Kynslóðaskipti í kortunum Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 17. júlí 2019 07:30 Helmingur dómara við Hæstarétt er kominn á leyfilegan eftirlaunaaldur, þeirra á meðal eina konan í réttinum. Fréttablaðið/Eyþór Fjórir af átta dómurum í Hæstarétti eru ýmist orðnir 65 ára eða ná þeim aldri innan skamms. Einn til viðbótar nær leyfilegum eftirlaunaaldri á næsta ári. Dómarar eru skipaðir ævilangt en Hæstaréttardómarar geta fengið lausn frá embætti 65 ára án þess að missa neins af launum sínum eins og segir í 61. gr. stjórnarskrárinnar. Meðal þeirra dómara sem komnir eru á eftirlaunaaldur er eina konan sem situr í réttinum, Gréta Baldursdóttir. Verði hún næst dómara til að láta af embætti verður ekki skipaður dómari í hennar stað sem þýðir að Hæstiréttur yrði eingöngu skipaður körlum en samkvæmt breytingu sem gerð var á dómstólalögum 2016 verður ekki skipaður nýr dómari fyrir þann sem næstur lætur af störfum við réttinn vegna fækkunar dómara við Hæstarétt. Þeir eru átta núna en eiga samkvæmt nýrri skipan réttarins að vera sjö. Gréta er þó enn í fullu fjöri en í svari við fyrirspurn Fréttablaðsins staðfestir Gréta að hún sé ekki að hætta að svo stöddu.Gréta er næstelst í réttinum en Þorgeir Örlygsson er einnig orðinn 65 ára. Hann tók verið forsæti í réttinum í ársbyrjun 2017 og verður forseti Hæstaréttar til ársloka 2021. Þorgeir verður ekki sjötugur fyrr en í nóvember 2022 og getur því lokið forsetatímabili sínu fyrir þann tíma. Tveir aðrir dómarar við réttinn nálgast leyfilegan eftirlaunaaldur; þeir Markús Sigurbjörnsson og Viðar Már Matthíasson sem verða báðir 65 ára í haust. Markús hefur langlengsta starfsaldur allra dómara í réttinum. Hann var skipaður Hæstaréttardómari fertugur að aldri árið 1994 og hefur gengt stöðu hæstaréttardómara í aldarfjórðung. Enginn fyrrnefndra dómara hefur tilkynnt dómsmálaráðherra að hann hyggist fara á eftirlaun samkvæmt svari dómsmálaráðuneytisins við fyrirspurn Fréttablaðsins, en orðrómur hefur þó verið um að bæði Viðar Már og Markús hyggist setjast í helgan stein. Samkvæmt ákvæðum dómstólalaga skal dómara veitt lausn frá embætti ef hann leitar eftir henni sjálfur enda sé það gert með þeim fyrirvara sem gildir almennt um starfsmenn ríkisins. Í starfsmannalögum segir að embættismaður sem hyggst biðjast lausnar skuli gera það skriflega með þriggja mánaða fyrirvara, nema ófyrirsjáanleg atvik hafi gert hann ófæran um að gegna embættinu eða stjórnvald, sem lausn á að veita, samþykki skemmri frest. Birtist í Fréttablaðinu Dómstólar Mest lesið Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Erlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Fleiri fréttir Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Banaslys á Þingvallavegi Samræði við þrettán ára nauðgun eftir allt saman Nýr borgarstjóri kynntur á morgun Kennarar samþykkja innanhússtillögu Segir menntuð fífl hættuleg fífl Kókaínsmygl systkina og maka þeirra út um þúfur Fleinn rekinn í hjarta Evrópu verði Úkraína beygð í duftið Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Refsing Dagbjartar þyngd verulega Sameinar sýslumenn: Róar taugar starfsmanna og segir ekkert að óttast Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Hugmyndir Þorgríms séu litaðar vanþekkingu og fordómum Segir karla í forréttindastöðu hafa stofnað Háskólann Stórskemmdi grasflötina við Höfða Sjá meira
Fjórir af átta dómurum í Hæstarétti eru ýmist orðnir 65 ára eða ná þeim aldri innan skamms. Einn til viðbótar nær leyfilegum eftirlaunaaldri á næsta ári. Dómarar eru skipaðir ævilangt en Hæstaréttardómarar geta fengið lausn frá embætti 65 ára án þess að missa neins af launum sínum eins og segir í 61. gr. stjórnarskrárinnar. Meðal þeirra dómara sem komnir eru á eftirlaunaaldur er eina konan sem situr í réttinum, Gréta Baldursdóttir. Verði hún næst dómara til að láta af embætti verður ekki skipaður dómari í hennar stað sem þýðir að Hæstiréttur yrði eingöngu skipaður körlum en samkvæmt breytingu sem gerð var á dómstólalögum 2016 verður ekki skipaður nýr dómari fyrir þann sem næstur lætur af störfum við réttinn vegna fækkunar dómara við Hæstarétt. Þeir eru átta núna en eiga samkvæmt nýrri skipan réttarins að vera sjö. Gréta er þó enn í fullu fjöri en í svari við fyrirspurn Fréttablaðsins staðfestir Gréta að hún sé ekki að hætta að svo stöddu.Gréta er næstelst í réttinum en Þorgeir Örlygsson er einnig orðinn 65 ára. Hann tók verið forsæti í réttinum í ársbyrjun 2017 og verður forseti Hæstaréttar til ársloka 2021. Þorgeir verður ekki sjötugur fyrr en í nóvember 2022 og getur því lokið forsetatímabili sínu fyrir þann tíma. Tveir aðrir dómarar við réttinn nálgast leyfilegan eftirlaunaaldur; þeir Markús Sigurbjörnsson og Viðar Már Matthíasson sem verða báðir 65 ára í haust. Markús hefur langlengsta starfsaldur allra dómara í réttinum. Hann var skipaður Hæstaréttardómari fertugur að aldri árið 1994 og hefur gengt stöðu hæstaréttardómara í aldarfjórðung. Enginn fyrrnefndra dómara hefur tilkynnt dómsmálaráðherra að hann hyggist fara á eftirlaun samkvæmt svari dómsmálaráðuneytisins við fyrirspurn Fréttablaðsins, en orðrómur hefur þó verið um að bæði Viðar Már og Markús hyggist setjast í helgan stein. Samkvæmt ákvæðum dómstólalaga skal dómara veitt lausn frá embætti ef hann leitar eftir henni sjálfur enda sé það gert með þeim fyrirvara sem gildir almennt um starfsmenn ríkisins. Í starfsmannalögum segir að embættismaður sem hyggst biðjast lausnar skuli gera það skriflega með þriggja mánaða fyrirvara, nema ófyrirsjáanleg atvik hafi gert hann ófæran um að gegna embættinu eða stjórnvald, sem lausn á að veita, samþykki skemmri frest.
Birtist í Fréttablaðinu Dómstólar Mest lesið Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Erlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Fleiri fréttir Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Banaslys á Þingvallavegi Samræði við þrettán ára nauðgun eftir allt saman Nýr borgarstjóri kynntur á morgun Kennarar samþykkja innanhússtillögu Segir menntuð fífl hættuleg fífl Kókaínsmygl systkina og maka þeirra út um þúfur Fleinn rekinn í hjarta Evrópu verði Úkraína beygð í duftið Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Refsing Dagbjartar þyngd verulega Sameinar sýslumenn: Róar taugar starfsmanna og segir ekkert að óttast Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Hugmyndir Þorgríms séu litaðar vanþekkingu og fordómum Segir karla í forréttindastöðu hafa stofnað Háskólann Stórskemmdi grasflötina við Höfða Sjá meira