Fjórða byltingin Davíð Stefánsson skrifar 16. júlí 2019 07:00 Flestir hafa heyrt af þeim breytingum sem eru í vændum með fjórðu iðnbyltingunni svokölluðu. Í fyrri iðnbyltingum voru það tímamótabreytingar í tækni sem umturnuðu samfélögum. Gufuvél, rafmagn, sprengihreyfill, tölva og gervigreind ollu uppbroti hagkerfa og samfélaga. Okkur lærðist hagnýting betri framleiðslu og meiri afkasta fyrir bætt lífskjör. Fjórða iðnbyltingin sem er fram undan byggir á sjálfvirknivæðingu og beitingu reikniaðgerða gervigreindar á stafræn gögn. Vélar munu sjálfar læra að auka getu sína til að leysa verkefni. Breytingar verða hraðar og gera það mögulegt að leysa verkefni sem áður þótti óhugsandi að leiða til lykta með sjálfvirkum hætti. Þetta er beiting sjálfvirkra farartækja, notkun gríðargagna, þrívíddarprentanir, notkun háþróaðra vélmenna og þjarka, hagnýting nanótækni og sköpun nýrra hráefna. Allt mun þetta hafa gríðarleg áhrif á tilveru okkar, iðnað, framleiðslu, frítíma, nám og samskipti. En breytingar kalla á óvissu og vekja sumum ugg. Ný tækni getur þýtt verulega fækkun starfa og lífsafkomu margra er ógnað. Á hinn bóginn getur þetta þýtt sköpun nýrri og betri starfa með meiri lífsgæðum. Í skýrslu nefndar forsætisráðuneytisins um fjórðu iðnbyltinguna sem kom út í febrúar er sýnt fram á gríðarleg áhrif sjálfvirknivæðingar á íslenskan vinnumarkað. Því er spáð að 58% starfa taki talsverðum breytingum vegna áhrifa nýrrar tækni. Stjórnvöld, atvinnulíf og verkalýðshreyfing þurfa að taka höndum saman og tryggja að vinnumarkaðurinn sé tilbúinn fyrir breytingarnar fram undan. Tryggja þarf að fólk geti orðið sér úti um rétta færni fyrir þau verkefni sem þarf að sinna í atvinnulífinu. Þetta mun kalla á stórátak í endurhæfingu og endurmenntun. Það er ekki síst mikilvægt að forysta verkalýðshreyfingarinnar taki virkan þátt í mótun þeirrar umgjarðar sem verður að skapa. Hvernig getum við hagnýtt þessa nýju tækni til að auka hagsæld og velferð í samfélaginu? Hvernig stýrum við þróuninni inn á jákvæðar brautir? Áhrifin ráðast af nýtingu tækninnar. Í fjórðu iðnbyltingunni felast fjölmörg tækifæri fyrir Ísland. Tæknilegir innviðir eru hér öflugir, atvinnulífið er virkt í innleiðingu nýrrar tækni og landsmenn eru vel nettengdir. Fámennið hjálpar okkur að aðlagast miklum breytingum hratt. Samhliða þessum tæknibreytingum er mikilvægt að standa vörð um hið opna hagkerfi. Einnig er mikilvægt að tryggja erlent samstarf í vísindum og rannsóknum og laða til okkar þekkingu sem ekki er til staðar hér á landi. Alþjóðlegt samstarf og frjáls viðskipti eru lyklar að því hvernig best verður brugðist við þessum áskorunum. Opinber stefna hefur mikil áhrif á hvernig samfélög aðlagast og nýta sér nýja tækni. Því ber að fagna skipan forsætisráðherra á verkefnisstjórn um aðgerðir Íslands vegna fjórðu iðnbyltingarinnar. Verkefnisstjórninni er ætlað að koma fram með 20 til 30 aðgerðir sem marki fyrstu skref Íslands til móts við þær breytingar sem fjórða iðnbyltingin hefur í för með sér. Fram undan er uppbrot af völdum tæknibreytinga sem mun reyna verulega á samfélag okkar. Hér er tækifæri til að taka forystu og vera gerendur í nýrri byltingu – almenningi til góða Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Davíð Stefánsson Tækni Mest lesið Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson Skoðun Hvernig getur NATO verið, eða hafa verið, flott og fínt, en ESB slæmt? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Af hverju kílómetragjald? Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Kjósum Björn Þorsteinsson sem næsta rektor Háskóla Íslands! Geir Sigurðsson Skoðun Skipulagsslys í Garðabæ Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Hvar eru verndarar tjáningarfrelsisins nú? Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir Skoðun Yfir til ykkar, VR-ingar! Halla Gunnarsdóttir Skoðun Týndir hælisleitendur Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Rödd Íslands athlægi um allan heim Ástþór Magnússon Skoðun Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands Skoðun Skoðun Skoðun Björn til rektors Benedikt Hjartarson skrifar Skoðun Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson skrifar Skoðun Yfir til ykkar, VR-ingar! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getur NATO verið, eða hafa verið, flott og fínt, en ESB slæmt? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Kjósum Björn Þorsteinsson sem næsta rektor Háskóla Íslands! Geir Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju kílómetragjald? Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir – magnaður árangur Bryndís Eva Birgisdóttir skrifar Skoðun Hvar eru verndarar tjáningarfrelsisins nú? Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Flosa til formennsku í VR Pétur Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Konur gegn hernaði og nýlenduhyggju Lea María Lemarquis skrifar Skoðun Týndir hælisleitendur Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stenzt ekki stjórnarskrána Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Skipulagsslys í Garðabæ Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Langþráður áfangi að hefja skimun fyrir ristilkrabbameini Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Don Quixote og veruleikafirring evrópskra stjórnmálamanna Gunnar Bragi Sveinsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Jósefssagan og einelti Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands skrifar Skoðun Innanlandsflug eru almenningssamgöngur ! