Reglulega krotað og skotið á Douglas Dakota Kristinn Haukur skrifar 15. júlí 2019 06:00 Flak Douglas Dakota á Sólheimasandi. Nordicphotos/Getty. Á vef pólsku sjónvarpsstöðvarinnar WP var nýlega fjallað um skemmdir á Douglas Dakota en pólsk nöfn hafa verið krotuð á vélina. WP lýsti því sem skammarlegri og sorglegri eyðileggingu af hálfu samlanda sinna þar sem flakið væri eitt af vinsælustu ferðamannastöðum Íslands. Benedikt Bragason landeigandi var aftur á móti rólegri yfir krotinu þegar Fréttablaðið hafði samband við hann. „Það er er búið að krota á þessa vél og skjóta á hana í tugi ára“ segir Benedikt. „Þetta er aðeins flak og ég held að það sé öllum sársaukalaust þó það sé eitthvað verið að eiga við þetta.“ Douglas Dakota vélin var vöruflutningavél í eigu bandaríska flughersins, notuð til að flytja vistir milli herstöðva í Keflavík og Hornafirði. Vélin varð bensínlaus og þurfti að nauðlenda á sandinum snemma á áttunda áratugnum. Herinn sjálfur tíndi síðan allt nýtilegt úr henni, svo sem hreyfla og vængi. Flakið öðlaðist töluverða frægð árið 2000 þegar pönkhljómsveitin Botnleðja nefndi plötu eftir henni. Aftur kom hún fyrir í heimildarmynd hljómsveitarinnar Sigur Rósar og varð heimsfræg eftir að hún sást í tónlistarmyndbandi Justin Bieber frá 2015. Staðurinn hefur gripið athygli ferðamanna sem sækja þangað í síauknum mæli. En deilt hefur verið um vegagerð á svæðinu og í vetur voru málaferli vegna aðkomu ferðaþjónustufyrirtækis að staðnum. Aðspurður hvort landeigendur fái greitt úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða til viðhalds og uppbyggingar í tengslum við flakið segir Benedikt svo ekki vera. „Nei, nei. Við viljum það ekkert“Gerið þið eitthvað til að viðhalda vélinni? „Ekki til að viðhalda vélinni sjálfri. Við höldum slóðanum þarna niður eftir við og sjáum um að halda hreinu. Það er mikið af úrgangi sem fellur til þarna,“ segir Benedikt. Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Mýrdalshreppur Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Innlent Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Innlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Fleiri fréttir Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Sjá meira
Á vef pólsku sjónvarpsstöðvarinnar WP var nýlega fjallað um skemmdir á Douglas Dakota en pólsk nöfn hafa verið krotuð á vélina. WP lýsti því sem skammarlegri og sorglegri eyðileggingu af hálfu samlanda sinna þar sem flakið væri eitt af vinsælustu ferðamannastöðum Íslands. Benedikt Bragason landeigandi var aftur á móti rólegri yfir krotinu þegar Fréttablaðið hafði samband við hann. „Það er er búið að krota á þessa vél og skjóta á hana í tugi ára“ segir Benedikt. „Þetta er aðeins flak og ég held að það sé öllum sársaukalaust þó það sé eitthvað verið að eiga við þetta.“ Douglas Dakota vélin var vöruflutningavél í eigu bandaríska flughersins, notuð til að flytja vistir milli herstöðva í Keflavík og Hornafirði. Vélin varð bensínlaus og þurfti að nauðlenda á sandinum snemma á áttunda áratugnum. Herinn sjálfur tíndi síðan allt nýtilegt úr henni, svo sem hreyfla og vængi. Flakið öðlaðist töluverða frægð árið 2000 þegar pönkhljómsveitin Botnleðja nefndi plötu eftir henni. Aftur kom hún fyrir í heimildarmynd hljómsveitarinnar Sigur Rósar og varð heimsfræg eftir að hún sást í tónlistarmyndbandi Justin Bieber frá 2015. Staðurinn hefur gripið athygli ferðamanna sem sækja þangað í síauknum mæli. En deilt hefur verið um vegagerð á svæðinu og í vetur voru málaferli vegna aðkomu ferðaþjónustufyrirtækis að staðnum. Aðspurður hvort landeigendur fái greitt úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða til viðhalds og uppbyggingar í tengslum við flakið segir Benedikt svo ekki vera. „Nei, nei. Við viljum það ekkert“Gerið þið eitthvað til að viðhalda vélinni? „Ekki til að viðhalda vélinni sjálfri. Við höldum slóðanum þarna niður eftir við og sjáum um að halda hreinu. Það er mikið af úrgangi sem fellur til þarna,“ segir Benedikt.
Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Mýrdalshreppur Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Innlent Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Innlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Fleiri fréttir Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Sjá meira