Björn Berg Bryde kom HK yfir á 33. mínútu leiksins eftir hornspyrnu. Hallgrímur Mar Steingrímsson jafnaði hins vegar metin tíu mínútum seinna úr vítaspyrnu sem dæmd var á Arnar Frey Ólafsson í marki HK.
Sigurmark HK kom á 84. mínútu þegar hinn ungi Valgeir Valgeirsson skoraði laglegt mark úr teignum.
Mörkin má sjá hér að neðan.