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stígamót í 35 ár Drífa Snædal skrifar Skoðun Nýtum atkvæði okkar VR-ingar Ásgeir Geirsson skrifar Skoðun Hvað segir ein mynd af barni okkur? Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum frekar með selum en syndaselum og pólitískum klækjarefum Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl: Fyrsta flokks kennari, fyrsta flokks rektor Þorri Geir Rúnarsson skrifar Skoðun Er seinnivélin komin? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Rektor með framtíðarsýn fyrir Háskola Íslands Ármann Höskuldsson skrifar Skoðun Rödd Íslands athlægi um allan heim Ástþór Magnússon skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lokað á lausnir í leikskólamálum Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Ég styð Magnús Karl Jón Gnarr skrifar Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Flestir hafa heyrt af þeim breytingum sem eru í vændum með fjórðu iðnbyltingunni svokölluðu. Í fyrri iðnbyltingum voru það tímamótabreytingar í tækni sem umturnuðu samfélögum. Gufuvél, rafmagn, sprengihreyfill, tölva og gervigreind ollu uppbroti hagkerfa og samfélaga. Okkur lærðist hagnýting betri framleiðslu og meiri afkasta fyrir bætt lífskjör. Fjórða iðnbyltingin sem er fram undan byggir á sjálfvirknivæðingu og beitingu reikniaðgerða gervigreindar á stafræn gögn. Vélar munu sjálfar læra að auka getu sína til að leysa verkefni. Breytingar verða hraðar og gera það mögulegt að leysa verkefni sem áður þótti óhugsandi að leiða til lykta með sjálfvirkum hætti. Þetta er beiting sjálfvirkra farartækja, notkun gríðargagna, þrívíddarprentanir, notkun háþróaðra vélmenna og þjarka, hagnýting nanótækni og sköpun nýrra hráefna. Allt mun þetta hafa gríðarleg áhrif á tilveru okkar, iðnað, framleiðslu, frítíma, nám og samskipti. En breytingar kalla á óvissu og vekja sumum ugg. Ný tækni getur þýtt verulega fækkun starfa og lífsafkomu margra er ógnað. Á hinn bóginn getur þetta þýtt sköpun nýrri og betri starfa með meiri lífsgæðum. Í skýrslu nefndar forsætisráðuneytisins um fjórðu iðnbyltinguna sem kom út í febrúar er sýnt fram á gríðarleg áhrif sjálfvirknivæðingar á íslenskan vinnumarkað. Því er spáð að 58% starfa taki talsverðum breytingum vegna áhrifa nýrrar tækni. Stjórnvöld, atvinnulíf og verkalýðshreyfing þurfa að taka höndum saman og tryggja að vinnumarkaðurinn sé tilbúinn fyrir breytingarnar fram undan. Tryggja þarf að fólk geti orðið sér úti um rétta færni fyrir þau verkefni sem þarf að sinna í atvinnulífinu. Þetta mun kalla á stórátak í endurhæfingu og endurmenntun. Það er ekki síst mikilvægt að forysta verkalýðshreyfingarinnar taki virkan þátt í mótun þeirrar umgjarðar sem verður að skapa. Hvernig getum við hagnýtt þessa nýju tækni til að auka hagsæld og velferð í samfélaginu? Hvernig stýrum við þróuninni inn á jákvæðar brautir? Áhrifin ráðast af nýtingu tækninnar. Í fjórðu iðnbyltingunni felast fjölmörg tækifæri fyrir Ísland. Tæknilegir innviðir eru hér öflugir, atvinnulífið er virkt í innleiðingu nýrrar tækni og landsmenn eru vel nettengdir. Fámennið hjálpar okkur að aðlagast miklum breytingum hratt. Samhliða þessum tæknibreytingum er mikilvægt að standa vörð um hið opna hagkerfi. Einnig er mikilvægt að tryggja erlent samstarf í vísindum og rannsóknum og laða til okkar þekkingu sem ekki er til staðar hér á landi. Alþjóðlegt samstarf og frjáls viðskipti eru lyklar að því hvernig best verður brugðist við þessum áskorunum. Opinber stefna hefur mikil áhrif á hvernig samfélög aðlagast og nýta sér nýja tækni. Því ber að fagna skipan forsætisráðherra á verkefnisstjórn um aðgerðir Íslands vegna fjórðu iðnbyltingarinnar. Verkefnisstjórninni er ætlað að koma fram með 20 til 30 aðgerðir sem marki fyrstu skref Íslands til móts við þær breytingar sem fjórða iðnbyltingin hefur í för með sér. Fram undan er uppbrot af völdum tæknibreytinga sem mun reyna verulega á samfélag okkar. Hér er tækifæri til að taka forystu og vera gerendur í nýrri byltingu – almenningi til góða
Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson Skoðun
Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands Skoðun
Skoðun Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson skrifar
Skoðun Hvernig getur NATO verið, eða hafa verið, flott og fínt, en ESB slæmt? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Don Quixote og veruleikafirring evrópskra stjórnmálamanna Gunnar Bragi Sveinsson skrifar
Skoðun Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands skrifar
Skoðun Stöndum frekar með selum en syndaselum og pólitískum klækjarefum Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Rektor með framtíðarsýn fyrir Háskola Íslands Ármann Höskuldsson skrifar
Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar
Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson Skoðun
Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands Skoðun