Saksóknarar segja Epstein hættulegan umhverfi sínu Eiður Þór Árnason skrifar 15. júlí 2019 16:56 Lögmenn Epstein óskuðu eftir því að hann yrði settur í stofufangelsi, og fengi að fara heim í 77 milljón dollara stórhýsi sitt. Vísir/AP Bandaríski milljarðamæringurinn Jeffrey Epstein, sem ákærður hefur verið fyrir mansal á tugum stúlkna sem hann misnotaði auk fleiri brota, verður ekki sleppt úr haldi gegn tryggingu að sinni. Þetta er niðurstaða dómara í New York. Dómarinn sagðist þurfa meiri tíma til að íhuga hvort Epstein verði sleppt úr haldi gegn tryggingu. Saksóknarar í málinu segja að Epstein sé hættulegur umhverfi sínu og telja hættu á að hann reyni að flýja land ef honum verður sleppt út áður en réttarhöld hefjast í málinu. Af þeim sökum kröfðust þeir þess að Epstein yrði áfram í haldi fram að réttarhöldunum. Saksóknararnir segja jafnframt að fleiri konur hafi haft samband við þá á síðustu dögum og sakað Epstein um að hafa misnotað sig þegar þær voru undir lögaldri. Einnig hefur verið greint frá því að staflar af peningaseðlum, tugir demanta og útrunnið falsað vegabréf hafi fundist í húsleit á heimili hans eftir handtökuna þann 6. júlí síðastliðinn. Lögmenn Epstein segja að hann hafi ekki brotið af sér eftir að hann játaði aðild sína að mansali ólögráða barns árið 2008, og að alríkisyfirvöld séu að svíkja tólf ára samkomulag þar sem þau féllust á að ákæra hann ekki fyrir slík brot. Lögmennirnir segjast ætla að óska eftir því að málinu verði vísað frá dómi og að Epstein verði settur í stofufangelsi með rafrænu eftirliti fram að því að réttarhöld hefjast. Bandaríkin Jeffrey Epstein Tengdar fréttir Atvinnumálaráðherrann Acosta segir af sér í tengslum við Epstein-málið Atvinnumálaráðherra Bandaríkjanna, Repúblikaninn Alexander Acosta, hefur ákveðið að segja af sér embætti í kjölfar mikillar gagnrýni á fyrri störf hans sem blossað hafa upp að nýju eftir að mál milljarðamæringsins Jeffrey Epstein komst í hámæli. 12. júlí 2019 14:35 Segist hafa reynt að koma í veg fyrir að Epstein gengi laus Heitt er undir atvinnumálaráðherra Bandaríkjanna sem var saksóknari sem felldi niður ákæru á hendur Jeffrey Epstein fyrir rúmum áratug. Hann reyndi að verja sig á blaðamannafundi í dag. 10. júlí 2019 22:55 Segir Epstein hafa nauðgað sér þegar hún var fimmtán ára Jennifer Araoz var fjórtán ára gömul þegar hún var kynnt fyrir bandaríska milljarðamæringnum Jeffrey Epstein. 10. júlí 2019 16:32 Greiddi fórnarlömbum sínum til að finna fleiri Ákæra gegn Jeffrey Epstein, milljarðamæringi og vini tveggja Bandaríkjaforseta, var opinberuð í New York í dag. 8. júlí 2019 14:16 Mest lesið „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Innlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Innlent Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Innlent Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Erlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent Fleiri fréttir Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Scholz ver símtal sitt við Pútín Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Felldu talsmann Hezbollah í miðborg Beirút Stefna lögreglu og leyniþjónustu vegna morðsins á Malcolm X Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hver annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Sjá meira
Bandaríski milljarðamæringurinn Jeffrey Epstein, sem ákærður hefur verið fyrir mansal á tugum stúlkna sem hann misnotaði auk fleiri brota, verður ekki sleppt úr haldi gegn tryggingu að sinni. Þetta er niðurstaða dómara í New York. Dómarinn sagðist þurfa meiri tíma til að íhuga hvort Epstein verði sleppt úr haldi gegn tryggingu. Saksóknarar í málinu segja að Epstein sé hættulegur umhverfi sínu og telja hættu á að hann reyni að flýja land ef honum verður sleppt út áður en réttarhöld hefjast í málinu. Af þeim sökum kröfðust þeir þess að Epstein yrði áfram í haldi fram að réttarhöldunum. Saksóknararnir segja jafnframt að fleiri konur hafi haft samband við þá á síðustu dögum og sakað Epstein um að hafa misnotað sig þegar þær voru undir lögaldri. Einnig hefur verið greint frá því að staflar af peningaseðlum, tugir demanta og útrunnið falsað vegabréf hafi fundist í húsleit á heimili hans eftir handtökuna þann 6. júlí síðastliðinn. Lögmenn Epstein segja að hann hafi ekki brotið af sér eftir að hann játaði aðild sína að mansali ólögráða barns árið 2008, og að alríkisyfirvöld séu að svíkja tólf ára samkomulag þar sem þau féllust á að ákæra hann ekki fyrir slík brot. Lögmennirnir segjast ætla að óska eftir því að málinu verði vísað frá dómi og að Epstein verði settur í stofufangelsi með rafrænu eftirliti fram að því að réttarhöld hefjast.
