnar og Úlfsins í dag. 9. apríl 2015 15:12 Mannréttindadómstóll Evrópu tekur mál gegn ríkinu til meðferðar Dómstóllinn mun taka mál Ragnars H. Hall og Gests Jónssonar til meðferðar og einnig mál Styrmis Þórs Bragasonar. 17. mars 2016 07:00 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Sjá meira
Mannréttindadómstóll Evrópu úrskurðaði í morgun að íslenska ríkið hafi gerst brotlegt gagnvart þeim Styrmi Þór Bragasyni, fyrrverandi forstjóra MP Banka og fyrrverandi framkvæmdastjóra hjá Húsasmiðjunni, Júlíusi Þór Sigurþórssyni. RÚV greindi fyrst frá. Niðurstaða dómstólsins í málunum var á þá leið að mennirnir hafi verið sakfelldir án réttlátrar málsmeðferðar í Hæstarétti. Styrmir Þór var árið 2013 dæmdur til eins árs fangelsisvistar í Exeter-málinu svokallaða en Hæstiréttur sneri þá við nokkra mánaða gömlum dómi Héraðsdóms í málinu. Íslenska ríkinu er nú gert að greiða Styrmi 7500 evrur í skaðabætur sökum brotsins.Styrmir hafði krafist 40.000 evra í skaðabætur en dómurinn féllst ekki á það. Júlíus var í desemberbyrjun 2016 dæmdur í Hæstarétti fyrir verðsamráð og samkeppnislagabrot. Júlíus var einn tólf sem ákærðir voru í málinu og var í fyrstu sýknaður í héraðsdómi. Hinir tólf sem ákærðir voru tengdust fyrirtækjunum Byko, Húsasmiðjunni og Úlfinum. Brotin voru sögð hafa falist í skipulagðri upplýsingagjöf um verð og tilboðskjör grófvörutegunda. Júlíus hlaut skilorðsbundinn níu mánaða fangelsisdóm þegar að Hæstiréttur sneri við dómi Héraðsdóms Reykjavíkur árið 2016. Júlíus taldi brotið á sér með því að Hæstiréttur hafi endurmetið munnlegan framburð í málinu án lagaheimildar.Júlíus fór fram á skaðabætur vegna málsins en dómstóllinn féllst ekki á þá kröfu hans. Viðurkenning á broti ríkisins væru nægar bætur.
Dómsmál Tengdar fréttir Exeter-dómi snúið: Styrmir í árs fangelsi Hæstiréttur hefur snúið dómi Héraðsdóms Reykjavíkur yfir Styrmi Þór Bragasyni, fyrrverandi forstjóra MP Banka, í Exeter-málinu svokallaða. Hann var sýknaður í héraði en fær árs fangelsi í Hæstarétti 31. október 2013 16:40 Átta starfsmenn Byko og Húsasmiðjunnar sakfelldir fyrir samráð Hæstiréttur sneri í dag við dómi Héraðsdóms Reykjavíkur og sakfelldi átta starfsmenn Byko og Húsasmiðjunnar fyrir verðsamráð og samkeppnislagabrot. 1. desember 2016 16:53 Ellefu af tólf sýknaðir í verðsamráðsmáli Dómur var kveðinn upp í verðsamráðsmáli starfsmanna Byko, Húsasmiðjunnar og Úlfsins í dag. 9. apríl 2015 15:12 Mannréttindadómstóll Evrópu tekur mál gegn ríkinu til meðferðar Dómstóllinn mun taka mál Ragnars H. Hall og Gests Jónssonar til meðferðar og einnig mál Styrmis Þórs Bragasonar. 17. mars 2016 07:00 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Sjá meira
Exeter-dómi snúið: Styrmir í árs fangelsi Hæstiréttur hefur snúið dómi Héraðsdóms Reykjavíkur yfir Styrmi Þór Bragasyni, fyrrverandi forstjóra MP Banka, í Exeter-málinu svokallaða. Hann var sýknaður í héraði en fær árs fangelsi í Hæstarétti 31. október 2013 16:40
Átta starfsmenn Byko og Húsasmiðjunnar sakfelldir fyrir samráð Hæstiréttur sneri í dag við dómi Héraðsdóms Reykjavíkur og sakfelldi átta starfsmenn Byko og Húsasmiðjunnar fyrir verðsamráð og samkeppnislagabrot. 1. desember 2016 16:53
Ellefu af tólf sýknaðir í verðsamráðsmáli Dómur var kveðinn upp í verðsamráðsmáli starfsmanna Byko, Húsasmiðjunnar og Úlfsins í dag. 9. apríl 2015 15:12
Mannréttindadómstóll Evrópu tekur mál gegn ríkinu til meðferðar Dómstóllinn mun taka mál Ragnars H. Hall og Gests Jónssonar til meðferðar og einnig mál Styrmis Þórs Bragasonar. 17. mars 2016 07:00