Pólverjar hætta við kröfu um framsal Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 15. júlí 2019 06:00 Rannsókn á skipulagðri brotastarfsemi eigenda Euro-Market hófst árið 2017. Fréttablaðið/Eyþór Pólsk yfirvöld hafa fellt niður alþjóðlega handtökuskipun á hendur pólskum manni, búsettum hér á landi og dregið til baka kröfu um framsal mannsins frá Íslandi til Póllands. Pólsk yfirvöld óskuðu fyrst eftir framsali mannsins í desember 2017 er hann var í gæsluvarðhaldi hér vegna rannsóknar á skipulagðri brotastarfsemi, fíkniefnainnflutningi, peningaþvætti, fjársvikum, brotum á vopnalögum, lyfjalögum og fíkniefnaframleiðslu. Héraðsdómur hafnaði kröfu um framsal í fyrra með vísan til framsalslaga sem heimila ekki framsal manns sem sætir gæsluvarðhaldi eða farbanni, vegna rannsóknar annars máls en þess sem framsalsbeiðni byggir á. Landsréttur staðfesti þann úrskurð.Maðurinn hafði þá verið í farbanni vegna rannsóknar íslenskra stjórnvalda sem felld var niður en maðurinn í staðinn úrskurðaður í farbann með vísan til framsalskröfunnar. Í kjölfarið var framsalið heimilað með dómsúrskurði. „Maðurinn hefur fengið það sem kallað er griðabréf frá pólskum yfirvöldum. Það þýðir að honum er óhætt að fara til Póllands og gefa skýrslu og eftir atvikum að koma svo aftur til Íslands,“ segir Steinbergur Finnbogason, verjandi mannsins. Hann segir skjólstæðing sinn þurfa að leggja út tryggingagreiðslu með loforði um að hann mæti til skýrslugjafar í Póllandi. Steinbergur segir mál þetta orðið með algerum ólíkindum. „Það hófst með mikilli skrautsýningu á blaðamannafundi og er að engu orðið. Bara þessi framsalshluti málsins hlýtur að hlaupa á tugum milljóna í kostnaði og svo fella Pólverjar það bara niður.” Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur nú lokið rannsókn málsins og verður það nú sent ákærusviði. Þetta kemur fram í svari lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu við fyrirspurn Fréttablaðsins. Meint brot sem voru til rannsóknar eru peningaþvætti, fjárdráttur og fíkniefnalagabrot. Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Peningaþvætti í Euro Market Tengdar fréttir Staðsetningarbúnaður settur á eiganda Euro Market Eigandi Euromarket var handtekinn í viðamiklum aðgerðum lögreglu- og tollyfirvalda í desember síðastliðnum grunaður um aðild að alþjóðlegum glæpasamtökum sem hafa stundað peningaþvætti á Íslandi. 7. febrúar 2018 14:17 Ráðuneytið gerir aðra tilraun til að framselja manninn til Póllands Dómsmálaráðuneytið hyggst freista þess að nýju að framselja meintan höfuðpaur í Euromarket-málinu svokallaða til Póllands að kröfu þarlendra yfirvalda. 15. október 2018 06:00 Mest lesið Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Erlent Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Fleiri fréttir Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Sjá meira
Pólsk yfirvöld hafa fellt niður alþjóðlega handtökuskipun á hendur pólskum manni, búsettum hér á landi og dregið til baka kröfu um framsal mannsins frá Íslandi til Póllands. Pólsk yfirvöld óskuðu fyrst eftir framsali mannsins í desember 2017 er hann var í gæsluvarðhaldi hér vegna rannsóknar á skipulagðri brotastarfsemi, fíkniefnainnflutningi, peningaþvætti, fjársvikum, brotum á vopnalögum, lyfjalögum og fíkniefnaframleiðslu. Héraðsdómur hafnaði kröfu um framsal í fyrra með vísan til framsalslaga sem heimila ekki framsal manns sem sætir gæsluvarðhaldi eða farbanni, vegna rannsóknar annars máls en þess sem framsalsbeiðni byggir á. Landsréttur staðfesti þann úrskurð.Maðurinn hafði þá verið í farbanni vegna rannsóknar íslenskra stjórnvalda sem felld var niður en maðurinn í staðinn úrskurðaður í farbann með vísan til framsalskröfunnar. Í kjölfarið var framsalið heimilað með dómsúrskurði. „Maðurinn hefur fengið það sem kallað er griðabréf frá pólskum yfirvöldum. Það þýðir að honum er óhætt að fara til Póllands og gefa skýrslu og eftir atvikum að koma svo aftur til Íslands,“ segir Steinbergur Finnbogason, verjandi mannsins. Hann segir skjólstæðing sinn þurfa að leggja út tryggingagreiðslu með loforði um að hann mæti til skýrslugjafar í Póllandi. Steinbergur segir mál þetta orðið með algerum ólíkindum. „Það hófst með mikilli skrautsýningu á blaðamannafundi og er að engu orðið. Bara þessi framsalshluti málsins hlýtur að hlaupa á tugum milljóna í kostnaði og svo fella Pólverjar það bara niður.” Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur nú lokið rannsókn málsins og verður það nú sent ákærusviði. Þetta kemur fram í svari lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu við fyrirspurn Fréttablaðsins. Meint brot sem voru til rannsóknar eru peningaþvætti, fjárdráttur og fíkniefnalagabrot.
Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Peningaþvætti í Euro Market Tengdar fréttir Staðsetningarbúnaður settur á eiganda Euro Market Eigandi Euromarket var handtekinn í viðamiklum aðgerðum lögreglu- og tollyfirvalda í desember síðastliðnum grunaður um aðild að alþjóðlegum glæpasamtökum sem hafa stundað peningaþvætti á Íslandi. 7. febrúar 2018 14:17 Ráðuneytið gerir aðra tilraun til að framselja manninn til Póllands Dómsmálaráðuneytið hyggst freista þess að nýju að framselja meintan höfuðpaur í Euromarket-málinu svokallaða til Póllands að kröfu þarlendra yfirvalda. 15. október 2018 06:00 Mest lesið Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Erlent Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Fleiri fréttir Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Sjá meira
Staðsetningarbúnaður settur á eiganda Euro Market Eigandi Euromarket var handtekinn í viðamiklum aðgerðum lögreglu- og tollyfirvalda í desember síðastliðnum grunaður um aðild að alþjóðlegum glæpasamtökum sem hafa stundað peningaþvætti á Íslandi. 7. febrúar 2018 14:17
Ráðuneytið gerir aðra tilraun til að framselja manninn til Póllands Dómsmálaráðuneytið hyggst freista þess að nýju að framselja meintan höfuðpaur í Euromarket-málinu svokallaða til Póllands að kröfu þarlendra yfirvalda. 15. október 2018 06:00