Bandaríkin Jeffrey Epstein Tengdar fréttir Atvinnumálaráðherrann Acosta segir af sér í tengslum við Epstein-málið Atvinnumálaráðherra Bandaríkjanna, Repúblikaninn Alexander Acosta, hefur ákveðið að segja af sér embætti í kjölfar mikillar gagnrýni á fyrri störf hans sem blossað hafa upp að nýju eftir að mál milljarðamæringsins Jeffrey Epstein komst í hámæli. 12. júlí 2019 14:35 Segist hafa reynt að koma í veg fyrir að Epstein gengi laus Heitt er undir atvinnumálaráðherra Bandaríkjanna sem var saksóknari sem felldi niður ákæru á hendur Jeffrey Epstein fyrir rúmum áratug. Hann reyndi að verja sig á blaðamannafundi í dag. 10. júlí 2019 22:55 Segir Epstein hafa nauðgað sér þegar hún var fimmtán ára Jennifer Araoz var fjórtán ára gömul þegar hún var kynnt fyrir bandaríska milljarðamæringnum Jeffrey Epstein. 10. júlí 2019 16:32 Greiddi fórnarlömbum sínum til að finna fleiri Ákæra gegn Jeffrey Epstein, milljarðamæringi og vini tveggja Bandaríkjaforseta, var opinberuð í New York í dag. 8. júlí 2019 14:16 Mest lesið „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Innlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Innlent Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Innlent Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Erlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent Fleiri fréttir Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Scholz ver símtal sitt við Pútín Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Felldu talsmann Hezbollah í miðborg Beirút Stefna lögreglu og leyniþjónustu vegna morðsins á Malcolm X Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hver annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Sjá meira
Atvinnumálaráðherrann Acosta segir af sér í tengslum við Epstein-málið Atvinnumálaráðherra Bandaríkjanna, Repúblikaninn Alexander Acosta, hefur ákveðið að segja af sér embætti í kjölfar mikillar gagnrýni á fyrri störf hans sem blossað hafa upp að nýju eftir að mál milljarðamæringsins Jeffrey Epstein komst í hámæli. 12. júlí 2019 14:35
Segist hafa reynt að koma í veg fyrir að Epstein gengi laus Heitt er undir atvinnumálaráðherra Bandaríkjanna sem var saksóknari sem felldi niður ákæru á hendur Jeffrey Epstein fyrir rúmum áratug. Hann reyndi að verja sig á blaðamannafundi í dag. 10. júlí 2019 22:55
Segir Epstein hafa nauðgað sér þegar hún var fimmtán ára Jennifer Araoz var fjórtán ára gömul þegar hún var kynnt fyrir bandaríska milljarðamæringnum Jeffrey Epstein. 10. júlí 2019 16:32
Greiddi fórnarlömbum sínum til að finna fleiri Ákæra gegn Jeffrey Epstein, milljarðamæringi og vini tveggja Bandaríkjaforseta, var opinberuð í New York í dag. 8. júlí 2019 14:16