Alan Turing heiðraður á breskum peningaseðlum Kjartan Kjartansson skrifar 15. júlí 2019 10:39 Svona gæti nýi fimmtíu punda seðillinn með ásjónu Turing litið út. Seðillinn verður síðasti pappírsseðillinn sem skipt verður út fyrir plastseðla. Vísir/EPA Seðlabanki Englands hefur tilkynnt að Alan Turing, frumkvöðull í tölvunarfræði og hetja Bretlands úr síðari heimsstyrjöldinni, verði á fimmtíu punda peningaseðli sem gefinn verður út árið 2021. Turing leysti dulmál nasista í stríðinu en sætti ofsóknum yfirvalda í heimalandinu vegna kynhneigðar sinnar. Ákveðið hafði verið að andlit vísindamanns myndi skreyta fimmtíu punda seðilinn. Hafði Turing betur gegn öðrum þekktum breskum vísindamönnum eins og Rosalind Franklind, William Herschel og Stephen Hawking, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Turing hefur stundum verið nefndur faðir tölvunarfræðinnar. Lék hann lykilhlutverk í þróun fyrstu tölvanna. Þá er talið að hann hafi bjargað þúsundum mannslífa með því að leysa dulmál sem þýski sjóherinn notaði í síðari heimsstyrjöldinni og skipum bandamanna þannig frá því að verða þýskum kafbátum að bráð.Örlög Turing eftir stríð voru þó ömurleg. Árið 1952 var hann dæmdur fyrir „gróf velsæmisbrot“ vegna þess að hann var samkynhneigður. Bresk yfirvöld vönuðu Turing með lyfjagjöf. Hann stytti sér aldur tveimur árum síðar. Bresk stjórnvöld báðust formlega afsökunar á meðferðinni á Turing árið 2009 og var hann náðaður af drottningunni árið 2013. Bretland Hinsegin Mest lesið Fékk 542 þúsund króna rukkun fyrir hreindýrakjötið Neytendur Sektuð vegna fullyrðinga um aukinn hárvöxt og minni hrukkur Neytendur Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ Atvinnulíf EasyJet lengir flugtímabil frá London til Akureyrar Neytendur Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Controlant Viðskipti innlent „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Viðskipti innlent „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Seðlabanki Englands hefur tilkynnt að Alan Turing, frumkvöðull í tölvunarfræði og hetja Bretlands úr síðari heimsstyrjöldinni, verði á fimmtíu punda peningaseðli sem gefinn verður út árið 2021. Turing leysti dulmál nasista í stríðinu en sætti ofsóknum yfirvalda í heimalandinu vegna kynhneigðar sinnar. Ákveðið hafði verið að andlit vísindamanns myndi skreyta fimmtíu punda seðilinn. Hafði Turing betur gegn öðrum þekktum breskum vísindamönnum eins og Rosalind Franklind, William Herschel og Stephen Hawking, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Turing hefur stundum verið nefndur faðir tölvunarfræðinnar. Lék hann lykilhlutverk í þróun fyrstu tölvanna. Þá er talið að hann hafi bjargað þúsundum mannslífa með því að leysa dulmál sem þýski sjóherinn notaði í síðari heimsstyrjöldinni og skipum bandamanna þannig frá því að verða þýskum kafbátum að bráð.Örlög Turing eftir stríð voru þó ömurleg. Árið 1952 var hann dæmdur fyrir „gróf velsæmisbrot“ vegna þess að hann var samkynhneigður. Bresk yfirvöld vönuðu Turing með lyfjagjöf. Hann stytti sér aldur tveimur árum síðar. Bresk stjórnvöld báðust formlega afsökunar á meðferðinni á Turing árið 2009 og var hann náðaður af drottningunni árið 2013.
Bretland Hinsegin Mest lesið Fékk 542 þúsund króna rukkun fyrir hreindýrakjötið Neytendur Sektuð vegna fullyrðinga um aukinn hárvöxt og minni hrukkur Neytendur Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ Atvinnulíf EasyJet lengir flugtímabil frá London til Akureyrar Neytendur Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Controlant Viðskipti innlent „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Viðskipti innlent „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira